Myndaveisla: Mögnuð tilþrif á meistaramótinu í götubolta Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júní 2023 10:58 Það var mikið í húfi á Klambratúni um helgina. Anton Brink Íslandsmeistaramótið í götubolta í boði X-ins 977 fór fram um helgina á Klambratúni í Reykjavík. Tuttugu lið tóku þátt og spiluðu upp á verðlaunafé sem samtals nam 242 þúsund krónum. Búið var að lofa sólskini á laugardag og fór því um marga þegar fyrstu leikirnir fóru fram í skúrum. Fljótlega rættist úr veðurspánni og sólin skein á keppendur það sem eftir lifði móts. Mikið var um falleg tilþrif en sömuleiðis eitthvað um bellibrögð hjá leikmönnum, enda fleira leyfilegt í götubolta en hefðbundnum körfubolta. Tómas Steindórsson, útvarpsmaður og körfuboltasérfræðingur, stjórnaði mótinu með tryggri hendi og að hætti X-ins var spilað undir þungarokkstónlist. „Þetta gekk mjög vel, veðrið lék við okkur og leikmenn létu ekki kappið bera fegurðina ofurliði,“ sagði Tómas í stuttu samtali við Vísi að móti loknu. Svo fór að liðið Hoops I did it again sigraði mótið nokkuð örugglega eftir sigur á Fasteignafélaginu, sem lenti í öðru sæti. Í þriðja sæti varð liðið Subway sem hafði betur gegn Kokkalandsliðinu í leik um þriðja sætið. Hér að neðan má sjá myndir frá mótinu. Sigurvegararnir, Hoops I did it again.Anton Brink Tómas Steindórsson lagði línurnar fyrir leikmenn; sókn dæmir, „make it, take it“, fyrsta lið upp í ellefu vinnur, eða það sem er yfir að leiktíma loknum.Anton Brink Frá úrslitaeinvíginu.Anton Brink Ökklabrjótur festist á filmu.Anton Brink Svokölluð þreföldun.anton brink Lið mættu hvaðanæva að, eitt frá Þorlákshöfn.Anton Brink Liðið yfivigt, í Skagatreyjum, lét til sín taka.Anton Brink Fasteignafélagið, sem spilaði í Newcastle treyjum, sækir að körfunni. Barist um hvern einasta bolta.Anton Brink Anton Brink Körfubolti X977 Samkvæmislífið Reykjavík Tengdar fréttir Tommi Steindórs stýrir Streetballmóti á Klambratúni X977 fagnar sumrinu með alvöru götuboltastemningu á Klambratúni þann 11. júní. 2. júní 2022 08:48 Myndaveisla frá Íslandsmeistaramótinu í Streetball um helgina Útvarpsstöðin X977 og KKÍ stóðu fyrir Íslandsmeistaramótinu í Streetball síðastliðinn laugardag og segja aðstandendur mótsins þátttökuna hafa verið gríðarlega góða og færri hafa komist að en vildu. 15. júní 2022 10:03 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira
Búið var að lofa sólskini á laugardag og fór því um marga þegar fyrstu leikirnir fóru fram í skúrum. Fljótlega rættist úr veðurspánni og sólin skein á keppendur það sem eftir lifði móts. Mikið var um falleg tilþrif en sömuleiðis eitthvað um bellibrögð hjá leikmönnum, enda fleira leyfilegt í götubolta en hefðbundnum körfubolta. Tómas Steindórsson, útvarpsmaður og körfuboltasérfræðingur, stjórnaði mótinu með tryggri hendi og að hætti X-ins var spilað undir þungarokkstónlist. „Þetta gekk mjög vel, veðrið lék við okkur og leikmenn létu ekki kappið bera fegurðina ofurliði,“ sagði Tómas í stuttu samtali við Vísi að móti loknu. Svo fór að liðið Hoops I did it again sigraði mótið nokkuð örugglega eftir sigur á Fasteignafélaginu, sem lenti í öðru sæti. Í þriðja sæti varð liðið Subway sem hafði betur gegn Kokkalandsliðinu í leik um þriðja sætið. Hér að neðan má sjá myndir frá mótinu. Sigurvegararnir, Hoops I did it again.Anton Brink Tómas Steindórsson lagði línurnar fyrir leikmenn; sókn dæmir, „make it, take it“, fyrsta lið upp í ellefu vinnur, eða það sem er yfir að leiktíma loknum.Anton Brink Frá úrslitaeinvíginu.Anton Brink Ökklabrjótur festist á filmu.Anton Brink Svokölluð þreföldun.anton brink Lið mættu hvaðanæva að, eitt frá Þorlákshöfn.Anton Brink Liðið yfivigt, í Skagatreyjum, lét til sín taka.Anton Brink Fasteignafélagið, sem spilaði í Newcastle treyjum, sækir að körfunni. Barist um hvern einasta bolta.Anton Brink Anton Brink
Körfubolti X977 Samkvæmislífið Reykjavík Tengdar fréttir Tommi Steindórs stýrir Streetballmóti á Klambratúni X977 fagnar sumrinu með alvöru götuboltastemningu á Klambratúni þann 11. júní. 2. júní 2022 08:48 Myndaveisla frá Íslandsmeistaramótinu í Streetball um helgina Útvarpsstöðin X977 og KKÍ stóðu fyrir Íslandsmeistaramótinu í Streetball síðastliðinn laugardag og segja aðstandendur mótsins þátttökuna hafa verið gríðarlega góða og færri hafa komist að en vildu. 15. júní 2022 10:03 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira
Tommi Steindórs stýrir Streetballmóti á Klambratúni X977 fagnar sumrinu með alvöru götuboltastemningu á Klambratúni þann 11. júní. 2. júní 2022 08:48
Myndaveisla frá Íslandsmeistaramótinu í Streetball um helgina Útvarpsstöðin X977 og KKÍ stóðu fyrir Íslandsmeistaramótinu í Streetball síðastliðinn laugardag og segja aðstandendur mótsins þátttökuna hafa verið gríðarlega góða og færri hafa komist að en vildu. 15. júní 2022 10:03