Hvað kostar að sökkva framtíðinni? Margrét Erlendsdóttir skrifar 11. júní 2023 14:30 Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ætlar að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi fyrir gerð Hvammsvirkjunar í anddyri Þjórsárdals. Ákvörðunin um þessi óafturkræfu og víðtæku náttúruspjöll verður formgerð á fundi sveitarstjórnar í félagsheimilinu Árnesi miðvikudaginn 14. júní kl. 17.00. Ákvörðun sveitarstjórnar mun fáum koma á óvart, þrátt fyrir óteljandi ástæður og rök sem mæla gegn henni. Og hvers vegna ekki? Svarið er óþægilega einfalt. Þessi ákvörðun var í raun tekin fyrir mörgum árum. Öllu heldur, þessa niðurstöðu keypti Landsvirkjun af sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps árið 2008 með formlegu samkomulagi sem heitir: Rammasamkomulag milli sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Landsvirkjunar varðandi undirbúning, byggingu og rekstur Hvamms-, Holta- og Urriðafossvirkjunar. Svo lítið fyrir svo mikið! Rammasamkomulagið fjallar um tilgreind atriði í nokkrum liðum sem Landsvirkjun muni leggja af mörkum ,,til að styðja við byggð og atvinnulíf svæðisins“. Lítil mál í stóra samhenginu en greinilega lokkandi fyrir lítið sveitarfélag. Þetta eru t.d. endurbætur á nettengingu, bundið slitlag á vegarspotta, aðkoma Landsvirkjunar að skipulagsmálum í Þjórsárdal og óskilgreind þátttaka Landsvirkjunar í brúargerð. Að ógleymdu ákvæði um leigu á hluta félagsheimilisins Árness til 10 ára undir upplýsingamiðstöð um sögu og uppbyggingu virkjana Landsvirkjunar á svæðinu m.m. Það sem var kannski stærst fyrir sveitarfélagið var vilyrði Landsvirkjunar fyrir því að byggja upp starfsmannahúsnæði sitt í þéttbýliskjarnanum Árnesi og beita sér fyrir því að verktakar myndu byggja hluta vinnubúða sinna í sveitarfélaginu. Nýlega áttaði sveitarstjórn sig á því að rammasamkomulagið við Landsvirkjun lægi að hluta óbætt hjá garði. Nú þurfti að hafa hraðar hendur enda ótækt fyrir sveitarstjórn að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi í ágreiningi um efndir samkomulagsins. Sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps hraðaði sér því á enn einn fund sinn með Landsvirkjun og undirritaði samkomulag um lokauppgjör 2. júní sl. Samkvæmt því fær sveitarfélagið greiddar tæpar 69 milljónir króna innan 14 daga frá undirritun og telst málið þá úr sögunni. Uppbyggingin í Árnesi er líka úr sögunni og óbætt með öllu því ,,forsendur hafa breyst“. Í nýgerðu samkomulagi um lokauppgjörið er svo dúsa þar sem segir að Landsvirkjun ,,útilokar hins vegar ekki að í framtíðinni geti sú staða komið upp á ný að Árnes geti orðið ákjósanlegur staður sem miðlæg starfsstöð vegna framkvæmda og rekstur[s] virkjana á vegum Landsvirkjunar“. Leyfi byggt á úreltu umhverfismati Skylt er að meta umhverfisáhrif stórframkvæmda. Umhverfismatið fyrir áformaða Hvammsvirkun er tuttugu ára gamalt og fjallar að hluta til um aðra framkvæmd. Lítilsháttar endurskoðun var gerð á ákveðnum þáttum matsins 2016-2018. Á grundvelli þess kom m.a. fram álit Skipulagsstofnunar um verulega neikvæð áhrif virkjunarinnar á landslag þar sem umfangsmiklu svæði verður raskað, að mjög margir verði fyrir neikvæðum áhrifum vegna breytinga á ásýnd og yfirbragði, og að áhrif virkjunarinnar verði varanleg og óafturkræf. Ef ráðist yrði í lögbundið mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar í dag, er öruggt að öðru vísi yrði staðið að málum en fyrir 20 árum, enda hafa forsendur breyst. Telja má líklegt að niðurstaðan yrði önnur og í þágu samfélags og náttúru. Þá væru þeir sem ráða tilneyddir að horfast í augu við þá staðreynd að framkvæmdin stefnir stærsta laxastofni landsins í voða, ógnar laxastofnum annars staðar á landinu og líklega Atlantshafslaxi utan Íslands sömuleiðis. Þeir þyrftu