Samningur Stefáns er til þriggja ára. Hann hefur gríðarlega reynslu af handboltaþjálfun og hefur meðal annars gert Fram og Val að íslandsmeisturum. Alls hefur hann orðið sjö sinnum íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari sem þjálfari.
Díana tók alfarið við af Ragnari Hermannssyni á nýliðnu tímabili eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari hans. Undir hennar stjórn spilaði liðið vel og fór í úrslitakeppni Olís deildarinnar.
Díana var einnig ráðin sem þjálfari unglinga- og varaliðs Hauka. Hún var einnig ráðin sem umsjónarmaður yngri flokka kvenna í handbolta. Díana gerði 3. flokk Hauka að Íslandsmeisturum í vor.
Eins og fram kemur í tilkynningu Hauka þá er þetta hluti af uppbyggingu kvennaflokka félagsins. Ráðning þeirra Stefáns og Díönu er mikilvæg fyrir meistaraflokkinn í toppbaráttunni í Olís deild kvenna.