„Þetta eru hálfgerðar hamfarir“ Jón Már Ferro skrifar 9. júní 2023 19:30 Svona var ástandið á Keili í mars. Facebook/Keilir Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu komu mjög illa undan vetri og opna þurfti seinna en vanalega. Framkvæmdarstjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, Ólafur Þór Ágústsson, segir að tæp tuttugu ár séu síðan ástandið hafi verið jafn slæmt á golfvöllum. „Ég vona að þetta verði ekki árlegt,“ segir Ólafur. Í venjulegu árferði opna golfvellir á Íslandi í byrjun maí. Erfiður vetur gerði það hinsvegar ómögulegt. „Við erum að opna þremur vikum seinna heldur en vanalega. Því fylgir aukið álag á rástímakerfið hjá okkur vegna þess að fólk vill einfaldlega komast í golf,“ segir Ólafur. Hann er grasvallarsérfræðingur og var vallarstjóri Keilis í sautján ár áður en hann varð framkvæmdarstjóri fyrir tíu árum. „Ég sló vallarmetið á Hvaleyrarvelli fyrir um tuttugu árum. Þá var ekki stingandi strá á neinni flöt. Ég fór til dæmis holu í höggi á fjórðu holu og þá var slegið af mottu. Vegna þess að teigarnir voru handónýtir. Þetta hefur allt gerst áður. Þetta er ekkert einsdæmi. Framfarirnar á viðhaldi á golfvöllum á Íslandi hafa verið rosalegar undanfarin ár. Að meðaltali erum við að koma miklu betur út. Vegna þess að það er meiri þekking,“ segir Ólafur. Hann segir að sú grastegund sem er algengust bæði hér á landi og erlendis hafi nánast þurrkast út. Þetta sé það sem gerðist á fólboltavöllum hér á landi og hafi gert golfvöllum einnig erfitt fyrir. „Þetta eru hálfgerðar hamfarir. Sérstaklega á völlunum á höfuðborgarsvæðinu. Það sem gerist er að ein grastegundin þurrkast út hjá okkur. Hún heitir poa unnua. Við höfum aldrei lent í því,“ segir Ólafur að endingu. Golf Hafnarfjörður Veður Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Ég vona að þetta verði ekki árlegt,“ segir Ólafur. Í venjulegu árferði opna golfvellir á Íslandi í byrjun maí. Erfiður vetur gerði það hinsvegar ómögulegt. „Við erum að opna þremur vikum seinna heldur en vanalega. Því fylgir aukið álag á rástímakerfið hjá okkur vegna þess að fólk vill einfaldlega komast í golf,“ segir Ólafur. Hann er grasvallarsérfræðingur og var vallarstjóri Keilis í sautján ár áður en hann varð framkvæmdarstjóri fyrir tíu árum. „Ég sló vallarmetið á Hvaleyrarvelli fyrir um tuttugu árum. Þá var ekki stingandi strá á neinni flöt. Ég fór til dæmis holu í höggi á fjórðu holu og þá var slegið af mottu. Vegna þess að teigarnir voru handónýtir. Þetta hefur allt gerst áður. Þetta er ekkert einsdæmi. Framfarirnar á viðhaldi á golfvöllum á Íslandi hafa verið rosalegar undanfarin ár. Að meðaltali erum við að koma miklu betur út. Vegna þess að það er meiri þekking,“ segir Ólafur. Hann segir að sú grastegund sem er algengust bæði hér á landi og erlendis hafi nánast þurrkast út. Þetta sé það sem gerðist á fólboltavöllum hér á landi og hafi gert golfvöllum einnig erfitt fyrir. „Þetta eru hálfgerðar hamfarir. Sérstaklega á völlunum á höfuðborgarsvæðinu. Það sem gerist er að ein grastegundin þurrkast út hjá okkur. Hún heitir poa unnua. Við höfum aldrei lent í því,“ segir Ólafur að endingu.
Golf Hafnarfjörður Veður Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira