Barnabarn mafíósans í sex mánaða bann fyrir slagsmálin við Mayweather Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júní 2023 14:30 Bardagi Floyds Mayweather og Johns Gotti III leystist upp í vitleysu. vísir/getty John Gotti III hefur verið dæmdur í sex mánaða bann eftir að hafa stofnað til slagsmála eftir sýningarbardaga gegn Floyd Mayweather. Gotti, sem er barnabarn mafíuforingjans alræmda John Gotti frá New York, brást illa við þegar dómari stöðvaði bardaga þeirra Mayweathers í sjöttu lotu vegna orðaskaks og munnsöfnuðar bardagakappanna. Gotti réðist á Mayweather og í kjölfarið brutust út slagsmál. Talið er að um fimmtíu manns hafi tekið þátt í þeim og náðu þau alla leið inn í búningsklefa. Eftir bardagann birti Gotti færslu á Instagram þar sem hann sagði að Mayweather væri óvinur hans til lífstíðar. Hann óskaði einnig eftir hjálp frá Conor McGregor sem Mayweather sigraði í bardaga fyrir sex árum. Gotti hefur nú verið dæmdur í sex mánaða bann fyrir sinn þátt í ólátunum. Mayweather slapp hins vegar við refsingu. Gotti átti erfitt uppdráttar í bardaganum og var í vandræðum með að verjast árásum Mayweathers, bæði með hnefunum og kjaftinum. Dómari bardagans bað Gotti og aðstoðarmenn hans að róa sig niður og hætta að rífa kjaft. Á endanum gafst hann upp og stöðvaði bardagann, Gotti til mikils ama. Hann skaut á dómarann á samfélagsmiðlum og sagði að hann hefði stöðvað bardagann að ósekju. Systir Gottis, Nicolette, gekk enn lengra og sendi ógnandi skilaboð til dóttur Mayweathers. Bardaginn um helgina var sjöundi sýningarbardaginn sem Mayweather tekur þátt í eftir að hann lagði hanskana á hilluna 2017. Box Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Gotti, sem er barnabarn mafíuforingjans alræmda John Gotti frá New York, brást illa við þegar dómari stöðvaði bardaga þeirra Mayweathers í sjöttu lotu vegna orðaskaks og munnsöfnuðar bardagakappanna. Gotti réðist á Mayweather og í kjölfarið brutust út slagsmál. Talið er að um fimmtíu manns hafi tekið þátt í þeim og náðu þau alla leið inn í búningsklefa. Eftir bardagann birti Gotti færslu á Instagram þar sem hann sagði að Mayweather væri óvinur hans til lífstíðar. Hann óskaði einnig eftir hjálp frá Conor McGregor sem Mayweather sigraði í bardaga fyrir sex árum. Gotti hefur nú verið dæmdur í sex mánaða bann fyrir sinn þátt í ólátunum. Mayweather slapp hins vegar við refsingu. Gotti átti erfitt uppdráttar í bardaganum og var í vandræðum með að verjast árásum Mayweathers, bæði með hnefunum og kjaftinum. Dómari bardagans bað Gotti og aðstoðarmenn hans að róa sig niður og hætta að rífa kjaft. Á endanum gafst hann upp og stöðvaði bardagann, Gotti til mikils ama. Hann skaut á dómarann á samfélagsmiðlum og sagði að hann hefði stöðvað bardagann að ósekju. Systir Gottis, Nicolette, gekk enn lengra og sendi ógnandi skilaboð til dóttur Mayweathers. Bardaginn um helgina var sjöundi sýningarbardaginn sem Mayweather tekur þátt í eftir að hann lagði hanskana á hilluna 2017.
Box Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira