Fótbolti

„Það er mikill heiður fyrir mig að komast í hóp með Sir Alex Ferguson“

Jón Már Ferro skrifar
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City.
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City. vísir/getty

Pep Guardiola varð í gær annar þjálfarinn í sögunni til að vinna þrennuna með ensku liði. Það var enginn annar en Sir Alex Ferguson sem hafði gert það áður.

Manchester United vann þrennuna undir stjór Ferguson tímabilið 1998-1999. Þá vann United á dramatískan hátt í úrslitaleik gegn Bayern Munich í sögufrægum leik. 

Guardiola fékk skilaboð frá Ferguson að morgni úrslitaleiksins.

„Það er mikill heiður fyrir mig að komast í hóp með Sir Alex Ferguson. Ég fékk skilaboð frá honum í morgun. Það hreyfði mikið við mér. Þetta er mjög mikill heiður fyrir mig,“ segir Guardiola.

Á blaðamannafundinum var Guardiola minntur á hvar úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni á næsta ári verður. Hann gat varla hugsað um það og lagðist fram á borðið. Eina sem hann vildi var að fara fagna sigrinum og njóta þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×