Inter mun að öllum líkindum spila þéttan varnarleik og leggja mikið upp úr skyndisóknum þegar þeir vinna boltann.
City mun líkt og í flestum leikjum sínum vera meira með boltann og reyna að spila sig í gegnum þéttan varnarmúr.
Hinn sóknarsinnaði miðjumaður City, De Bruyne, mun stýra spilinu og vill eflaust finna samherja sína framarlega á vellinum og sérstaklega Haaland.
„Það er erfitt að útskýra þetta. Stundum er tenging á milli leikmanna og þú skilur hvað hann vill. Að sama skapi skilur hann hvað ég vil,“ segir De Bruyne um tengingu sína við Haaland.
"Was it love at first sight when you met Erling Haaland?"
— BBC Sport (@BBCSport) June 9, 2023
Kevin de Bruyne's response... pic.twitter.com/xpmwunTYEB
„Þetta gekk vel frá byrjun og hann skoraði mikið alveg frá byrjun. Það hefur hjálpað gríðarlega. Hann aðlagaðist liðinu mjög vel og hefur spilað vel allt tímabilið. Hann hefur spilað vel undanfarið og hjálpað liðinu mikið,“ segir De Bruyne.
Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00.

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.