líka að gangast við því að samfélagsleg áhrif þessara framkvæmda sem vanrækt hefur verið að meta, eru alvarleg og verða ekki bætt. Dómur sögunnar Áformin um Hvammsvirkjun hafa legið á íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps eins og mara í meira en 20 ár. Þetta hefur staðið uppbyggingu á svæðinu fyrir þrifum, klofið samfélagið, spillt vináttu- og fjölskylduböndum og valdið margvíslegu og langvarandi hugarangri. Sveitarstjórnarpólitíkin hefur árum saman litast af átökum um þessi mál sem hefur síður en svo verið farsælt eða uppbyggilegt fyrir sveitarfélagið sem samfélag. Sveitarfélögin hafa skipulagsvald. Þau þurfa ekki og þau mega ekki láta draga sig inn í atburðarás eins og hér hefur verið lýst og láta svo eins og varnarlaust handbendi. Þau þurfa ekki að láta svona yfir sig ganga ef þau vilja það ekki. En sveitarstjórnum er kannski vorkunn þegar sótt er að þeim árum og áratugum saman um að hleypa í gegn framkvæmdum eins og í þessu máli. Lítil sveitarfélög með sína litlu sveitarsjóði og almennt lítið bolmagn í svo mörgum skilningi, eru viðkvæm fyrir ásókn og ásælni stórvelda eins og Landsvirkjun er í þessu samhengi. Þá skapast hættan á því að gengið sé til samninga eins og hér hefur verið lýst sem bindur hug og hendur sveitarstjórnarmanna. Það er sorglegt og með ólíkindum ef raunin er sú að svona gjörningar teljast löglegir og í samræmi við eðlilega og góða stjórnsýslu. Því miður er þetta bara eitt dæmi af mörgum. Allir þeir sem hafa staðið að því að gera Hvammsvirkjun að veruleika hafa komið sér undan því að horfast í augu við staðreyndir og stöðugt nýjar upplýsingar um alvarleg, víðtæk og óafturkræf áhrif þessarar framkvæmdar. Sagan á eftir að dæma þessa framkvæmd ef af henni verður. Þeir eru ekki öfundsverðir sem þá þurfa að horfast í augu við orðinn hlut. Þessi framkvæmd og áhrif hennar á náttúru og samfélag verða ekki aftur tekin. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ætlar að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi fyrir gerð Hvammsvirkjunar í anddyri Þjórsárdals. Ákvörðunin um þessi óafturkræfu og víðtæku náttúruspjöll verður formgerð á fundi sveitarstjórnar í félagsheimilinu Árnesi miðvikudaginn 14. júní kl. 17.00. Ákvörðun sveitarstjórnar mun fáum koma á óvart, þrátt fyrir óteljandi ástæður og rök sem mæla gegn henni. Og hvers vegna ekki? Svarið er óþægilega einfalt. Þessi ákvörðun var í raun tekin fyrir mörgum árum. Öllu heldur, þessa niðurstöðu keypti Landsvirkjun af sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps árið 2008 með formlegu samkomulagi sem heitir: Rammasamkomulag milli sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Landsvirkjunar varðandi undirbúning, byggingu og rekstur Hvamms-, Holta- og Urriðafossvirkjunar. Svo lítið fyrir svo mikið! Rammasamkomulagið fjallar um tilgreind atriði í nokkrum liðum sem Landsvirkjun muni leggja af mörkum ,,til að styðja við byggð og atvinnulíf svæðisins“. Lítil mál í stóra samhenginu en greinilega lokkandi fyrir lítið sveitarfélag. Þetta eru t.d. endurbætur á nettengingu, bundið slitlag á vegarspotta, aðkoma Landsvirkjunar að skipulagsmálum í Þjórsárdal og óskilgreind þátttaka Landsvirkjunar í brúargerð. Að ógleymdu ákvæði um leigu á hluta félagsheimilisins Árness til 10 ára undir upplýsingamiðstöð um sögu og uppbyggingu virkjana Landsvirkjunar á svæðinu m.m. Það sem var kannski stærst fyrir sveitarfélagið var vilyrði Landsvirkjunar fyrir því að byggja upp starfsmannahúsnæði sitt í þéttbýliskjarnanum Árnesi og beita sér fyrir því að verktakar myndu byggja hluta vinnubúða sinna í sveitarfélaginu. Nýlega áttaði sveitarstjórn sig á því að rammasamkomulagið við Landsvirkjun lægi að hluta óbætt hjá garði. Nú þurfti að hafa hraðar hendur enda ótækt fyrir sveitarstjórn