Öryggi í sumarhúsum Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 13. júní 2023 08:00 Sumarið er tíminn sagði skáldið og sönglaði með. Hvernig sem viðrar eru sumarhús vinsælir griðarstaðir á Íslandi og þar sköpum við góðar minningar. Við viljum öll eiga notalega og áhyggjulausa dvöl í sumarhúsum og forðast óþægindi. Oft er sagt að slysin geri ekki boð á undan sér en stundum má sjá við þeim með forsjálni. Til þess að dvölin í sumarhúsinu fari ekki úr því að vera ánægjuleg yfir í krefjandi og erfitt verkefni er mikilvægt að huga að öryggi og forvörnum því hætturnar leynast víða. Eldvarnir innandyra Mikilvægt er að hafa eldvarnir sumarhúsa í lagi líkt og í öðrum fasteignum. Nauðsynlegt er að geta brugðist strax við ef eldur kemur upp þar sem oft er langt í næsta slökkvilið og aðstoð. Þá þarf að hafa viðeigandi eldvarnabúnað til staðar og kunna að nota hann. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum og gæta þarf þess að rafhlaðan í þeim sé í lagi. Nú fást reykskynjarar með 10 ára rafhlöðum en í eldri týpum þarf iðulega að skipta um rafhlöðu einu sinni á ári. Gott er að temja sér að prófa reykskynjarana reglulega, til dæmis þegar komið er í bústaðinn. Eldvarnarteppi geta með réttri notkun komið í veg fyrir útbreiðslu elds til dæmis í eldhúsi, út frá kertum og minni raftækjum og ætti eitt slíkt að vera til taks í öllum eldhúsum. Slökkvitæki þurfa að vera til staðar og einnig getur verið gott að hafa gas- og vatnsskynjara en vatnstjón eru algengustu tjónin í sumarhúsum. Rétt staðsett slökkvitæki getur skipt sköpum ef eldhætta skapast. Við val á slökkvitækjum er mikilvægt að hafa í huga hvers konar eldur getur mögulega komið upp. Yfirleitt eru notuð léttvatnsslökkvitæki eða duftslökkvitæki á heimilum og öðrum dvalarstöðum. Gæta þarf þess að láta fylla tækin strax eftir notkun. Hvar og hvernig Heppilegast er að staðsetja slökkvitæki nærri útgöngum eða þar sem fólk á leið um. En gæta þarf þess að það hindri ekki rýmingarleið. Fylgjast þarf með þrýstimæli slökkvitækis og að innsigli tækisins sé órofið. Yfirfara þarf tækin reglulega hjá viðurkenndum þjónustuaðila. Samkvæmt reglugerð Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um viðhald slökkvitækja ber eiganda eða ábyrgðarmanni að fá viðurkenndan aðila til að yfirfara og skoða handslökkvitæki sín árlega. Þá er verið að kanna þrýsting í tækinu, hvort það sé nokkuð tæring og skemmdir í kútnum. Einnig þarf að athuga að velta dufttækjum nokkrum sinnum á ári þannig það myndist ekki klumpur á botninum. Virkni léttvatnstækja er yfirleitt ónýt eftir 8-10 ár og því þarf að endurnýja þau eftir ákveðinn tíma. Einnig þarf ávallt að hafa í huga að öryggi þeirra sem eru innandyra gengur fyrir slökkvistarfi. Því þarf alltaf að byrja á að vara alla við svo fólk geti forðað sér og hafa þá tiltekinn stað sem allir safnast saman á fyrir utan. Ef ekki gengur að slökkva eldinn þarf umsvifalaust að hafa samband við neyðarlínu 112. Eldvarnir utandyra Hætta á gróðureldum hefur aukist talsvert hér á landi vegna vaxandi gróðurs og breytinga á veðurfari. Gróðureldar geta breiðst hratt út í þurrum gróðri og miklum vindi og geta valdið miklu eigna- og manntjóni. Sumarhúsaeigendur geta dregið úr hættu af völdum gróðurelda með ýmsum forvarnaaðgerðum. Mælt er með að hafa 1,5 metra af nánast gróðurlausu svæði umhverfis sumarhús sem tryggir jafnframt aðgengi að húsinu. Öryggissvæðið ætti að ná út fyrir sólpalla og skjólveggi úr timbri. Ef hús stendur í brekku þarf öryggissvæðið að ná lengra niður í brekkuna. Einnig er mikilvægt að hreinsa sinu og dauðan gróður umhverfis sumarhúsin, sérstaklega í langvarandi þurrkum. Umgengni í kringum hús og í skógi skiptir líka máli. Forðast ætti að safna rusli og eldfimum efnum í kringum hús og undir verandir sumarhúsa. Allir sumarbústaðir ættu að vera vel útbúnir viðbragðsbúnaði svo sem brunaslöngu, slökkvitæki, skóflu og eldklöppum sem gott er að festa utan á bústaðinn. Oft er einungis um eina leið að ræða til og frá bústaðnum og því getur það verið lífspursmál að hafa eldvarnir í lagi. Í þurrkatíð er gott að vökva gróður í nærumhverfi og skynsamlegt er að hólfa niður ræktarland með því að leggja malarstíga eða skipta landinu upp með gróðurlausum beltum. Greið aðkoma Mikilvægt er að tryggja aðkomu að sumarhúsinu ef slökkvilið og aðrir björgunaraðilar þurfa að koma til hjálpar. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, HMS og Félag slökkviliðsstjóra á Íslandi hafa gefið út tilmæli varðandi aðgengi viðbragðsaðila að frístundahúsabyggð. Þar er m.a. tekið fram að vegir þurfa að þola þyngd slökkvibíla og tankbíla sem getur verið á bilinu 16 til 28 tonn og að þeir þurfi að vera a.m.k. 3 metrar að breidd. Hæð slökkvibíla og tankbíla getur verið allt að 4,1 metrar og trjágróður sem stendur út á vegi og afleggjara tefur björgunarstörf. Því er mikilvægt að grisja reglulega og gæta þess að engar hindranir séu á veginum. Tilkynna skal viðbragðsaðilum öryggisnúmer frístundahúss við útkall og því er nauðsynlegt að vera með númer hússins á hreinu. Fyrstu viðbrögð við gróðureldi eru að hringja í neyðarlínuna 112 og segja frá því hvar eldurinn er, lýsa vel staðsetningu og staðháttum og gefa upp öryggisnúmer sumarhúss ef við á. Einnig er mikilvægt að láta fólk í nágrenninu vita strax af eldinum svo það geti forðað sér og gert ráðstafanir. Ef aðstæður leyfa er mikilvægt að reyna að slökkva eldinn en þó ætti ekki að taka áhættu og hafa ávallt eigið öryggi og annarra í fyrirrúmi. Grillað ofan í mannskapinn Vinsælt er að grilla á sumrin og ekki síst í sumarbústaðnum. Þá er mikilvægt að fylgjast vel með þegar það er gert þannig ekki kvikni óvænt í grillinu. Almenn þrif á grillinu eru nauðsynleg þar sem oft kviknar í fitu undir grillmatnum. Varast skal að grilla of nærri timburvegg eða glugga og muna að skrúfa fyrir gaskútinn þegar búið er að grilla. Yfirfara þarf leiðslur úr grillum í gaskúta á hverju ári og kanna hvort það séu nokkuð sprungur í lögninni. Einnig er gott að venja sig á að hafa kútinn ekki undir grillinu heldur til hliðar við það. Ef fitan lekur niður á gaskútinn, til dæmis plastkút, þá getur hún gatað kútinn. Geyma skal gaskúta á vel loftræstum stöðum en gæta þess þó að verja þá fyrir vatni og vindum. Þeir þurfa einnig að standa uppréttir á stöðugri undirstöðu. Varúð við viðhald, leik og störf Þó svo alvarlegustu tjónin í sumarhúsum séu yfirleitt vegna vatns og bruna þá eru fallslys ein algengustu slysin. Heima- og frítímaslys eru algengustu slysin miðað við slysaskrá enda verjum við einna mestum tíma heima við og gætum mögulega ekki nógu vel að okkur þegar við erum heima eða í fríi. Fallslys verða oft þegar staðið er í framkvæmdum, til dæmis þegar unnið er að viðhaldi eða byggingu húsa. Þá er nauðsynlegt að huga vel að öryggi í hvívetna, nota heila og stöðuga stiga, færa stigann til eftir þörfum í stað þess að teygja sig ógætilega, fá aðstoð og vera í línu ef unnið er uppi á þaki. Ef heitur pottur er við sumarhúsið þarf ávallt að hafa í huga að fylgjast vel með börnum og skilja þau aldrei ein eftir í pottinum. Ósynd börn ættu að hafa armkúta. Að notkun lokinni skal alltaf setja lok yfir pottinn og læsa því. Mikilvægt er að venja sig á að kanna hitastig pottsins áður en farið er í hann og hafa hitastýringu á pottinum. Gott er að láta fagaðila yfirfara lagnir og stilla kerfi á eldri pottum. Lífsbjörg er ekki metin til fjár Stundum veltir fólk fyrir sér verðmiðanum þegar kemur að því að kaupa öryggistæki en þá er vert að hafa í huga að nauðsynlegur öryggisbúnaður er í raun mjög ódýr líftrygging. Búnaður á borð við reykskynjara hefur t.a.m. margsannað gildi sitt. Mörg tryggingafyrirtæki bjóða viðskiptavinum sínum afslátt hjá söluaðilum öryggistækja. Vert er að skoða það þegar kaupa þarf öryggistæki. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarið er tíminn sagði skáldið og sönglaði með. Hvernig sem viðrar eru sumarhús vinsælir griðarstaðir á Íslandi og þar sköpum við góðar minningar. Við viljum öll eiga notalega og áhyggjulausa dvöl í sumarhúsum og forðast óþægindi. Oft er sagt að slysin geri ekki boð á undan sér en stundum má sjá við þeim með forsjálni. Til þess að dvölin í sumarhúsinu fari ekki úr því að vera ánægjuleg yfir í krefjandi og erfitt verkefni er mikilvægt að huga að öryggi og forvörnum því hætturnar leynast víða. Eldvarnir innandyra Mikilvægt er að hafa eldvarnir sumarhúsa í lagi líkt og í öðrum fasteignum. Nauðsynlegt er að geta brugðist strax við ef eldur kemur upp þar sem oft er langt í næsta slökkvilið og aðstoð. Þá þarf að hafa viðeigandi eldvarnabúnað til staðar og kunna að nota hann. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum og gæta þarf þess að rafhlaðan í þeim sé í lagi. Nú fást reykskynjarar með 10 ára rafhlöðum en í eldri týpum þarf iðulega að skipta um rafhlöðu einu sinni á ári. Gott er að temja sér að prófa reykskynjarana reglulega, til dæmis þegar komið er í bústaðinn. Eldvarnarteppi geta með réttri notkun komið í veg fyrir útbreiðslu elds til dæmis í eldhúsi, út frá kertum og minni raftækjum og ætti eitt slíkt að vera til taks í öllum eldhúsum. Slökkvitæki þurfa að vera til staðar og einnig getur verið gott að hafa gas- og vatnsskynjara en vatnstjón eru algengustu tjónin í sumarhúsum. Rétt staðsett slökkvitæki getur skipt sköpum ef eldhætta skapast. Við val á slökkvitækjum er mikilvægt að hafa í huga hvers konar eldur getur mögulega komið upp. Yfirleitt eru notuð léttvatnsslökkvitæki eða duftslökkvitæki á heimilum og öðrum dvalarstöðum. Gæta þarf þess að láta fylla tækin strax eftir notkun. Hvar og hvernig Heppilegast er að staðsetja slökkvitæki nærri útgöngum eða þar sem fólk á leið um. En gæta þarf þess að það hindri ekki rýmingarleið. Fylgjast þarf með þrýstimæli slökkvitækis og að innsigli tækisins sé órofið. Yfirfara þarf tækin reglulega hjá viðurkenndum þjónustuaðila. Samkvæmt reglugerð Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um viðhald slökkvitækja ber eiganda eða ábyrgðarmanni að fá viðurkenndan aðila til að yfirfara og skoða handslökkvitæki sín árlega. Þá er verið að kanna þrýsting í tækinu, hvort það sé nokkuð tæring og skemmdir í kútnum. Einnig þarf að athuga að velta dufttækjum nokkrum sinnum á ári þannig það myndist ekki klumpur á botninum. Virkni léttvatnstækja er yfirleitt ónýt eftir 8-10 ár og því þarf að endurnýja þau eftir ákveðinn tíma. Einnig þarf ávallt að hafa í huga að öryggi þeirra sem eru innandyra gengur fyrir slökkvistarfi. Því þarf alltaf að byrja á að vara alla við svo fólk geti forðað sér og hafa þá tiltekinn stað sem allir safnast saman á fyrir utan. Ef ekki gengur að slökkva eldinn þarf umsvifalaust að hafa samband við neyðarlínu 112. Eldvarnir utandyra Hætta á gróðureldum hefur aukist talsvert hér á landi vegna vaxandi gróðurs og breytinga á veðurfari. Gróðureldar geta breiðst hratt út í þurrum gróðri og miklum vindi og geta valdið miklu eigna- og manntjóni. Sumarhúsaeigendur geta dregið úr hættu af völdum gróðurelda með ýmsum forvarnaaðgerðum. Mælt er með að hafa 1,5 metra af nánast gróðurlausu svæði umhverfis sumarhús sem tryggir jafnframt aðgengi að húsinu. Öryggissvæðið ætti að ná út fyrir sólpalla og skjólveggi úr timbri. Ef hús stendur í brekku þarf öryggissvæðið að ná lengra niður í brekkuna. Einnig er mikilvægt að hreinsa sinu og dauðan gróður umhverfis sumarhúsin, sérstaklega í langvarandi þurrkum. Umgengni í kringum hús og í skógi skiptir líka máli. Forðast ætti að safna rusli og eldfimum efnum í kringum hús og undir verandir sumarhúsa. Allir sumarbústaðir ættu að vera vel útbúnir viðbragðsbúnaði svo sem brunaslöngu, slökkvitæki, skóflu og eldklöppum sem gott er að festa utan á bústaðinn. Oft er einungis um eina leið að ræða til og frá bústaðnum og því getur það verið lífspursmál að hafa eldvarnir í lagi. Í þurrkatíð er gott að vökva gróður í nærumhverfi og skynsamlegt er að hólfa niður ræktarland með því að leggja malarstíga eða skipta landinu upp með gróðurlausum beltum. Greið aðkoma Mikilvægt er að tryggja aðkomu að sumarhúsinu ef slökkvilið og aðrir björgunaraðilar þurfa að koma til hjálpar. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, HMS og Félag slökkviliðsstjóra á Íslandi hafa gefið út tilmæli varðandi aðgengi viðbragðsaðila að frístundahúsabyggð. Þar er m.a. tekið fram að vegir þurfa að þola þyngd slökkvibíla og tankbíla sem getur verið á bilinu 16 til 28 tonn og að þeir þurfi að vera a.m.k. 3 metrar að breidd. Hæð slökkvibíla og tankbíla getur verið allt að 4,1 metrar og trjágróður sem stendur út á vegi og afleggjara tefur björgunarstörf. Því er mikilvægt að grisja reglulega og gæta þess að engar hindranir séu á veginum. Tilkynna skal viðbragðsaðilum öryggisnúmer frístundahúss við útkall og því er nauðsynlegt að vera með númer hússins á hreinu. Fyrstu viðbrögð við gróðureldi eru að hringja í neyðarlínuna 112 og segja frá því hvar eldurinn er, lýsa vel staðsetningu og staðháttum og gefa upp öryggisnúmer sumarhúss ef við á. Einnig er mikilvægt að láta fólk í nágrenninu vita strax af eldinum svo það geti forðað sér og gert ráðstafanir. Ef aðstæður leyfa er mikilvægt að reyna að slökkva eldinn en þó ætti ekki að taka áhættu og hafa ávallt eigið öryggi og annarra í fyrirrúmi. Grillað ofan í mannskapinn Vinsælt er að grilla á sumrin og ekki síst í sumarbústaðnum. Þá er mikilvægt að fylgjast vel með þegar það er gert þannig ekki kvikni óvænt í grillinu. Almenn þrif á grillinu eru nauðsynleg þar sem oft kviknar í fitu undir grillmatnum. Varast skal að grilla of nærri timburvegg eða glugga og muna að skrúfa fyrir gaskútinn þegar búið er að grilla. Yfirfara þarf leiðslur úr grillum í gaskúta á hverju ári og kanna hvort það séu nokkuð sprungur í lögninni. Einnig er gott að venja sig á að hafa kútinn ekki undir grillinu heldur til hliðar við það. Ef fitan lekur niður á gaskútinn, til dæmis plastkút, þá getur hún gatað kútinn. Geyma skal gaskúta á vel loftræstum stöðum en gæta þess þó að verja þá fyrir vatni og vindum. Þeir þurfa einnig að standa uppréttir á stöðugri undirstöðu. Varúð við viðhald, leik og störf Þó svo alvarlegustu tjónin í sumarhúsum séu yfirleitt vegna vatns og bruna þá eru fallslys ein algengustu slysin. Heima- og frítímaslys eru algengustu slysin miðað við slysaskrá enda verjum við einna mestum tíma heima við og gætum mögulega ekki nógu vel að okkur þegar við erum heima eða í fríi. Fallslys verða oft þegar staðið er í framkvæmdum, til dæmis þegar unnið er að viðhaldi eða byggingu húsa. Þá er nauðsynlegt að huga vel að öryggi í hvívetna, nota heila og stöðuga stiga, færa stigann til eftir þörfum í stað þess að teygja sig ógætilega, fá aðstoð og vera í línu ef unnið er uppi á þaki. Ef heitur pottur er við sumarhúsið þarf ávallt að hafa í huga að fylgjast vel með börnum og skilja þau aldrei ein eftir í pottinum. Ósynd börn ættu að hafa armkúta. Að notkun lokinni skal alltaf setja lok yfir pottinn og læsa því. Mikilvægt er að venja sig á að kanna hitastig pottsins áður en farið er í hann og hafa hitastýringu á pottinum. Gott er að láta fagaðila yfirfara lagnir og stilla kerfi á eldri pottum. Lífsbjörg er ekki metin til fjár Stundum veltir fólk fyrir sér verðmiðanum þegar kemur að því að kaupa öryggistæki en þá er vert að hafa í huga að nauðsynlegur öryggisbúnaður er í raun mjög ódýr líftrygging. Búnaður á borð við reykskynjara hefur t.a.m. margsannað gildi sitt. Mörg tryggingafyrirtæki bjóða viðskiptavinum sínum afslátt hjá söluaðilum öryggistækja. Vert er að skoða það þegar kaupa þarf öryggistæki. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun