Íslenski boltinn

Helena efndi til keppni: „Þú sérð aldrei neitt út úr neinu“

Sindri Sverrisson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir slógu á létta strengi í lok þáttar eftir að hafa rýnt í leiki sjöundu umferðar Bestu deildarinnar.
Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir slógu á létta strengi í lok þáttar eftir að hafa rýnt í leiki sjöundu umferðar Bestu deildarinnar. Stöð 2 Sport

Það var mikið hlegið í nýjum lið í lok síðasta þáttar af Bestu mörkunum þegar Helena Ólafsdóttir efndi til keppni á milli þeirra Margrétar Láru Viðarsdóttur og Báru Kristbjargar Rúnarsdóttur.

Eftir að Margrét og Bára höfðu rýnt með Helenu í alla fimm leikina í síðustu umferð Bestu deildarinnar var komið að því að bregða á leik í lokin með myndagetraun.

Þær fengu að sjá myndir af frægum, íslenskum knattspyrnukonum og áttu að segja til um hver væri á hverri mynd. Vandamálið var að myndirnar voru mjög óskýrar. Keppnina má sjá hér að neðan.

Klippa: Bestu mörkin: Hver er konan?

„Bára þú sérð aldrei neitt út úr neinu,“ skaut Margrét á Báru en óhætt er að segja að þekkt keppnisskap hafi hlaupið í sérfræðingana. Margrét var þó einnig tilbúin með afsakanir:

„Ég er óheppin í spilum. Heppin í einhverju öðru,“ grínaðist Margrét sem er ólétt af sínu fjórða barni.

Sjón er sögu ríkari og líklega best að ljóstra engu upp um úrslitin en keppnina má sjá hér að ofan.


Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×