Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Þar er greint frá að þyrlan hafi verið kölluð út á þriðja tímanum í nótt vegna bráðra veikinda um borð á togara sem staddur var út af Búðarhorni á Vestfjörðum. Skipverjinn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík.
Að auki kemur fram að síðdegis í gær hafi skipverji á öðrum togara sem staddur var á miðjum Faxaflóa verið hífður upp í þyrluna og fluttur á sjúkrahús vegna slyss um borð.
Þá var göngukona sem hrasaði og slasaðist á fæti á Breiðamerkurjökli í gærdag flutt með þyrlunni á Landspítalann.