Úlfur Ágúst er á leiðinni í Duke-háskólann í Bandaríkjunum og því er FH í leit að framherja til að leiða línu liðsins. Í síðasta þætti Þungavigtarinnar greindi Kristján Óli Sigurðsson frá því að Petur Knudsen væri á leiðinni í Hafnafjörð.
Sá er 25 ára gamall og spilar undir stjórn Freys Alexanderssonar í danska úrvalsdeildarinnar liðinu Lyngby. Hann er að renna út á samningi þar á bæ og er því frjálst að semja við hvaða lið sem er eftir mánaðarmót.
FH búnir að finna arftaka Úlfs sem heldur til Ameríkuhrepps í nám.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) June 12, 2023
72 ja mínútna krufning á helginni.
Þátturinn mættur á https://t.co/QCdz171Jhy pic.twitter.com/uJRMy1Kdnb
Petur, sem er hluti af landsliðshóp Færeyja fyrir komandi leiki í undankeppni EM, er ekki á leið til FH samkvæmt heimildum Fótbolti.net. FH vildi upphaflega fá hann áður en tímabilið í Bestu deild karla hófst en meiðsli Alfreðs Finnbogasonar komu í veg fyrir að Lyngby léti hann fara.
Færeyingurinn spilaði ekki með Lyngby fyrr en á síðari hluta tímabils. Á endanum tók hann þátt í 8 leikjum og skoraði 2 mörk er Lyngby hélt sér uppi á eftirminnilegan hátt.