Tekur slaginn í Grillinu: „Ætlum að líta á þetta sem 15 mánaða undirbúningstímabil“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2023 12:00 Landsliðskonan Perla Ruth Albertsdóttir tekur slaginn með Selfyssingum í Grill66-deildinni næsta vetur. Vísir/Daníel Verkefnið á Selfossi er enn þá spennandi segir handboltakonan Perla Ruth Albertsdóttir, sem ætlar að taka slaginn með uppeldisfélaginu, Selfoss, í næstefstu deild. „Við ætlum að líta á þetta sem 15 mánaða undirbúningstímabil,“ segir hún. Perla Ruth var ein af reynslumiklum leikmönnum sem skrifuðu undir á Selfossi fyrir komandi leiktíð. Ásamt henni voru Kristrún Steinþórsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir á leiðinni á Selfoss. Kristrún og Lena hafa hins vegar rift sínum samningum. Perla Ruth ætlar þó að taka slaginn með Selfyssingum, en segir það hafa verið erfiðan sólarhring þegar Selfoss tapaði oddaleik gegn ÍR og ljóst var að liðið væri fallið úr Olís-deildinni. „Þetta var ekki skemmtilegt, það er bara svoleiðis,“ sagði Perla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Ég sá fyrir mér eiginlega fullkominn vetur þannig að þetta var hrikalega svekkjandi. Maður var að svekkja sig mikið í sólarhring en næsta dag sá maður bara hvað er mikill vilji og metnaður hjá öllum hérna. Maður sá að það var enginn að fara að láta kvennaboltann á Selfossi deyja út.“ „Komið gott af því að allir fari auðveldu leiðina“ En af hverju ákvað Perla að taka slaginn með Selfyssingum? „Ætli ég hugsi þetta ekki bara þannig að það sé komið gott af því að allir fari auðveldu leiðina og fari í hóp sem er nánast tilbúinn. Nú fer ég erfiðari leiðina og ég held að það verði mjög mikið þess virði til lengri tíma.“ Þá hefur Perla verið fastamaður í íslenska A-landsliðinu undanfarin ár. Hún segist þó ekki óttast það að ákvörðun hennar að spila í næstefstu deild muni endilega hafa áhrif á það. „Nei, ég hugsa bara að Addi [Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari] velji bara þann hóp sem er sterkastur hverju sinni. Ég ætla náttúrulega bara að nýta þessa mánuði í að verða bara enn þá betri útgáfan af mér og bæta mína hliðar sem ég get bætt. Það skiptir ekki máli hvar ég geri það. Ég ætla bara að standa mig sem best og maður vill náttúrulega vera sem bestur í sínu. Svo velur hann bara liðið út frá því hverjar eru bestar hverju sinni.“ „Við erum í rauninni að fara inn í 15 mánaða undirbúningstímabil. Það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur beint upp og þetta verður þá bara tímabil þar sem við ætlum að gera allskonar öðruvísi líka. Við erum ekki bara að fara að taka þátt í deildinni. Það er verið að búa til stórt verkefni hérna í kringum okkur.“ „Það eru stór plön og við ætlum að gera þessa 15 mánuði eins skemmtilega og hægt er og svo mætum við með trompi í Olís-deildina,“ sagði Perla að lokum. Klippa: Tekur slaginn í Grillinu UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Sjá meira
Perla Ruth var ein af reynslumiklum leikmönnum sem skrifuðu undir á Selfossi fyrir komandi leiktíð. Ásamt henni voru Kristrún Steinþórsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir á leiðinni á Selfoss. Kristrún og Lena hafa hins vegar rift sínum samningum. Perla Ruth ætlar þó að taka slaginn með Selfyssingum, en segir það hafa verið erfiðan sólarhring þegar Selfoss tapaði oddaleik gegn ÍR og ljóst var að liðið væri fallið úr Olís-deildinni. „Þetta var ekki skemmtilegt, það er bara svoleiðis,“ sagði Perla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Ég sá fyrir mér eiginlega fullkominn vetur þannig að þetta var hrikalega svekkjandi. Maður var að svekkja sig mikið í sólarhring en næsta dag sá maður bara hvað er mikill vilji og metnaður hjá öllum hérna. Maður sá að það var enginn að fara að láta kvennaboltann á Selfossi deyja út.“ „Komið gott af því að allir fari auðveldu leiðina“ En af hverju ákvað Perla að taka slaginn með Selfyssingum? „Ætli ég hugsi þetta ekki bara þannig að það sé komið gott af því að allir fari auðveldu leiðina og fari í hóp sem er nánast tilbúinn. Nú fer ég erfiðari leiðina og ég held að það verði mjög mikið þess virði til lengri tíma.“ Þá hefur Perla verið fastamaður í íslenska A-landsliðinu undanfarin ár. Hún segist þó ekki óttast það að ákvörðun hennar að spila í næstefstu deild muni endilega hafa áhrif á það. „Nei, ég hugsa bara að Addi [Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari] velji bara þann hóp sem er sterkastur hverju sinni. Ég ætla náttúrulega bara að nýta þessa mánuði í að verða bara enn þá betri útgáfan af mér og bæta mína hliðar sem ég get bætt. Það skiptir ekki máli hvar ég geri það. Ég ætla bara að standa mig sem best og maður vill náttúrulega vera sem bestur í sínu. Svo velur hann bara liðið út frá því hverjar eru bestar hverju sinni.“ „Við erum í rauninni að fara inn í 15 mánaða undirbúningstímabil. Það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur beint upp og þetta verður þá bara tímabil þar sem við ætlum að gera allskonar öðruvísi líka. Við erum ekki bara að fara að taka þátt í deildinni. Það er verið að búa til stórt verkefni hérna í kringum okkur.“ „Það eru stór plön og við ætlum að gera þessa 15 mánuði eins skemmtilega og hægt er og svo mætum við með trompi í Olís-deildina,“ sagði Perla að lokum. Klippa: Tekur slaginn í Grillinu
UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Sjá meira