Útgefandi Lindemann lætur hann róa og fleiri ásakanir birtast Kristinn Haukur Guðnason skrifar 8. júní 2023 22:17 Till Lindemann hefur misst útgáfusamning sinn við bókaútgáfuna KiWi vegna metoo mála. Getty Fleiri Metoo sögur um Till Lindemann, söngvara þungarokkssveitarinnar Rammstein hafa birst eftir að kona sakaði hann um byrlun í Litháen í síðasta mánuði. Bókaútgefandi hefur sagt upp samningi við Lindemann. Bókaútgefandinn Kiepenheuer & Witsch, eða KiWi, sem gaf út ljóðabækur eftir Till Lindemann í áraraðir hefur slitið samningi við listamanninn. Ástæðan eru þær sögur um byrlun og tælingu sem birst hafa um hann undanfarið, meðal annars á tónleikum og í partíum Rammstein. „Frá okkar sjónarhóli hefur Till Lindemann farið yfir leyfileg mörk í samskiptum sínum við konur. Þess vegna höfum við ákveðið að slíta samstundis samstarfi okkar við Till Lindemann, þar sem samband okkar hefur rofnað með óafturkræfum hætti,“ segir í yfirlýsingu KiWi sem birtist á vef þýska ríkissjónvarpsins Deutsche Welle. Þá segir að útgáfunni hafi borist upplýsingar um „klámmyndband“ með Lindemann þar sem hann vegsami ofbeldi gegn konum og þar sem sést í bókina In Still Night sem KiWi gaf út. Útgáfan hafi ekki gefið neitt leyfi fyrir slíkri notkun á bókinni. Gróft kynferðislegt efni hefur í nokkur skipti sést í myndböndum hljómsveita Lindemann. Svo sem við Rammstein lagið Pussy og NSFW Lindemann lögin Fish On, Knebel og Platz Eins. Fékk tekíla hjá Lindemann Eins og Vísir greindi frá fyrir rúmri viku síðan steig írsk kona að nafni Shelby Lynn fram og lýsti byrlun á tónleikum Rammstein í Litháen. Hafi Lindemann skenkt henni og fleiri stúlkum, sem voru sérvaldar til að koma í eftirpartí, tekíla og eftir það hafi hún orðið mjög rugluð í höfðinu. Var hún teymd að litlu svæði undir sviðinu á miðjum tónleikum þar sem Lindemann á að hafa komið og heimtað kynlíf. Þegar það gekk ekki eftir fór hann burt en hún kastaði upp í heilan sólarhring og vaknaði með marbletti. Tugir stíga fram Í kjölfarið af sögu Lynn hafa tugir kvenna stigið fram og lýst kerfisbundinni tælingu af hálfu Lindemann og starfsliðs hans. Hefur meðal annars verið greint frá þessu í dagblaðinu Suddeutsche Zeitung. Lýsa þær hvernig þær voru valdar fyrir tónleika og beðnar um að senda af sér ljósmyndir. Sumar voru ljósmyndaðar á tónleikunum sjálfum af starfsliði Rammstein. Voru þær svo beðnar um að klæðast á ákveðinn hátt og sitja í sérstakri röð á milli áhorfenda og sviðsins á tónleikunum. En Lynn hafði einmitt lýst nákvæmlega því sama í sinni sögu sem hún birti á Reddit síðu hljómsveitarinnar. Einni konu var beinlínis sagt að hún fengi aðeins að koma í eftirpartí með sveitinni ef hún myndi stunda kynlíf með Lindemann. Öryggi fyrir framan og aftan svið Í yfirlýsingu hafnaði hljómsveitin Rammstein sögu Lynn eftir að hún birtist og sagði að þetta gæti ekki passað við „þeirra umhverfi.“ Það sama hefur nú verið gert eftir að hinar sögurnar birtust. Rammstein birtu yfirlýsinguna á samfélagsmiðlum. Þar segja þeir mikilvægt að aðdáendur séu öruggi á tónleikum sveitarinnar. „Umfjöllun síðustu daga hefur valdið titringi og vakið upp spurningar hjá almenningi og sér í lagi aðdáendum okkar. Ásakanirnar hafa slegið okkur og við tökum þær alvarlega,“ segir í yfirlýsingunni. „Til okkar aðdáenda viljum við segja: Það er okkur mikilvægt að ykkur líði vel og teljið ykkur vera örugg á tónleikum hjá okkur, bæði fyrir framan og aftan sviðið. Við fordæmum allt ofbeldi og biðjum ykkur að sýna þeim sem hafa komið fram með ásakanirnar fulla virðingu. Þau hafa rétt á að segja frá sinni hlið. En við, hljómsveitin, höfum líka rétt til að vera ekki dæmd fyrir fram.“ Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Bókaútgefandinn Kiepenheuer & Witsch, eða KiWi, sem gaf út ljóðabækur eftir Till Lindemann í áraraðir hefur slitið samningi við listamanninn. Ástæðan eru þær sögur um byrlun og tælingu sem birst hafa um hann undanfarið, meðal annars á tónleikum og í partíum Rammstein. „Frá okkar sjónarhóli hefur Till Lindemann farið yfir leyfileg mörk í samskiptum sínum við konur. Þess vegna höfum við ákveðið að slíta samstundis samstarfi okkar við Till Lindemann, þar sem samband okkar hefur rofnað með óafturkræfum hætti,“ segir í yfirlýsingu KiWi sem birtist á vef þýska ríkissjónvarpsins Deutsche Welle. Þá segir að útgáfunni hafi borist upplýsingar um „klámmyndband“ með Lindemann þar sem hann vegsami ofbeldi gegn konum og þar sem sést í bókina In Still Night sem KiWi gaf út. Útgáfan hafi ekki gefið neitt leyfi fyrir slíkri notkun á bókinni. Gróft kynferðislegt efni hefur í nokkur skipti sést í myndböndum hljómsveita Lindemann. Svo sem við Rammstein lagið Pussy og NSFW Lindemann lögin Fish On, Knebel og Platz Eins. Fékk tekíla hjá Lindemann Eins og Vísir greindi frá fyrir rúmri viku síðan steig írsk kona að nafni Shelby Lynn fram og lýsti byrlun á tónleikum Rammstein í Litháen. Hafi Lindemann skenkt henni og fleiri stúlkum, sem voru sérvaldar til að koma í eftirpartí, tekíla og eftir það hafi hún orðið mjög rugluð í höfðinu. Var hún teymd að litlu svæði undir sviðinu á miðjum tónleikum þar sem Lindemann á að hafa komið og heimtað kynlíf. Þegar það gekk ekki eftir fór hann burt en hún kastaði upp í heilan sólarhring og vaknaði með marbletti. Tugir stíga fram Í kjölfarið af sögu Lynn hafa tugir kvenna stigið fram og lýst kerfisbundinni tælingu af hálfu Lindemann og starfsliðs hans. Hefur meðal annars verið greint frá þessu í dagblaðinu Suddeutsche Zeitung. Lýsa þær hvernig þær voru valdar fyrir tónleika og beðnar um að senda af sér ljósmyndir. Sumar voru ljósmyndaðar á tónleikunum sjálfum af starfsliði Rammstein. Voru þær svo beðnar um að klæðast á ákveðinn hátt og sitja í sérstakri röð á milli áhorfenda og sviðsins á tónleikunum. En Lynn hafði einmitt lýst nákvæmlega því sama í sinni sögu sem hún birti á Reddit síðu hljómsveitarinnar. Einni konu var beinlínis sagt að hún fengi aðeins að koma í eftirpartí með sveitinni ef hún myndi stunda kynlíf með Lindemann. Öryggi fyrir framan og aftan svið Í yfirlýsingu hafnaði hljómsveitin Rammstein sögu Lynn eftir að hún birtist og sagði að þetta gæti ekki passað við „þeirra umhverfi.“ Það sama hefur nú verið gert eftir að hinar sögurnar birtust. Rammstein birtu yfirlýsinguna á samfélagsmiðlum. Þar segja þeir mikilvægt að aðdáendur séu öruggi á tónleikum sveitarinnar. „Umfjöllun síðustu daga hefur valdið titringi og vakið upp spurningar hjá almenningi og sér í lagi aðdáendum okkar. Ásakanirnar hafa slegið okkur og við tökum þær alvarlega,“ segir í yfirlýsingunni. „Til okkar aðdáenda viljum við segja: Það er okkur mikilvægt að ykkur líði vel og teljið ykkur vera örugg á tónleikum hjá okkur, bæði fyrir framan og aftan sviðið. Við fordæmum allt ofbeldi og biðjum ykkur að sýna þeim sem hafa komið fram með ásakanirnar fulla virðingu. Þau hafa rétt á að segja frá sinni hlið. En við, hljómsveitin, höfum líka rétt til að vera ekki dæmd fyrir fram.“
Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira