Pavel um Kristó: Hann ákvað að vera áfram í Val Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júní 2023 21:30 Pavel Ermolinskij sýndi tilfinningar á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij reyndi að ná Kristófer Acox yfir til Tindastóls en segir að hann hafi ákveðið að vera áfram í Val. Hann segist hafa mestan trúverðugleika sem þjálfari með því nálgast starfið eins og leikmaður. Pavel tók við liði Tindastóls á miðri leiktíð í Subway-deild karla. Hann náði mögnuðum árangri á sinni fyrstu tímabili sem aðalþjálfari og gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrsta sinn. Hann skrifaði á dögunum undir áframhaldandi samning við Stólana. „Þrátt fyrir að hafa verið í þessari stöðu áður að hafa fagnað titli þá einhvern veginn var þetta svo fjarlægt þegar ég kom þarna. Ég sogaðist inn í þeirra stemmningu að vera búinn að bíða eftir þessu lengi og ég upplifði það í gegnum fólkið. Allt frá leikmönnum upp í áhorfendur lengst upp í stúku,“ sagði Pavel í viðtali við Svövu Kristínu en viðtalið birtist í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Pavel hefur nálgast þjálfarastarfið á annan hátt en margir þekkja. Hann býst ekki við því að verða þessi klassíski þjálfari á næstu árum. „Ég get ekki búið til einhverja þjálfarapersónu, þú ert það sem þú ert. Ef þú ætlar að fara að leika eitthvað þá verður það skrýtið og allir taka eftir því, sérstaklega leikmennirnir sem eru að reyna að hlusta á þig.“ „Ekki núna, eftir 10-15 ár mögulega. Í dag er þetta að nálgast þetta sem leikmaður og ég set mig inn í leikinn þannig. Þannig hef ég mestan trúverðugleika gagnvart strákunum.“ „Gangi honum og þeim vel“ Pavel og Kristófer Acox eiga langa körfuboltasögu saman. Hafa þeir unnið ófáa titlana og þá aðallega í KR en þeir urðu einnig Íslandsmeistarar með Val á þarsíðustu leiktíð. Fyrsta verkefni Pavel eftir að hafa skrifað undir samning við Tindastól var að reyna að fá Kristófer norður. „Hann ákvað að vera áfram í Val, það er ekkert sem ég get sagt...,“ sagði Pavel áður en Svava greip orðið. Sagðir þú við hann, Kristó þú getur ekki unnið án mín „Nei, það gerði ég ekki og hann getur það. Hann getur það. Það var ekki söluræðan. Kristófer hefur á síðustu árum þróast mjög mikið sem leiðtogi. Það var fyrst og fremst það sem ég var að reyna að ná í ofan á það sem hann gerir vel sem við vitum alveg hvað er. „Fyrst og fremst fyrir mig þá er þetta náungi sem ég þekki og það var það sem ég var að reyna að ná í, það gekk ekki. Gangi honum og þeim vel.“ Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Pavel tók við liði Tindastóls á miðri leiktíð í Subway-deild karla. Hann náði mögnuðum árangri á sinni fyrstu tímabili sem aðalþjálfari og gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrsta sinn. Hann skrifaði á dögunum undir áframhaldandi samning við Stólana. „Þrátt fyrir að hafa verið í þessari stöðu áður að hafa fagnað titli þá einhvern veginn var þetta svo fjarlægt þegar ég kom þarna. Ég sogaðist inn í þeirra stemmningu að vera búinn að bíða eftir þessu lengi og ég upplifði það í gegnum fólkið. Allt frá leikmönnum upp í áhorfendur lengst upp í stúku,“ sagði Pavel í viðtali við Svövu Kristínu en viðtalið birtist í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Pavel hefur nálgast þjálfarastarfið á annan hátt en margir þekkja. Hann býst ekki við því að verða þessi klassíski þjálfari á næstu árum. „Ég get ekki búið til einhverja þjálfarapersónu, þú ert það sem þú ert. Ef þú ætlar að fara að leika eitthvað þá verður það skrýtið og allir taka eftir því, sérstaklega leikmennirnir sem eru að reyna að hlusta á þig.“ „Ekki núna, eftir 10-15 ár mögulega. Í dag er þetta að nálgast þetta sem leikmaður og ég set mig inn í leikinn þannig. Þannig hef ég mestan trúverðugleika gagnvart strákunum.“ „Gangi honum og þeim vel“ Pavel og Kristófer Acox eiga langa körfuboltasögu saman. Hafa þeir unnið ófáa titlana og þá aðallega í KR en þeir urðu einnig Íslandsmeistarar með Val á þarsíðustu leiktíð. Fyrsta verkefni Pavel eftir að hafa skrifað undir samning við Tindastól var að reyna að fá Kristófer norður. „Hann ákvað að vera áfram í Val, það er ekkert sem ég get sagt...,“ sagði Pavel áður en Svava greip orðið. Sagðir þú við hann, Kristó þú getur ekki unnið án mín „Nei, það gerði ég ekki og hann getur það. Hann getur það. Það var ekki söluræðan. Kristófer hefur á síðustu árum þróast mjög mikið sem leiðtogi. Það var fyrst og fremst það sem ég var að reyna að ná í ofan á það sem hann gerir vel sem við vitum alveg hvað er. „Fyrst og fremst fyrir mig þá er þetta náungi sem ég þekki og það var það sem ég var að reyna að ná í, það gekk ekki. Gangi honum og þeim vel.“
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira