Pavel um Kristó: Hann ákvað að vera áfram í Val Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júní 2023 21:30 Pavel Ermolinskij sýndi tilfinningar á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij reyndi að ná Kristófer Acox yfir til Tindastóls en segir að hann hafi ákveðið að vera áfram í Val. Hann segist hafa mestan trúverðugleika sem þjálfari með því nálgast starfið eins og leikmaður. Pavel tók við liði Tindastóls á miðri leiktíð í Subway-deild karla. Hann náði mögnuðum árangri á sinni fyrstu tímabili sem aðalþjálfari og gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrsta sinn. Hann skrifaði á dögunum undir áframhaldandi samning við Stólana. „Þrátt fyrir að hafa verið í þessari stöðu áður að hafa fagnað titli þá einhvern veginn var þetta svo fjarlægt þegar ég kom þarna. Ég sogaðist inn í þeirra stemmningu að vera búinn að bíða eftir þessu lengi og ég upplifði það í gegnum fólkið. Allt frá leikmönnum upp í áhorfendur lengst upp í stúku,“ sagði Pavel í viðtali við Svövu Kristínu en viðtalið birtist í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Pavel hefur nálgast þjálfarastarfið á annan hátt en margir þekkja. Hann býst ekki við því að verða þessi klassíski þjálfari á næstu árum. „Ég get ekki búið til einhverja þjálfarapersónu, þú ert það sem þú ert. Ef þú ætlar að fara að leika eitthvað þá verður það skrýtið og allir taka eftir því, sérstaklega leikmennirnir sem eru að reyna að hlusta á þig.“ „Ekki núna, eftir 10-15 ár mögulega. Í dag er þetta að nálgast þetta sem leikmaður og ég set mig inn í leikinn þannig. Þannig hef ég mestan trúverðugleika gagnvart strákunum.“ „Gangi honum og þeim vel“ Pavel og Kristófer Acox eiga langa körfuboltasögu saman. Hafa þeir unnið ófáa titlana og þá aðallega í KR en þeir urðu einnig Íslandsmeistarar með Val á þarsíðustu leiktíð. Fyrsta verkefni Pavel eftir að hafa skrifað undir samning við Tindastól var að reyna að fá Kristófer norður. „Hann ákvað að vera áfram í Val, það er ekkert sem ég get sagt...,“ sagði Pavel áður en Svava greip orðið. Sagðir þú við hann, Kristó þú getur ekki unnið án mín „Nei, það gerði ég ekki og hann getur það. Hann getur það. Það var ekki söluræðan. Kristófer hefur á síðustu árum þróast mjög mikið sem leiðtogi. Það var fyrst og fremst það sem ég var að reyna að ná í ofan á það sem hann gerir vel sem við vitum alveg hvað er. „Fyrst og fremst fyrir mig þá er þetta náungi sem ég þekki og það var það sem ég var að reyna að ná í, það gekk ekki. Gangi honum og þeim vel.“ Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Sjá meira
Pavel tók við liði Tindastóls á miðri leiktíð í Subway-deild karla. Hann náði mögnuðum árangri á sinni fyrstu tímabili sem aðalþjálfari og gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrsta sinn. Hann skrifaði á dögunum undir áframhaldandi samning við Stólana. „Þrátt fyrir að hafa verið í þessari stöðu áður að hafa fagnað titli þá einhvern veginn var þetta svo fjarlægt þegar ég kom þarna. Ég sogaðist inn í þeirra stemmningu að vera búinn að bíða eftir þessu lengi og ég upplifði það í gegnum fólkið. Allt frá leikmönnum upp í áhorfendur lengst upp í stúku,“ sagði Pavel í viðtali við Svövu Kristínu en viðtalið birtist í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Pavel hefur nálgast þjálfarastarfið á annan hátt en margir þekkja. Hann býst ekki við því að verða þessi klassíski þjálfari á næstu árum. „Ég get ekki búið til einhverja þjálfarapersónu, þú ert það sem þú ert. Ef þú ætlar að fara að leika eitthvað þá verður það skrýtið og allir taka eftir því, sérstaklega leikmennirnir sem eru að reyna að hlusta á þig.“ „Ekki núna, eftir 10-15 ár mögulega. Í dag er þetta að nálgast þetta sem leikmaður og ég set mig inn í leikinn þannig. Þannig hef ég mestan trúverðugleika gagnvart strákunum.“ „Gangi honum og þeim vel“ Pavel og Kristófer Acox eiga langa körfuboltasögu saman. Hafa þeir unnið ófáa titlana og þá aðallega í KR en þeir urðu einnig Íslandsmeistarar með Val á þarsíðustu leiktíð. Fyrsta verkefni Pavel eftir að hafa skrifað undir samning við Tindastól var að reyna að fá Kristófer norður. „Hann ákvað að vera áfram í Val, það er ekkert sem ég get sagt...,“ sagði Pavel áður en Svava greip orðið. Sagðir þú við hann, Kristó þú getur ekki unnið án mín „Nei, það gerði ég ekki og hann getur það. Hann getur það. Það var ekki söluræðan. Kristófer hefur á síðustu árum þróast mjög mikið sem leiðtogi. Það var fyrst og fremst það sem ég var að reyna að ná í ofan á það sem hann gerir vel sem við vitum alveg hvað er. „Fyrst og fremst fyrir mig þá er þetta náungi sem ég þekki og það var það sem ég var að reyna að ná í, það gekk ekki. Gangi honum og þeim vel.“
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum