„Mikill heiður að vera treyst fyrir svona stóru verkefni“ Íris Hauksdóttir skrifar 9. júní 2023 11:35 Vera Design og Kraftur styrktarfélag krabbameinssjúkra tóku höndum saman með nýrri skartgripalínu. Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra tók nýverið höndum saman við skartgripalínuna Vera Design. Í kjölfarið hannaði Vera Design nýja fallega skartgripalínu fyrir Kraft og mun allur ágóði renna til félagsins. Tíu ár eru síðan Íris Björk Tanja Jónsdóttir eigandi Vera Design stofnaði fyrirtækið sem hefur dafnað vel síðan þá. Það var svo í byrjun þessa árs sem Írisi barst tölvupóstur frá Krafts konum varðandi samstarf. „Æðruleysisbænin, hringurinn, er með fyrstu gripunum sem Vera Design kom með á markað, hafði vakið athygli þeirra. Þess vegna leituðu þær til okkar með hönnun á nýrri línu fyrir Kraft. Það er mikill heiður að vera treyst fyrir svona stóru verkefni,“ segir Íris og heldur áfram. „Þetta er mikilvægt á svo margan hátt. Gefa allan ágóða sölunnar Vera Design hannar skartgripi sem eru tímalausir og hafa merkingu. Það er boðskapur í allri hönunninni, og þannig passar það mjög vel inn í heim Vera Design að vera með línu með svo mikilvægum skilaboðum „LÍFIÐ ER NÚNA“ sem á við alla alltaf. Svo ekki sé talað um að fá að taka þátt í að styrkja þessi mikilvægu samtök sem styðja við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.“ Einstakur skartgripur með kraftmiklum boðskap Þar sem um góðgerðarmálefni er að ræða segir Íris að aldrei hafi komið annað til greina en að gefa allan ágóða sölunnar. „Ég sé þetta sem fallegt verkefni ætlað til þess að styðja við einstaklinga sem herja erfiða baráttu við sjúkdóm sem tekur gríðarlega á alla sem standa nálægt.“ Íris Björk Tanja stofandi og eigandi Vera Design ásamt Ingu Dóru sem gekk til liðs við fyrirtækið á síðasta ári. Hún hefur víðtæka reynslu úr skartgripageiranum.aðsend Línuna hannaði Íris með það í hug að um tímalaust skart væri að ræða. „Að mínu mati er mikilvægast að boðskapurinn fái að njóta sín og að hægt sé að nota skartið á nokkra vegu. Það hefur verið áhersla hjá Vera Design frá upphafi. Henta við öll tækifæri Það eru þrjár útgáfur af armböndum og hálsmenin koma með tveimur hálsfestum, silfur og leðuról sem hægt er að nota á nokkra vegu. Öll línan er úr 925 sterling silfri og kemur bæði rhodiun húðuð og með 18k gull húð. Útkoman er algjörlega geggjuð og við erum mjög stoltar af þessari vörulínu. Skartið hentar fyrir alla og skilaboðin komast áleiðis, bæði fyrir þann sem ber skartið sem og hina sem berja það augum.“ Vera Design er með tæplega þrjátíu útsölustaði um land allt og tekur Íris það fram að algjört gagnsæi sé á sölu og ágóða verkefnis. „Það skiptir okkur miklu máli að það sé engin milliliður í innheimtu á sölu línunnar,“ segir Íris að lokum. Áhugasamir geta kynnt sér skartgripalínuna hér. Tíska og hönnun Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Tíu ár eru síðan Íris Björk Tanja Jónsdóttir eigandi Vera Design stofnaði fyrirtækið sem hefur dafnað vel síðan þá. Það var svo í byrjun þessa árs sem Írisi barst tölvupóstur frá Krafts konum varðandi samstarf. „Æðruleysisbænin, hringurinn, er með fyrstu gripunum sem Vera Design kom með á markað, hafði vakið athygli þeirra. Þess vegna leituðu þær til okkar með hönnun á nýrri línu fyrir Kraft. Það er mikill heiður að vera treyst fyrir svona stóru verkefni,“ segir Íris og heldur áfram. „Þetta er mikilvægt á svo margan hátt. Gefa allan ágóða sölunnar Vera Design hannar skartgripi sem eru tímalausir og hafa merkingu. Það er boðskapur í allri hönunninni, og þannig passar það mjög vel inn í heim Vera Design að vera með línu með svo mikilvægum skilaboðum „LÍFIÐ ER NÚNA“ sem á við alla alltaf. Svo ekki sé talað um að fá að taka þátt í að styrkja þessi mikilvægu samtök sem styðja við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.“ Einstakur skartgripur með kraftmiklum boðskap Þar sem um góðgerðarmálefni er að ræða segir Íris að aldrei hafi komið annað til greina en að gefa allan ágóða sölunnar. „Ég sé þetta sem fallegt verkefni ætlað til þess að styðja við einstaklinga sem herja erfiða baráttu við sjúkdóm sem tekur gríðarlega á alla sem standa nálægt.“ Íris Björk Tanja stofandi og eigandi Vera Design ásamt Ingu Dóru sem gekk til liðs við fyrirtækið á síðasta ári. Hún hefur víðtæka reynslu úr skartgripageiranum.aðsend Línuna hannaði Íris með það í hug að um tímalaust skart væri að ræða. „Að mínu mati er mikilvægast að boðskapurinn fái að njóta sín og að hægt sé að nota skartið á nokkra vegu. Það hefur verið áhersla hjá Vera Design frá upphafi. Henta við öll tækifæri Það eru þrjár útgáfur af armböndum og hálsmenin koma með tveimur hálsfestum, silfur og leðuról sem hægt er að nota á nokkra vegu. Öll línan er úr 925 sterling silfri og kemur bæði rhodiun húðuð og með 18k gull húð. Útkoman er algjörlega geggjuð og við erum mjög stoltar af þessari vörulínu. Skartið hentar fyrir alla og skilaboðin komast áleiðis, bæði fyrir þann sem ber skartið sem og hina sem berja það augum.“ Vera Design er með tæplega þrjátíu útsölustaði um land allt og tekur Íris það fram að algjört gagnsæi sé á sölu og ágóða verkefnis. „Það skiptir okkur miklu máli að það sé engin milliliður í innheimtu á sölu línunnar,“ segir Íris að lokum. Áhugasamir geta kynnt sér skartgripalínuna hér.
Tíska og hönnun Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira