Ástralir stöðva byggingu á nýju sendiráði Rússa Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2023 07:58 Rússar skuldbundu sig árið 2008 til að ljúka framkvæmdum á nýju sendiráði í Canberra á þremur árum. Þeim er enn ekki lokið. AP Ástralska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp sem felur í sér að framkvæmdir á nýju sendiráði Rússa í grennd við þinghúsið í áströlsku höfuðborginni Canberra séu stöðvaðar. Er þar vísað til öryggissjónarmiða. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir að löggjöfin feli sér sviptingu á rétti rússneskra stjórnvalda til leigu á umræddri lóð. Báðar deildir ástralska þingsins samþykktu löggjöfina innan við tveimur tímum eftir að málið var lagt fram . Ríkisstjórn landsins ákvað að leggja málið fram eftir að rússnesk yfirvöld höfðu haft betur í máli fyrir í alríkisdómstól í síðasta mánuði sem kom í veg fyrir útburði Rússa af lóðinni þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu ár. Borgaryfirvöld í Canberra höfðu áður sagt upp leigusamningi vegna tafa á framkvæmdum frá því að lóðarleigusamningurinn var gerður árið 2008. Samkvæmt þeim samningi höfðu rússnesk stjórnvöld skuldbundið sig til að ljúka framkvæmdum á þremur árum, en framkvæmdum er einungis að hluta lokið og enn langt í land. Albanese segir að ástralskar öryggisstofnanir hafi ráðlagt stjórnvöldum að það þjóni þjóðaröryggi að vera ekki með rússneska viðveru svo nálægt þinghúsinu. Sendiráðið sem hefur verið í byggingu er við hlið ástralska þinghússins, en núverandi sendiráð Rússlands er að finna í hverfinu Griffith, mun fjær þinghúsinu. Albanese leggur áherslu á að sendiráð Ástralíu í Moskvu verði áfram starfrækt líkt og núverandi sendiráð Rússlands í Canberra. „En við reiknum ekki með að Rússland sé í stöðu til ræða alþjóðalög, litið til ítrekaðra og óskammfeilinna brota þeirra á þeim í tengslum við innrásina í Úkraínu,“ segir Albanese. Ástralía Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir að löggjöfin feli sér sviptingu á rétti rússneskra stjórnvalda til leigu á umræddri lóð. Báðar deildir ástralska þingsins samþykktu löggjöfina innan við tveimur tímum eftir að málið var lagt fram . Ríkisstjórn landsins ákvað að leggja málið fram eftir að rússnesk yfirvöld höfðu haft betur í máli fyrir í alríkisdómstól í síðasta mánuði sem kom í veg fyrir útburði Rússa af lóðinni þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu ár. Borgaryfirvöld í Canberra höfðu áður sagt upp leigusamningi vegna tafa á framkvæmdum frá því að lóðarleigusamningurinn var gerður árið 2008. Samkvæmt þeim samningi höfðu rússnesk stjórnvöld skuldbundið sig til að ljúka framkvæmdum á þremur árum, en framkvæmdum er einungis að hluta lokið og enn langt í land. Albanese segir að ástralskar öryggisstofnanir hafi ráðlagt stjórnvöldum að það þjóni þjóðaröryggi að vera ekki með rússneska viðveru svo nálægt þinghúsinu. Sendiráðið sem hefur verið í byggingu er við hlið ástralska þinghússins, en núverandi sendiráð Rússlands er að finna í hverfinu Griffith, mun fjær þinghúsinu. Albanese leggur áherslu á að sendiráð Ástralíu í Moskvu verði áfram starfrækt líkt og núverandi sendiráð Rússlands í Canberra. „En við reiknum ekki með að Rússland sé í stöðu til ræða alþjóðalög, litið til ítrekaðra og óskammfeilinna brota þeirra á þeim í tengslum við innrásina í Úkraínu,“ segir Albanese.
Ástralía Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira