Fótbolti

Lukaku með risatilboð frá Sádí-Arabíu

Siggeir Ævarsson skrifar
Romelu Lukaku fagnar marki.
Romelu Lukaku fagnar marki. Vísir/Getty

Framtíð Romelu Lukaku virðist vera algjörlega óráðin. Lukaku lék með Inter í vetur þar sem hann var á láni. Hann er ennþá leikmaður Chelsea en hefur ítrekað lýst því yfir að hann vilji vera áfram á Ítalíu og þá helst hjá Inter. 

Það er þó alls ekki klippt og skorið að Lukaku geti áfram alið manninn í Mílanó. Chelsea borguðu 115 milljónir Evra þegar hann kom frá Inter 2021 og vilja eflaust fá einhvern hluta af þeirri fjárfestingu til baka. 

Fjárhagstaða Inter ku ekki vera sú besta þessa dagana og eru félagaskiptin því í ákveðnum hnút. Nýjasta vendingin í þessu máli er tilboð frá Al-Hilal sem leikur í efstu deild í Sádíu-Arabíu. Hafa fulltrúar liðsins þegar gert Lukaku sjálfum tilboð, sem hljóðar upp á 25 milljónir evra í árslaun og samning til tveggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×