„Mikill heiður að vera treyst fyrir svona stóru verkefni“ Íris Hauksdóttir skrifar 9. júní 2023 11:35 Vera Design og Kraftur styrktarfélag krabbameinssjúkra tóku höndum saman með nýrri skartgripalínu. Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra tók nýverið höndum saman við skartgripalínuna Vera Design. Í kjölfarið hannaði Vera Design nýja fallega skartgripalínu fyrir Kraft og mun allur ágóði renna til félagsins. Tíu ár eru síðan Íris Björk Tanja Jónsdóttir eigandi Vera Design stofnaði fyrirtækið sem hefur dafnað vel síðan þá. Það var svo í byrjun þessa árs sem Írisi barst tölvupóstur frá Krafts konum varðandi samstarf. „Æðruleysisbænin, hringurinn, er með fyrstu gripunum sem Vera Design kom með á markað, hafði vakið athygli þeirra. Þess vegna leituðu þær til okkar með hönnun á nýrri línu fyrir Kraft. Það er mikill heiður að vera treyst fyrir svona stóru verkefni,“ segir Íris og heldur áfram. „Þetta er mikilvægt á svo margan hátt. Gefa allan ágóða sölunnar Vera Design hannar skartgripi sem eru tímalausir og hafa merkingu. Það er boðskapur í allri hönunninni, og þannig passar það mjög vel inn í heim Vera Design að vera með línu með svo mikilvægum skilaboðum „LÍFIÐ ER NÚNA“ sem á við alla alltaf. Svo ekki sé talað um að fá að taka þátt í að styrkja þessi mikilvægu samtök sem styðja við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.“ Einstakur skartgripur með kraftmiklum boðskap Þar sem um góðgerðarmálefni er að ræða segir Íris að aldrei hafi komið annað til greina en að gefa allan ágóða sölunnar. „Ég sé þetta sem fallegt verkefni ætlað til þess að styðja við einstaklinga sem herja erfiða baráttu við sjúkdóm sem tekur gríðarlega á alla sem standa nálægt.“ Íris Björk Tanja stofandi og eigandi Vera Design ásamt Ingu Dóru sem gekk til liðs við fyrirtækið á síðasta ári. Hún hefur víðtæka reynslu úr skartgripageiranum.aðsend Línuna hannaði Íris með það í hug að um tímalaust skart væri að ræða. „Að mínu mati er mikilvægast að boðskapurinn fái að njóta sín og að hægt sé að nota skartið á nokkra vegu. Það hefur verið áhersla hjá Vera Design frá upphafi. Henta við öll tækifæri Það eru þrjár útgáfur af armböndum og hálsmenin koma með tveimur hálsfestum, silfur og leðuról sem hægt er að nota á nokkra vegu. Öll línan er úr 925 sterling silfri og kemur bæði rhodiun húðuð og með 18k gull húð. Útkoman er algjörlega geggjuð og við erum mjög stoltar af þessari vörulínu. Skartið hentar fyrir alla og skilaboðin komast áleiðis, bæði fyrir þann sem ber skartið sem og hina sem berja það augum.“ Vera Design er með tæplega þrjátíu útsölustaði um land allt og tekur Íris það fram að algjört gagnsæi sé á sölu og ágóða verkefnis. „Það skiptir okkur miklu máli að það sé engin milliliður í innheimtu á sölu línunnar,“ segir Íris að lokum. Áhugasamir geta kynnt sér skartgripalínuna hér. Tíska og hönnun Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Tíu ár eru síðan Íris Björk Tanja Jónsdóttir eigandi Vera Design stofnaði fyrirtækið sem hefur dafnað vel síðan þá. Það var svo í byrjun þessa árs sem Írisi barst tölvupóstur frá Krafts konum varðandi samstarf. „Æðruleysisbænin, hringurinn, er með fyrstu gripunum sem Vera Design kom með á markað, hafði vakið athygli þeirra. Þess vegna leituðu þær til okkar með hönnun á nýrri línu fyrir Kraft. Það er mikill heiður að vera treyst fyrir svona stóru verkefni,“ segir Íris og heldur áfram. „Þetta er mikilvægt á svo margan hátt. Gefa allan ágóða sölunnar Vera Design hannar skartgripi sem eru tímalausir og hafa merkingu. Það er boðskapur í allri hönunninni, og þannig passar það mjög vel inn í heim Vera Design að vera með línu með svo mikilvægum skilaboðum „LÍFIÐ ER NÚNA“ sem á við alla alltaf. Svo ekki sé talað um að fá að taka þátt í að styrkja þessi mikilvægu samtök sem styðja við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.“ Einstakur skartgripur með kraftmiklum boðskap Þar sem um góðgerðarmálefni er að ræða segir Íris að aldrei hafi komið annað til greina en að gefa allan ágóða sölunnar. „Ég sé þetta sem fallegt verkefni ætlað til þess að styðja við einstaklinga sem herja erfiða baráttu við sjúkdóm sem tekur gríðarlega á alla sem standa nálægt.“ Íris Björk Tanja stofandi og eigandi Vera Design ásamt Ingu Dóru sem gekk til liðs við fyrirtækið á síðasta ári. Hún hefur víðtæka reynslu úr skartgripageiranum.aðsend Línuna hannaði Íris með það í hug að um tímalaust skart væri að ræða. „Að mínu mati er mikilvægast að boðskapurinn fái að njóta sín og að hægt sé að nota skartið á nokkra vegu. Það hefur verið áhersla hjá Vera Design frá upphafi. Henta við öll tækifæri Það eru þrjár útgáfur af armböndum og hálsmenin koma með tveimur hálsfestum, silfur og leðuról sem hægt er að nota á nokkra vegu. Öll línan er úr 925 sterling silfri og kemur bæði rhodiun húðuð og með 18k gull húð. Útkoman er algjörlega geggjuð og við erum mjög stoltar af þessari vörulínu. Skartið hentar fyrir alla og skilaboðin komast áleiðis, bæði fyrir þann sem ber skartið sem og hina sem berja það augum.“ Vera Design er með tæplega þrjátíu útsölustaði um land allt og tekur Íris það fram að algjört gagnsæi sé á sölu og ágóða verkefnis. „Það skiptir okkur miklu máli að það sé engin milliliður í innheimtu á sölu línunnar,“ segir Íris að lokum. Áhugasamir geta kynnt sér skartgripalínuna hér.
Tíska og hönnun Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira