Lykilmenn Milan hugsa sér til hreyfings eftir brottrekstur Maldinis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júní 2023 11:01 Mike Maignan og Rafael Leao eru meðal leikmanna AC Milan sem eru ósáttir við brottrekstur Paolos Maldini. getty/Claudio Villa Sú ákvörðun forráðamanna AC Milan að segja Paolo Maldini upp sem tæknilegs stjórnanda gæti dregið dilk á eftir. Fjórir stjörnuleikmenn liðsins hugsa sér til hreyfings. Maldini og íþróttastjóri Milan, Ricky Massara, voru reknir frá félaginu eftir hitafund með eigandanum Gerry Cardinale í fyrradag. Maldini er í guðatölu hjá Milan en hann lék með liðinu allan sinn feril, frá 1984 til 2009. Hann varð sjö sinnum ítalskur meistari með Milan og fimm sinnum Evrópumeistari. Ákvörðunin að reka Maldini hefur ekki mælst vel fyrir hjá nokkrum af mikilvægustu leikmönnum Milan. Meðal þeirra eru frönsku landsliðsmennirnir Theo Hernández og Mike Maignan, Sandro Tonali og Rafael Leao. Sá síðastnefndi er nýbúinn að skrifa undir langtíma samning við Milan. Hann gaf í skyn að hann væri ósáttur við brottrekstur Maldinis með færslu á Twitter í fyrradag. — Rafael Leão (@RafaeLeao7) June 5, 2023 Ljóst er að ýmis félög munu horfa hýru auga til fjórmenninganna sem áttu risastóran þátt í að Milan varð ítalskur meistari í fyrra og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í vetur. Maignan og Leao hafa báðir verið orðaðir við Chelsea þótt það verði hægara sagt en gert að fá þann síðarnefnda, svo skömmu eftir að hann skrifaði undir nýjan samning við Milan. Á nýafstöðnu tímabili endaði Milan í 4. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Ítalski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Sjá meira
Maldini og íþróttastjóri Milan, Ricky Massara, voru reknir frá félaginu eftir hitafund með eigandanum Gerry Cardinale í fyrradag. Maldini er í guðatölu hjá Milan en hann lék með liðinu allan sinn feril, frá 1984 til 2009. Hann varð sjö sinnum ítalskur meistari með Milan og fimm sinnum Evrópumeistari. Ákvörðunin að reka Maldini hefur ekki mælst vel fyrir hjá nokkrum af mikilvægustu leikmönnum Milan. Meðal þeirra eru frönsku landsliðsmennirnir Theo Hernández og Mike Maignan, Sandro Tonali og Rafael Leao. Sá síðastnefndi er nýbúinn að skrifa undir langtíma samning við Milan. Hann gaf í skyn að hann væri ósáttur við brottrekstur Maldinis með færslu á Twitter í fyrradag. — Rafael Leão (@RafaeLeao7) June 5, 2023 Ljóst er að ýmis félög munu horfa hýru auga til fjórmenninganna sem áttu risastóran þátt í að Milan varð ítalskur meistari í fyrra og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í vetur. Maignan og Leao hafa báðir verið orðaðir við Chelsea þótt það verði hægara sagt en gert að fá þann síðarnefnda, svo skömmu eftir að hann skrifaði undir nýjan samning við Milan. Á nýafstöðnu tímabili endaði Milan í 4. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Ítalski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Sjá meira