Árni Johnsen er látinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júní 2023 06:04 Árni Johnsen stjórnaði brekkusöngnum á Þjóðhátíð í fjölda ára. Mynd/Gunnar Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, lést í gær á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Hann var 79 ára. Frá þessu greinir Morgunblaðið. Árni fæddist í Vestmannaeyjum 1. mars 1944. Foreldrar hans voru Poul C. Kanélas frá Detroit í Bandaríkjunum og Ingibjörg Á. Johnsen kaupakona. Hún átti síðar Bjarnhéðin Elíasson skipstjóra og útgerðarmann í Vestmannaeyjum, að því er segir á vef Alþingis. Árni var kennari í Vestmannaeyjum 1964-1965 og í Reykjavík 1966-1967. Hann starfaði hjá Surtseyjarfélaginu með aðsetur í Surtsey sumar og haust 1966 og 1967 og var blaðamaður á Morgunblaðinu 1967-1991. Þá var hann dagskrárgerðarmaður við Ríkisútvarpið og við Sjónvarpið frá stofnun þess. Árni var Sjálfstæðismaður og þingmaður Suðurlands 1983–1987 og aftur 1991–2001. Hlé varð á þingmennsku Árna árið 2001 eftir að upplýst var að hann hefði nýtt fjármuni bygginganefndar Þjóðleikhússins í eigin þágu. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi. Hann var aftur kjörinn á þing árið 2007 og sat á þingi til 2013. Árni skráði viðtalsbækur og bækur um gamanmál þingmanna, samdi sönglög og stjórnaði brekkusöngnum á Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum um árabil. Þá var hann mikill talsmaður ganga frá meginlandinu og til Vestmannaeyja. Eftirlifandi eiginkona Árna er Halldóra Filippusdóttir. Þau áttu soninn Breka en fyrir átti Árni tvær dætur með fyrrverandi eiginkonu sinni, Margréti Oddsdóttur. Þær heita Helga Brá og Þórunn Dögg. Andlát Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vestmannaeyjar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið. Árni fæddist í Vestmannaeyjum 1. mars 1944. Foreldrar hans voru Poul C. Kanélas frá Detroit í Bandaríkjunum og Ingibjörg Á. Johnsen kaupakona. Hún átti síðar Bjarnhéðin Elíasson skipstjóra og útgerðarmann í Vestmannaeyjum, að því er segir á vef Alþingis. Árni var kennari í Vestmannaeyjum 1964-1965 og í Reykjavík 1966-1967. Hann starfaði hjá Surtseyjarfélaginu með aðsetur í Surtsey sumar og haust 1966 og 1967 og var blaðamaður á Morgunblaðinu 1967-1991. Þá var hann dagskrárgerðarmaður við Ríkisútvarpið og við Sjónvarpið frá stofnun þess. Árni var Sjálfstæðismaður og þingmaður Suðurlands 1983–1987 og aftur 1991–2001. Hlé varð á þingmennsku Árna árið 2001 eftir að upplýst var að hann hefði nýtt fjármuni bygginganefndar Þjóðleikhússins í eigin þágu. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi. Hann var aftur kjörinn á þing árið 2007 og sat á þingi til 2013. Árni skráði viðtalsbækur og bækur um gamanmál þingmanna, samdi sönglög og stjórnaði brekkusöngnum á Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum um árabil. Þá var hann mikill talsmaður ganga frá meginlandinu og til Vestmannaeyja. Eftirlifandi eiginkona Árna er Halldóra Filippusdóttir. Þau áttu soninn Breka en fyrir átti Árni tvær dætur með fyrrverandi eiginkonu sinni, Margréti Oddsdóttur. Þær heita Helga Brá og Þórunn Dögg.
Andlát Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vestmannaeyjar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira