Söngvari Rammstein gæti átt fimm ára fangelsi yfir höfði sér Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. júní 2023 14:56 Saksóknari í Berlín hefur opnað rannsókn á hendur Lindemann. Getty Saksóknari í Berlín hefur opnað rannsókn á hendur Till Lindemann, söngvara Rammstein, fyrir kynferðisbrot. Tugir kvenna hafa stigið fram á undanförnum vikum og sakað Lindemann og starfslið hans um kerfisbundna tælingu og byrlun. Samkvæmt þýska blaðinu Tagesspiegel er Lindemann grunaður um að brjóta 177 grein þýskra hegningarlaga. Þar segir að hver sem neyðir aðra manneskju til kynferðislegra athafna með sjálfum sér eða örðum geti átt yfir sér fangelsisdóm allt að fimm árum. Rannsóknin hófst vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál Lindemann sem og umfjöllunar á samfélagsmiðlum. Á Reddit síðu þungarrokkshljómsveitarinnar hafa tugir kvenna stigið fram lýst framferði Lindemann og virðast lýsingarnar margar vera keimlíkar eða alveg eins. Málin hrannast upp Eins og Vísir hefur áður greint frá var það írsk kona að nafni Shelby Lynn sem steig fram með fyrstu ásakanirnar. En hún lýsti grunsemdum um byrlun á tónleikum Rammstein í Vilníu, höfuðborg Litháen í maí síðastliðnum. Í kjölfar þess stigu fleiri fram. Rammstein hafa gefið út nokkrar yfirlýsingar um málið og hafnað ásökununum. Engu að síður hefur þrýstingurinn magnast. Meðal annars sleit bókaútgefandinn KiWi útgáfusamningi sínum við Lindemann, en forlagið hafði um áraraðir gefið út ljóðabækur hans. Til umræðu á þinginu Nú hefur mál Lindemann ratað alla leið til þýska þingsins. Sebastian Schlusselburg, þingmaður Vinstrisins, lagði nýlega fram fyrirspurn um hvar mál Lindemann væri statt hjá saksóknara. Saksóknari hefur hins vegar ekki viljað greina frekar frá rannsókninni. „Það er mikilvægt að þær upplýsingar sem yfirvöld veita njóti trausts því það er mjög hætt við því að þeir sem um ræðir verði fyrir fordómum í samfélaginu vegna þeirra,“ sagði talsmaður saksóknaraembættisins. Tónlist Þýskaland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Útgefandi Lindemann lætur hann róa og fleiri ásakanir birtast Fleiri Metoo sögur um Till Lindemann, söngvara þungarokkssveitarinnar Rammstein hafa birst eftir að kona sakaði hann um byrlun í Litháen í síðasta mánuði. Bókaútgefandi hefur sagt upp samningi við Lindemann. 8. júní 2023 22:17 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Samkvæmt þýska blaðinu Tagesspiegel er Lindemann grunaður um að brjóta 177 grein þýskra hegningarlaga. Þar segir að hver sem neyðir aðra manneskju til kynferðislegra athafna með sjálfum sér eða örðum geti átt yfir sér fangelsisdóm allt að fimm árum. Rannsóknin hófst vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál Lindemann sem og umfjöllunar á samfélagsmiðlum. Á Reddit síðu þungarrokkshljómsveitarinnar hafa tugir kvenna stigið fram lýst framferði Lindemann og virðast lýsingarnar margar vera keimlíkar eða alveg eins. Málin hrannast upp Eins og Vísir hefur áður greint frá var það írsk kona að nafni Shelby Lynn sem steig fram með fyrstu ásakanirnar. En hún lýsti grunsemdum um byrlun á tónleikum Rammstein í Vilníu, höfuðborg Litháen í maí síðastliðnum. Í kjölfar þess stigu fleiri fram. Rammstein hafa gefið út nokkrar yfirlýsingar um málið og hafnað ásökununum. Engu að síður hefur þrýstingurinn magnast. Meðal annars sleit bókaútgefandinn KiWi útgáfusamningi sínum við Lindemann, en forlagið hafði um áraraðir gefið út ljóðabækur hans. Til umræðu á þinginu Nú hefur mál Lindemann ratað alla leið til þýska þingsins. Sebastian Schlusselburg, þingmaður Vinstrisins, lagði nýlega fram fyrirspurn um hvar mál Lindemann væri statt hjá saksóknara. Saksóknari hefur hins vegar ekki viljað greina frekar frá rannsókninni. „Það er mikilvægt að þær upplýsingar sem yfirvöld veita njóti trausts því það er mjög hætt við því að þeir sem um ræðir verði fyrir fordómum í samfélaginu vegna þeirra,“ sagði talsmaður saksóknaraembættisins.
Tónlist Þýskaland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Útgefandi Lindemann lætur hann róa og fleiri ásakanir birtast Fleiri Metoo sögur um Till Lindemann, söngvara þungarokkssveitarinnar Rammstein hafa birst eftir að kona sakaði hann um byrlun í Litháen í síðasta mánuði. Bókaútgefandi hefur sagt upp samningi við Lindemann. 8. júní 2023 22:17 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Útgefandi Lindemann lætur hann róa og fleiri ásakanir birtast Fleiri Metoo sögur um Till Lindemann, söngvara þungarokkssveitarinnar Rammstein hafa birst eftir að kona sakaði hann um byrlun í Litháen í síðasta mánuði. Bókaútgefandi hefur sagt upp samningi við Lindemann. 8. júní 2023 22:17