Myndir: Mikið um dýrðir á stærsta Icebox-mótinu frá upphafi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júní 2023 14:02 Bardagi Aleksandr Baranovs gegn Elmari Gauta var valinn bardagi kvöldsins. Icebox Hnefaleikaviðburðurinn ICEBOX var haldinn í fjórða sinn síðastliðinn föstudag þar sem margir af fremstu hnefaleikaköppum landsins mættust. Alls fóru tíu viðureignir fram í bland við að margir af stærstu tónlistarmönnum landsins gengu inn með boxurunum við mikil fagnaðarlæti áhorfenda. Tónlistarmaðurinn Patrik opnaði beina útsendingu á Stöð 2 Sport með dönsurum frá Dansstúdíó World Class og ætlaði allt um koll að keyra enda fagnaðarlætin mikil. Rappararnir Kristmundur Axel, Andri Már, Issi, Birgir Hákon, Young Nigo Drippin og Herra Hnetusmjör gengu inn með hvern sinn boxara og greinilegt að áhorfendur höfðu gaman af og tóku vel undir. Þekkt andlit voru meðal gesta og augljóst að þetta var viðburður sem enginn vildi láta framhjá sér fara. Færri komust að en vildu og Davíð Rúnar Bjarnason, viðburðarhaldari, stöðvaði miðasölu þegar þriðji bardagi kvöldsins hófst þar sem hvert einasta sæti í húsinu var nýtt og ekki pláss fyrir fleiri. Það var bardagi Elmars Gauta Halldórssonar og Aleksandr Baranovs sem endaði kvöldið og var að lokum valinn besti bardagi kvöldsins. Fengu báðir keppendur verðlaun frá styrktaraðilum mótsins. Það var síðan hin 16 ára gamli Gabríel Waren sem var valinn ICEBOX CHAMPION eða besti boxari kvöldsins en hann sigraði Mikael Sævarsson í flottri viðureign og hlutu þeir mikið klapp fyrir sína viðureign. Úrslit Icebox Armandas Sangavicious frá HFK sigraði Benedikt Gylfa Eiríkson í -80kg flokki karla frá HFH. Marek Sobota frá GFR sigraði Sindra Frey frá Hnefaleikafélagi Reykjaness í -75kg flokki karla. Anton Smári Hrafnhildarson sigraði Khalid Mostaphason frá GFR í -80kg flokki karla. Kristófer Deyemo Georgesson frá Æsi sigraði Arnis Bagodan frá Bogatyr í -86kg flokki karla. Alexander Bjarki Maya frá GFR sigraði Nóel Frey frá HR/World Class Boxing Academy í -67kg flokki ungmenna. Gabríel Waren frá HR/World Class Boxing Academy sigraði Mikael Sævarsson frá HFK -67kg flokki ungmenna. Þorsteinn Sigurðarson frá HFH sigraði Blazej Galant frá GFR í -92kg flokki karla. Emin Kadri Eminsson frá HFK sigraði Alexander Irving frá GFR í -71kg flokki karla. Magnús Kolbjörn Eiríksson frá HFK sigraði Yaroslav frá Bogatyr í +92 flokki karla. Elmar Gauti Halldórsson frá HR/World Class Boxong Academy sigraði Aleksandr Baranovs frá Bogatyr í -80kg flokki karla. Davíð Rúnar Bjarnason, viðburðarhaldari, sendi svo myndir frá viðburðinum og því sem þar fór fram, en myndirnar má sjá hér fyrir neðan. Patrik Atlason, Prettiboitjokko, opnaði kvöldið.Icebox Margir keppendur gengu inn með tónlistamenn sér við hlið.Icebox Alexander Bjarki gegn Nóel Frey.Icebox Alexander Irving gegn Emin Kadri.Icebox Magnús Kolbjörn gegn Yaroslav.Icebox Mikael Sævarsson gegn Gabríel Waren.Icebox Anton Smári gegn Khalid Mostaphason.Icebox Kristófer Deyemo gegn Arnis Badodan.Icebox Aleksandr Baranovs gegn Elmari Gauta.Icebox Box Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Patrik opnaði beina útsendingu á Stöð 2 Sport með dönsurum frá Dansstúdíó World Class og ætlaði allt um koll að keyra enda fagnaðarlætin mikil. Rappararnir Kristmundur Axel, Andri Már, Issi, Birgir Hákon, Young Nigo Drippin og Herra Hnetusmjör gengu inn með hvern sinn boxara og greinilegt að áhorfendur höfðu gaman af og tóku vel undir. Þekkt andlit voru meðal gesta og augljóst að þetta var viðburður sem enginn vildi láta framhjá sér fara. Færri komust að en vildu og Davíð Rúnar Bjarnason, viðburðarhaldari, stöðvaði miðasölu þegar þriðji bardagi kvöldsins hófst þar sem hvert einasta sæti í húsinu var nýtt og ekki pláss fyrir fleiri. Það var bardagi Elmars Gauta Halldórssonar og Aleksandr Baranovs sem endaði kvöldið og var að lokum valinn besti bardagi kvöldsins. Fengu báðir keppendur verðlaun frá styrktaraðilum mótsins. Það var síðan hin 16 ára gamli Gabríel Waren sem var valinn ICEBOX CHAMPION eða besti boxari kvöldsins en hann sigraði Mikael Sævarsson í flottri viðureign og hlutu þeir mikið klapp fyrir sína viðureign. Úrslit Icebox Armandas Sangavicious frá HFK sigraði Benedikt Gylfa Eiríkson í -80kg flokki karla frá HFH. Marek Sobota frá GFR sigraði Sindra Frey frá Hnefaleikafélagi Reykjaness í -75kg flokki karla. Anton Smári Hrafnhildarson sigraði Khalid Mostaphason frá GFR í -80kg flokki karla. Kristófer Deyemo Georgesson frá Æsi sigraði Arnis Bagodan frá Bogatyr í -86kg flokki karla. Alexander Bjarki Maya frá GFR sigraði Nóel Frey frá HR/World Class Boxing Academy í -67kg flokki ungmenna. Gabríel Waren frá HR/World Class Boxing Academy sigraði Mikael Sævarsson frá HFK -67kg flokki ungmenna. Þorsteinn Sigurðarson frá HFH sigraði Blazej Galant frá GFR í -92kg flokki karla. Emin Kadri Eminsson frá HFK sigraði Alexander Irving frá GFR í -71kg flokki karla. Magnús Kolbjörn Eiríksson frá HFK sigraði Yaroslav frá Bogatyr í +92 flokki karla. Elmar Gauti Halldórsson frá HR/World Class Boxong Academy sigraði Aleksandr Baranovs frá Bogatyr í -80kg flokki karla. Davíð Rúnar Bjarnason, viðburðarhaldari, sendi svo myndir frá viðburðinum og því sem þar fór fram, en myndirnar má sjá hér fyrir neðan. Patrik Atlason, Prettiboitjokko, opnaði kvöldið.Icebox Margir keppendur gengu inn með tónlistamenn sér við hlið.Icebox Alexander Bjarki gegn Nóel Frey.Icebox Alexander Irving gegn Emin Kadri.Icebox Magnús Kolbjörn gegn Yaroslav.Icebox Mikael Sævarsson gegn Gabríel Waren.Icebox Anton Smári gegn Khalid Mostaphason.Icebox Kristófer Deyemo gegn Arnis Badodan.Icebox Aleksandr Baranovs gegn Elmari Gauta.Icebox
Armandas Sangavicious frá HFK sigraði Benedikt Gylfa Eiríkson í -80kg flokki karla frá HFH. Marek Sobota frá GFR sigraði Sindra Frey frá Hnefaleikafélagi Reykjaness í -75kg flokki karla. Anton Smári Hrafnhildarson sigraði Khalid Mostaphason frá GFR í -80kg flokki karla. Kristófer Deyemo Georgesson frá Æsi sigraði Arnis Bagodan frá Bogatyr í -86kg flokki karla. Alexander Bjarki Maya frá GFR sigraði Nóel Frey frá HR/World Class Boxing Academy í -67kg flokki ungmenna. Gabríel Waren frá HR/World Class Boxing Academy sigraði Mikael Sævarsson frá HFK -67kg flokki ungmenna. Þorsteinn Sigurðarson frá HFH sigraði Blazej Galant frá GFR í -92kg flokki karla. Emin Kadri Eminsson frá HFK sigraði Alexander Irving frá GFR í -71kg flokki karla. Magnús Kolbjörn Eiríksson frá HFK sigraði Yaroslav frá Bogatyr í +92 flokki karla. Elmar Gauti Halldórsson frá HR/World Class Boxong Academy sigraði Aleksandr Baranovs frá Bogatyr í -80kg flokki karla.
Box Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira