Vilja að BSRB hætti birtingu „ólögmætra áróðursauglýsinga“ strax í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júní 2023 11:43 Hér má sjá auglýsingu þar sem Seltjarnarnesbær virðist óska eftir meðvirkum starfskrafti sem sætti sig við ýmislegt. Auglýsingin er þó runnin undan rifjum BSRB, ekki Seltjarnarnesbæjar. BSRB Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skorað á BSRB að láta af því sem sambandið kallar „ólögmætar áróðursauglýsingar“ fyrir klukkan fjögur í dag. Auglýsingarnar sem um ræðir eru birtar undir nafni sveitarfélaga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélega. Þar kemur fram að undanfarnar vikur hafi BSRB og bæjarstarfsmannafélög innan bandalagsins staðið fyrir „ólögmætri áróðursauglýsingaherferð sem birt er víða um land vegna verkfalla bæjarstarfsmannafélaga.“ „Auglýsingarnar eru birtar undir nafni sveitarfélaga án heimildar frá stjórnum þeirra. Í þeim er farið með rangt mál og sveitarfélögum gerður upp ásetningur og athafnir sem með engu móti samrýmast stefnu þeirra í mannauðs- og launamálum,“ segir í tilkynningunni. Óska eftir meðvirkum starfskröftum Um er að ræða auglýsingar sem settar eru fram í nafni þeirra sveitarfélaga sem BSRB stendur nú í kjaraviðræðum við. Þær hafa meðal annars birst á stjórum auglýsingaskjám víðs vegar um landið, en þar er látið sýnast sem sveitarfélögin óski eftir meðvirkum eða nægjusömum starfskröftum sem sætti sig við að sumir fái launahækkanir, en aðrir ekki. Krafa BSRB er einmitt sú að félagsmenn sínir fái sömu laun og félagsmenn annarra stéttarfélaga sem vinna sömu störf. Í síðasta mánuði lýsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, mikilli óánægju með auglýsingarnar. Sagðist hann telja að auglýsingarnar væru ólöglegar, líkt og Samband íslenskra sveitarfélaga heldur fram nú. Í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að sambandið hafi margoft rætt við stjórn BSRB um að láta af birtingu og dreifingu auglýsinganna. „Einnig að allar opinberar birtingar í hvaða formi sem er verði þegar fjarlægðar og þeim hætt. Við því hefur ekki verið brugðist. Samband íslenskra sveitarfélaga skorar á BSRB að taka auglýsingarnar úr birtingu fyrir kl. 16:00 í dag.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Stéttarfélög Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélega. Þar kemur fram að undanfarnar vikur hafi BSRB og bæjarstarfsmannafélög innan bandalagsins staðið fyrir „ólögmætri áróðursauglýsingaherferð sem birt er víða um land vegna verkfalla bæjarstarfsmannafélaga.“ „Auglýsingarnar eru birtar undir nafni sveitarfélaga án heimildar frá stjórnum þeirra. Í þeim er farið með rangt mál og sveitarfélögum gerður upp ásetningur og athafnir sem með engu móti samrýmast stefnu þeirra í mannauðs- og launamálum,“ segir í tilkynningunni. Óska eftir meðvirkum starfskröftum Um er að ræða auglýsingar sem settar eru fram í nafni þeirra sveitarfélaga sem BSRB stendur nú í kjaraviðræðum við. Þær hafa meðal annars birst á stjórum auglýsingaskjám víðs vegar um landið, en þar er látið sýnast sem sveitarfélögin óski eftir meðvirkum eða nægjusömum starfskröftum sem sætti sig við að sumir fái launahækkanir, en aðrir ekki. Krafa BSRB er einmitt sú að félagsmenn sínir fái sömu laun og félagsmenn annarra stéttarfélaga sem vinna sömu störf. Í síðasta mánuði lýsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, mikilli óánægju með auglýsingarnar. Sagðist hann telja að auglýsingarnar væru ólöglegar, líkt og Samband íslenskra sveitarfélaga heldur fram nú. Í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að sambandið hafi margoft rætt við stjórn BSRB um að láta af birtingu og dreifingu auglýsinganna. „Einnig að allar opinberar birtingar í hvaða formi sem er verði þegar fjarlægðar og þeim hætt. Við því hefur ekki verið brugðist. Samband íslenskra sveitarfélaga skorar á BSRB að taka auglýsingarnar úr birtingu fyrir kl. 16:00 í dag.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Stéttarfélög Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira