Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júní 2023 14:02 Manchester City tryggði sér enska bikarmeistaratitilinn síðastliðinn laugardag og freistar þess nú að klára þrennuna gegn Inter í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á morgun. James Williamson - AMA/Getty Images Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Manchester City tryggði sér enska bikarmeistaratitilinn síðastliðinn laugardag með 2-1 sigri gegn Manchester United á Wembley, aðeins tveimur vikum eftir að Englandsmeistaratitillinn var í höfn. Liðið er því aðeins einum sigri frá því að fullkomna stóru þrennuna, að vinna Englandsmeistaratitilinn, enska bikarinn og Meistaradeild Evrópu. Aðeins einu liði í sögunni hefur tekist það, en það voru einmitt nágrannar þeirra í Manchester United sem gerðu það tímabilið 1998-99. Pressan er því mikil á bláa Manchester-liðinu á morgun þegar liðið mætir Inter í Istanbul. Pressan muni hafa mikið að segja Eins og áður segir hefur Paul Merson, sparkspekingur hjá Sky Sports, trú á því að Inter verði mun erfiðari andstæðingur fyrir City en Manchester United var. Hann segir að pressan spili þar stórt hlutverk. „Leikmenn City munu finna fyrir pressunni í úrslitaleiknum. Þeir mættu Chelsea í úrslitum fyrir tveimur árum og fólk bjóst við því að þeir myndu vinna það. Við getum líka skoðað undanúrslitaleiki þar sem fólk bjóst við því að þeir myndu vinna, en gerðu það ekki. Þetta er stór leikur og auðvitað verða þeir stressaðir,“ segir Merson í pistli á Sky Sports. „Þeir munu ekki oft komast í þessa stöðu aftur, sama hversu góðir þeir eru. Deildin sér um sína þar sem eru 38 leikir og þú færð smá slaka, en það þarf ekki nema eitt víti eins og þeir fengu á sig í leiknum á móti United og þá er þetta allt í einu orðinn leikur.“ Inter hafi framherjana sem United skorti Þá segir Merson að stór ástæða þess að leikurinn gegn Inter verði erfiðari en gegn United sé sú að ítalska liðið hafi framherjana sem United vanti. „Ég hef alltaf talið að þetta verði erfiðari leikur en gegn United. Inter er með alvöru framherja sem geta skaðað þig í Lautaro Martinez og Romelu Lukaku. Ég sé það ekki í þessum fremstu þrem hjá United, nema í Marcus Rashford. Það er þeirra vandamál. Þetta verður erfiður leikur og þeir verða stressaðir.“ „Ef bæði lið spila eins vel og þau geta þá vinnur Manchester City. En þeir eru mennskir og við höfum séð leiki þar sem þeir eru ekki á deginum sínum. Ekki oft, en það hefur komið fyrir,“ sagði Merson. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Sjá meira
Manchester City tryggði sér enska bikarmeistaratitilinn síðastliðinn laugardag með 2-1 sigri gegn Manchester United á Wembley, aðeins tveimur vikum eftir að Englandsmeistaratitillinn var í höfn. Liðið er því aðeins einum sigri frá því að fullkomna stóru þrennuna, að vinna Englandsmeistaratitilinn, enska bikarinn og Meistaradeild Evrópu. Aðeins einu liði í sögunni hefur tekist það, en það voru einmitt nágrannar þeirra í Manchester United sem gerðu það tímabilið 1998-99. Pressan er því mikil á bláa Manchester-liðinu á morgun þegar liðið mætir Inter í Istanbul. Pressan muni hafa mikið að segja Eins og áður segir hefur Paul Merson, sparkspekingur hjá Sky Sports, trú á því að Inter verði mun erfiðari andstæðingur fyrir City en Manchester United var. Hann segir að pressan spili þar stórt hlutverk. „Leikmenn City munu finna fyrir pressunni í úrslitaleiknum. Þeir mættu Chelsea í úrslitum fyrir tveimur árum og fólk bjóst við því að þeir myndu vinna það. Við getum líka skoðað undanúrslitaleiki þar sem fólk bjóst við því að þeir myndu vinna, en gerðu það ekki. Þetta er stór leikur og auðvitað verða þeir stressaðir,“ segir Merson í pistli á Sky Sports. „Þeir munu ekki oft komast í þessa stöðu aftur, sama hversu góðir þeir eru. Deildin sér um sína þar sem eru 38 leikir og þú færð smá slaka, en það þarf ekki nema eitt víti eins og þeir fengu á sig í leiknum á móti United og þá er þetta allt í einu orðinn leikur.“ Inter hafi framherjana sem United skorti Þá segir Merson að stór ástæða þess að leikurinn gegn Inter verði erfiðari en gegn United sé sú að ítalska liðið hafi framherjana sem United vanti. „Ég hef alltaf talið að þetta verði erfiðari leikur en gegn United. Inter er með alvöru framherja sem geta skaðað þig í Lautaro Martinez og Romelu Lukaku. Ég sé það ekki í þessum fremstu þrem hjá United, nema í Marcus Rashford. Það er þeirra vandamál. Þetta verður erfiður leikur og þeir verða stressaðir.“ „Ef bæði lið spila eins vel og þau geta þá vinnur Manchester City. En þeir eru mennskir og við höfum séð leiki þar sem þeir eru ekki á deginum sínum. Ekki oft, en það hefur komið fyrir,“ sagði Merson. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Sjá meira