að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi í ágreiningi um efndir samkomulagsins. Sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps hraðaði sér því á enn einn fund sinn með Landsvirkjun og undirritaði samkomulag um lokauppgjör 2. júní sl. Samkvæmt því fær sveitarfélagið greiddar tæpar 69 milljónir króna innan 14 daga frá undirritun og telst málið þá úr sögunni. Uppbyggingin í Árnesi er líka úr sögunni og óbætt með öllu því ,,forsendur hafa breyst“. Í nýgerðu samkomulagi um lokauppgjörið er svo dúsa þar sem segir að Landsvirkjun ,,útilokar hins vegar ekki að í framtíðinni geti sú staða komið upp á ný að Árnes geti orðið ákjósanlegur staður sem miðlæg starfsstöð vegna framkvæmda og rekstur[s] virkjana á vegum Landsvirkjunar“. Leyfi byggt á úreltu umhverfismati Skylt er að meta umhverfisáhrif stórframkvæmda. Umhverfismatið fyrir áformaða Hvammsvirkun er tuttugu ára gamalt og fjallar að hluta til um aðra framkvæmd. Lítilsháttar endurskoðun var gerð á ákveðnum þáttum matsins 2016-2018. Á grundvelli þess kom m.a. fram álit Skipulagsstofnunar um verulega neikvæð áhrif virkjunarinnar á landslag þar sem umfangsmiklu svæði verður raskað, að mjög margir verði fyrir neikvæðum áhrifum vegna breytinga á ásýnd og yfirbragði, og að áhrif virkjunarinnar verði varanleg og óafturkræf. Ef ráðist yrði í lögbundið mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar í dag, er öruggt að öðru vísi yrði staðið að málum en fyrir 20 árum, enda hafa forsendur breyst. Telja má líklegt að niðurstaðan yrði önnur og í þágu samfélags og náttúru. Þá væru þeir sem ráða tilneyddir að horfast í augu við þá staðreynd að framkvæmdin stefnir stærsta laxastofni landsins í voða, ógnar laxastofnum annars staðar á landinu og líklega Atlantshafslaxi utan Íslands sömuleiðis. Þeir þyrftu líka að gangast við því að samfélagsleg áhrif þessara framkvæmda sem vanrækt hefur verið að meta, eru alvarleg og verða ekki bætt. Dómur sögunnar Áformin um Hvammsvirkjun hafa legið á íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps eins og mara í meira en 20 ár. Þetta hefur staðið uppbyggingu á svæðinu fyrir þrifum, klofið samfélagið, spillt vináttu- og fjölskylduböndum og valdið margvíslegu og langvarandi hugarangri. Sveitarstjórnarpólitíkin hefur árum saman litast af átökum um þessi mál sem hefur síður en svo verið farsælt eða uppbyggilegt fyrir sveitarfélagið sem samfélag. Sveitarfélögin hafa skipulagsvald. Þau þurfa ekki og þau mega ekki láta draga sig inn í atburðarás eins og hér hefur verið lýst og láta svo eins og varnarlaust handbendi. Þau þurfa ekki að láta svona yfir sig ganga ef þau vilja það ekki. En sveitarstjórnum er kannski vorkunn þegar sótt er að þeim árum og áratugum saman um að hleypa í gegn framkvæmdum eins og í þessu máli. Lítil sveitarfélög með sína litlu sveitarsjóði og almennt lítið bolmagn í svo mörgum skilningi, eru viðkvæm fyrir ásókn og ásælni stórvelda eins og Landsvirkjun er í þessu samhengi. Þá skapast hættan á því að gengið sé til samninga eins og hér hefur verið lýst sem bindur hug og hendur sveitarstjórnarmanna. Það er sorglegt og með ólíkindum ef raunin er sú að svona gjörningar teljast löglegir og í samræmi við eðlilega og góða stjórnsýslu. Því miður er þetta bara eitt dæmi af mörgum. Allir þeir sem hafa staðið að því að gera Hvammsvirkjun að veruleika hafa komið sér undan því að horfast í augu við staðreyndir og stöðugt nýjar upplýsingar um alvarleg, víðtæk og óafturkræf áhrif þessarar framkvæmdar. Sagan á eftir að dæma þessa framkvæmd ef af henni verður. Þeir eru ekki öfundsverðir sem þá þurfa að horfast í augu við orðinn hlut. Þessi framkvæmd og áhrif hennar á náttúru og samfélag verða ekki aftur tekin. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun