Tárin flæddu hjá Ranieri eftir nýtt ævintýri Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 08:30 Claudio Ranieri sýndi hvers hann er enn megnugur með því að stýra Cagliari upp úr erfiðri stöðu. Getty/Luca Diliberto Hinn 71 árs gamli Claudio Ranieri hélt áfram að skapa ævintýri sem knattspyrnustjóri í gær þegar hann stýrði liði Cagliari upp í ítölsku A-deildina, eftir að hafa tekið við liðinu í 14. sæti B-deildarinnar. Cagliari tekur sæti Spezia sem tapaði úrslitaleik við Hellas Verona. Ranieri, sem líklega er þekktastur fyrir að gera Leicester að Englandsmeistara árið 2016, vakti fyrst athygli þegar hann stýrði Cagliari úr C-deild og upp í efstu deild á árunum 1988-1990, og eftir langan þjálfaraferil og viðkomu hjá fjölda stórliða sneri hann aftur til Cagliari fyrir hálfu ári síðan. Ítalinn hélt ekki aftur af tilfinningum sínum í gær, þegar ljóst varð að Cagliari kæmist aftur í deild þeirra bestu, og leyfði tárunum að flæða enda afrekið mikið. Look at the pure passion from Claudio Ranieri as Cagliari secure promotion to the Serie A... incredible. pic.twitter.com/1AZGWiEnh5— EuroFoot (@eurofootcom) June 11, 2023 Cagliari hafði slegið út Parma í undanúrslitum umspils um sæti í A-deild, og vann svo Bari samanlagt 2-1 í úrslitum umspilsins. Það gat þó ekki tæpara staðið að Cagliari færi upp. Liðið þurfti sigur í gær á útivelli, eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum, því ef jafntefli hefði orðið niðurstaðan hefði Bari farið upp út af því að liðið endaði ofar í stöðutöflunni. Sigurmark Cagliari kom ekki fyrr en á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Leonardo Pavoletti, sem Ranieri var nýbúinn að skipta inn á, skoraði. Verona sendi Spezia niður Cagliari tekur þar með sæti Spezia sem féll niður í B-deild í gær eftir sérstakan umspilsleik við Hellas Verona. Spezia hafði endað fyrir ofan Verona í A-deildinni, hvort sem horft er til markatölu eða innbyrðis úrslita, en nýjar reglur tóku gildi í vetur varðandi lið sem verða jöfn að stigum í 17. og 18. sæti. Nýju reglurnar þýddu að liðin þurftu að mætast á hlutlausum leikvangi í einum úrslitaleik um áframhaldandi veru í A-deildinni, og Verona vann 3-1 þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Ranieri, sem líklega er þekktastur fyrir að gera Leicester að Englandsmeistara árið 2016, vakti fyrst athygli þegar hann stýrði Cagliari úr C-deild og upp í efstu deild á árunum 1988-1990, og eftir langan þjálfaraferil og viðkomu hjá fjölda stórliða sneri hann aftur til Cagliari fyrir hálfu ári síðan. Ítalinn hélt ekki aftur af tilfinningum sínum í gær, þegar ljóst varð að Cagliari kæmist aftur í deild þeirra bestu, og leyfði tárunum að flæða enda afrekið mikið. Look at the pure passion from Claudio Ranieri as Cagliari secure promotion to the Serie A... incredible. pic.twitter.com/1AZGWiEnh5— EuroFoot (@eurofootcom) June 11, 2023 Cagliari hafði slegið út Parma í undanúrslitum umspils um sæti í A-deild, og vann svo Bari samanlagt 2-1 í úrslitum umspilsins. Það gat þó ekki tæpara staðið að Cagliari færi upp. Liðið þurfti sigur í gær á útivelli, eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum, því ef jafntefli hefði orðið niðurstaðan hefði Bari farið upp út af því að liðið endaði ofar í stöðutöflunni. Sigurmark Cagliari kom ekki fyrr en á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Leonardo Pavoletti, sem Ranieri var nýbúinn að skipta inn á, skoraði. Verona sendi Spezia niður Cagliari tekur þar með sæti Spezia sem féll niður í B-deild í gær eftir sérstakan umspilsleik við Hellas Verona. Spezia hafði endað fyrir ofan Verona í A-deildinni, hvort sem horft er til markatölu eða innbyrðis úrslita, en nýjar reglur tóku gildi í vetur varðandi lið sem verða jöfn að stigum í 17. og 18. sæti. Nýju reglurnar þýddu að liðin þurftu að mætast á hlutlausum leikvangi í einum úrslitaleik um áframhaldandi veru í A-deildinni, og Verona vann 3-1 þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik.
Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira