„Ég þurfti að gefa brjóst í hálfleik“ Jón Már Ferro skrifar 12. júní 2023 21:54 Fanndís segist stolt af sjálfri sér eftir að spila sinn fyrsta leik í tæp tvö ár. Vísir/Hulda Margrét Fanndís Friðriksdóttir spilaði sinn fyrsta leik, fyrir Val í kvöld, síðan 10. september 2021. Síðan þá hefur hún slitið krossbönd og eignast sitt annað barn. Hún gerði sér lítið fyrir og skoraði mark eftir að hafa komið inn á sem varamaður gegn Tindastól í Bestu deild kvenna. „Tilfinningarnar eru mjög góðar. Þetta var leikurinn sem ég var búinn að vera með í huga síðan fyrsta 1. mars þegar ég eignaðist annað barnið mitt. Þetta var mjög sætt og ég er virkilega stolt af sjálfri mér,“ segir Fanndís. Þrátt fyrir að það sé langur tími liðin frá síðasta leik Fanndísar hefur hún ekki setið aðgerðarlaus. „Tíminn er búinn að vera furðu fljótur að líða þannig lagað. Þetta gekk allt ótrúlega vel. Það hjálpaði mér að ég varð ólétt. Þá gat ég gleymt mér í öðru en ég var ekkert búinn að vera með hugann við það. Ég ætlaði mér bara aftur í fótbolta,“ segir Fanndís. Eftir að hún sleit krossbönd nýtti hún tímann vel og var alltaf staðráðin í að snúa til baka á völlinn. „Ég sleit krossband mjög stuttu eftir að ég eignaðist fyrra barnið mitt. Ég held ég hafi aldrei orðið jafn móðguð þegar fólk spurði mig hvort ég ætlaði aftur í fótbolta. Ég sagði alltaf já! Þannig nei. Það kom aldrei neitt annað til greina,“ segir Fanndís. Fanndís Friðriksdóttir skoraði á sínum tíma 17 mörk fyrir íslenska landsliðið. Hún á að baki 109 landsleiki en síðast spilaði hún gegn úkraínu 10. mars 2020 fyrir landsliðið.Vísir/Getty Eðlilega er hún þreytt eftir fyrsta leikinn en vonandi spilar Fanndís meira á tímabilinu því fáar knattspyrnukonur á Íslandi eru skemmtilegri á vellinum. „Ég er stíf hér og þar vegna þess að álagið er að verða meira. Það var langt síðan ég var í fótbolta. Ég er bara að njóta þess að vera í fótbolta. Svo sjáum við bara hvað gerist,“ segir Fanndís. Það er ekki auðvelt verkefni að púsla saman fótboltanum samhliða því að vera nýbökuð móðir. „Þetta er mjög mikil vinna og mjög erfitt. Svo gleymir maður þessu öllu núna. En já þetta er mjög mikil vinna og mikið púsluspil. Ég þurfti að gefa brjóst í hálfleik. Það er allskonar bras sem fylgir þessu. Þú mætir ekki bara í leik og hugsar um sjálfan þig,“ segir Fanndís. Besta deild kvenna Valur Tindastóll Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
„Tilfinningarnar eru mjög góðar. Þetta var leikurinn sem ég var búinn að vera með í huga síðan fyrsta 1. mars þegar ég eignaðist annað barnið mitt. Þetta var mjög sætt og ég er virkilega stolt af sjálfri mér,“ segir Fanndís. Þrátt fyrir að það sé langur tími liðin frá síðasta leik Fanndísar hefur hún ekki setið aðgerðarlaus. „Tíminn er búinn að vera furðu fljótur að líða þannig lagað. Þetta gekk allt ótrúlega vel. Það hjálpaði mér að ég varð ólétt. Þá gat ég gleymt mér í öðru en ég var ekkert búinn að vera með hugann við það. Ég ætlaði mér bara aftur í fótbolta,“ segir Fanndís. Eftir að hún sleit krossbönd nýtti hún tímann vel og var alltaf staðráðin í að snúa til baka á völlinn. „Ég sleit krossband mjög stuttu eftir að ég eignaðist fyrra barnið mitt. Ég held ég hafi aldrei orðið jafn móðguð þegar fólk spurði mig hvort ég ætlaði aftur í fótbolta. Ég sagði alltaf já! Þannig nei. Það kom aldrei neitt annað til greina,“ segir Fanndís. Fanndís Friðriksdóttir skoraði á sínum tíma 17 mörk fyrir íslenska landsliðið. Hún á að baki 109 landsleiki en síðast spilaði hún gegn úkraínu 10. mars 2020 fyrir landsliðið.Vísir/Getty Eðlilega er hún þreytt eftir fyrsta leikinn en vonandi spilar Fanndís meira á tímabilinu því fáar knattspyrnukonur á Íslandi eru skemmtilegri á vellinum. „Ég er stíf hér og þar vegna þess að álagið er að verða meira. Það var langt síðan ég var í fótbolta. Ég er bara að njóta þess að vera í fótbolta. Svo sjáum við bara hvað gerist,“ segir Fanndís. Það er ekki auðvelt verkefni að púsla saman fótboltanum samhliða því að vera nýbökuð móðir. „Þetta er mjög mikil vinna og mjög erfitt. Svo gleymir maður þessu öllu núna. En já þetta er mjög mikil vinna og mikið púsluspil. Ég þurfti að gefa brjóst í hálfleik. Það er allskonar bras sem fylgir þessu. Þú mætir ekki bara í leik og hugsar um sjálfan þig,“ segir Fanndís.
Besta deild kvenna Valur Tindastóll Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira