Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júní 2023 06:42 Þúsundir kjarnaodda eru reiðubúnir til notkunar. Getty Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. Stofnunin segir 12.512 kjarnaodda til í heiminum, þar af 9.576 sem eru hluti af vopnabirgðum ríkja og reiðubúnir til notkunar. Um er að ræða fjölgun um 86 frá því fyrir ári. Sipri segir 60 af þessum 86 tilheyra Kína. Þá eru Rússar sagðir hafa fjölgað um tólf, Pakistan um fimm, Norður-Kórea um fimm og Indland um fjóra. Aðeins tvö ár eru liðin frá því að ríkin fimm sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna; Bandaríkin, Rússland, Kína, Bretland og Frakkland, ályktuðu að „kjarnorkustríð getur ekki unnist og má aldrei verða háð“. Bandaríkjamenn og Rússland eiga um 90 prósent allra kjarnavopna í heiminum, Rússar 4.489 og Bandaríkin 3.708. Sipri áætlar að um 3.844 kjarnaoddar séu „virkir“, það er að segja til reiðu til notkunar í flugvélum eða kafbátum. Af þessum 3.844 eru um það bil 2.000 sagðir þegar á flugskeytum eða „á lager“ á herstöðvum sem hýsa sprengjuflugvélar. Sipri segir að dregið hafi úr gagnsæi hvað varðar kjarnorkuvopnabirgðir heimsins en Kína hafi til að mynda aldrei gefið upp hvað þeir eigi mörg kjarnavopn. Hins vegar sé vitað að þeir hafi verið að styrkja hernaðarlega innviði og bæta við sig kjarnorkusprengjum. „Það verður sífellt erfiðara að sætta það við yfirlýst markmið Kína um að búa aðeins að lágmarks kjarnorkuvopnagetu til að tryggja þjóðaröryggi,“ segir Hans M Kristensen. „Við erum að fljóta inn í eitt hættulegasta tímabil mannkynssögunnar,“ segir Dan Smith, framkvæmdastjóri hjá Sipri. „Það er gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnir heims finni leiðir til að draga úr pólitískri spennu, hægja á vopnakapphlaupinu og fást við versnandi afleiðingar umhverfishamfara og aukið hungur.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Kína Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Stofnunin segir 12.512 kjarnaodda til í heiminum, þar af 9.576 sem eru hluti af vopnabirgðum ríkja og reiðubúnir til notkunar. Um er að ræða fjölgun um 86 frá því fyrir ári. Sipri segir 60 af þessum 86 tilheyra Kína. Þá eru Rússar sagðir hafa fjölgað um tólf, Pakistan um fimm, Norður-Kórea um fimm og Indland um fjóra. Aðeins tvö ár eru liðin frá því að ríkin fimm sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna; Bandaríkin, Rússland, Kína, Bretland og Frakkland, ályktuðu að „kjarnorkustríð getur ekki unnist og má aldrei verða háð“. Bandaríkjamenn og Rússland eiga um 90 prósent allra kjarnavopna í heiminum, Rússar 4.489 og Bandaríkin 3.708. Sipri áætlar að um 3.844 kjarnaoddar séu „virkir“, það er að segja til reiðu til notkunar í flugvélum eða kafbátum. Af þessum 3.844 eru um það bil 2.000 sagðir þegar á flugskeytum eða „á lager“ á herstöðvum sem hýsa sprengjuflugvélar. Sipri segir að dregið hafi úr gagnsæi hvað varðar kjarnorkuvopnabirgðir heimsins en Kína hafi til að mynda aldrei gefið upp hvað þeir eigi mörg kjarnavopn. Hins vegar sé vitað að þeir hafi verið að styrkja hernaðarlega innviði og bæta við sig kjarnorkusprengjum. „Það verður sífellt erfiðara að sætta það við yfirlýst markmið Kína um að búa aðeins að lágmarks kjarnorkuvopnagetu til að tryggja þjóðaröryggi,“ segir Hans M Kristensen. „Við erum að fljóta inn í eitt hættulegasta tímabil mannkynssögunnar,“ segir Dan Smith, framkvæmdastjóri hjá Sipri. „Það er gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnir heims finni leiðir til að draga úr pólitískri spennu, hægja á vopnakapphlaupinu og fást við versnandi afleiðingar umhverfishamfara og aukið hungur.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Kína Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira