Agla María um stóru baráttu kvöldsins: „Fleiri stórleikir í sumar“ Aron Guðmundsson skrifar 7. júní 2023 13:00 Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks Vísir/Vilhelm Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks í Bestu deild kvenna segir stíganda í liði Blika og að nú sé tækifæri til þess að bera sigur úr býtum gegn liði sem hafi verið þeim erfiðar undanfarin ár, Stjörnunni. Liðin mætast í sannkölluðum stórleik á Kópavogsvelli í kvöld. „Við erum allar mjög spenntar fyrir því að spila þennan leik. Það eru náttúrulega aðeins fleiri stórleikir í sumar heldur en hafa verið undanfarin ár,“ segir Agla María í samtali við Vísi. „Við erum bara mjög spenntar. Stjarnan hefur svona síðustu tvö árin verið með mjög gott lið og við höfum átt í erfiðleikum með þær en bara frábært að mæta þeim á Kópavogsvelli. Þarna mætast liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar en einnig liðið sem hefur skorað flest mörk deildarinnar (Breiðablik) og liðið sem hefur fengið á sig fæst mörk (Stjarnan). Við hvernig leik býst þú í kvöld? „Ætli þetta verði ekki, til að byrja með, svona aðeins lokaður leikur en við höfum farið vel yfir Stjörnuliðið og vonumst til þess að ná að opna þær. Stjarnan er búin að gera virkilega vel í sumar, þær hafa náð að loka rammanum en það er klárt mál að markmiðið er að vinna þær í kvöld.“ Agla sér fleiri og fleiri batamerki á leik Blika eftir því sem líður á tímabilið. „Mér finnst hafa verið stígandi í þessu hjá okkur. Við höfum verið að spila marga útileiki, farið á Selfoss, Sauðárkrók og Akureyri, og tekið erfiða leiki á útivelli. Ég vona bara að stígandinn haldi áfram hjá okkur.“ Það er blásið í herlúðra í Kópavogi og verður heljarinnar stuð í gangi í tengslum við leikinn og hefst fjörið við Kópavogsvöll klukkan 17:00. „Það er gaman að því að verið sé að búa til stemningu í kringum leikinn og vonandi að sem flestir skili sér á völlinn. Við höfum nú brennt okkur á því, sérstaklega undanfarin tvö ár, að klára ekki leiki sem við eigum að klára en klára svo leiki sem eru meira 50/50. Við auðvitað tökum bara einn leik í einu en auðvitað er gaman að sjá hvað það er verið að gera mikið úr þessum leiki. Það skiptir okkur svo miklu máli að það sé stemning á vellinum. Þetta vonandi kemur fótboltasumrinu af fullum krafti af stað því það hefur aðeins vantað á völlinn að mínu mati í sumar.“ Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Við hefjum upphitun klukkan 17:45 frá Kópavogsvelli þar sem sérfræðingar spá í spilin og svo hefst leikurinn sjálfur klukkan 18:00. Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
„Við erum allar mjög spenntar fyrir því að spila þennan leik. Það eru náttúrulega aðeins fleiri stórleikir í sumar heldur en hafa verið undanfarin ár,“ segir Agla María í samtali við Vísi. „Við erum bara mjög spenntar. Stjarnan hefur svona síðustu tvö árin verið með mjög gott lið og við höfum átt í erfiðleikum með þær en bara frábært að mæta þeim á Kópavogsvelli. Þarna mætast liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar en einnig liðið sem hefur skorað flest mörk deildarinnar (Breiðablik) og liðið sem hefur fengið á sig fæst mörk (Stjarnan). Við hvernig leik býst þú í kvöld? „Ætli þetta verði ekki, til að byrja með, svona aðeins lokaður leikur en við höfum farið vel yfir Stjörnuliðið og vonumst til þess að ná að opna þær. Stjarnan er búin að gera virkilega vel í sumar, þær hafa náð að loka rammanum en það er klárt mál að markmiðið er að vinna þær í kvöld.“ Agla sér fleiri og fleiri batamerki á leik Blika eftir því sem líður á tímabilið. „Mér finnst hafa verið stígandi í þessu hjá okkur. Við höfum verið að spila marga útileiki, farið á Selfoss, Sauðárkrók og Akureyri, og tekið erfiða leiki á útivelli. Ég vona bara að stígandinn haldi áfram hjá okkur.“ Það er blásið í herlúðra í Kópavogi og verður heljarinnar stuð í gangi í tengslum við leikinn og hefst fjörið við Kópavogsvöll klukkan 17:00. „Það er gaman að því að verið sé að búa til stemningu í kringum leikinn og vonandi að sem flestir skili sér á völlinn. Við höfum nú brennt okkur á því, sérstaklega undanfarin tvö ár, að klára ekki leiki sem við eigum að klára en klára svo leiki sem eru meira 50/50. Við auðvitað tökum bara einn leik í einu en auðvitað er gaman að sjá hvað það er verið að gera mikið úr þessum leiki. Það skiptir okkur svo miklu máli að það sé stemning á vellinum. Þetta vonandi kemur fótboltasumrinu af fullum krafti af stað því það hefur aðeins vantað á völlinn að mínu mati í sumar.“ Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Við hefjum upphitun klukkan 17:45 frá Kópavogsvelli þar sem sérfræðingar spá í spilin og svo hefst leikurinn sjálfur klukkan 18:00.
Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira