Ástralir stöðva byggingu á nýju sendiráði Rússa Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2023 07:58 Rússar skuldbundu sig árið 2008 til að ljúka framkvæmdum á nýju sendiráði í Canberra á þremur árum. Þeim er enn ekki lokið. AP Ástralska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp sem felur í sér að framkvæmdir á nýju sendiráði Rússa í grennd við þinghúsið í áströlsku höfuðborginni Canberra séu stöðvaðar. Er þar vísað til öryggissjónarmiða. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir að löggjöfin feli sér sviptingu á rétti rússneskra stjórnvalda til leigu á umræddri lóð. Báðar deildir ástralska þingsins samþykktu löggjöfina innan við tveimur tímum eftir að málið var lagt fram . Ríkisstjórn landsins ákvað að leggja málið fram eftir að rússnesk yfirvöld höfðu haft betur í máli fyrir í alríkisdómstól í síðasta mánuði sem kom í veg fyrir útburði Rússa af lóðinni þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu ár. Borgaryfirvöld í Canberra höfðu áður sagt upp leigusamningi vegna tafa á framkvæmdum frá því að lóðarleigusamningurinn var gerður árið 2008. Samkvæmt þeim samningi höfðu rússnesk stjórnvöld skuldbundið sig til að ljúka framkvæmdum á þremur árum, en framkvæmdum er einungis að hluta lokið og enn langt í land. Albanese segir að ástralskar öryggisstofnanir hafi ráðlagt stjórnvöldum að það þjóni þjóðaröryggi að vera ekki með rússneska viðveru svo nálægt þinghúsinu. Sendiráðið sem hefur verið í byggingu er við hlið ástralska þinghússins, en núverandi sendiráð Rússlands er að finna í hverfinu Griffith, mun fjær þinghúsinu. Albanese leggur áherslu á að sendiráð Ástralíu í Moskvu verði áfram starfrækt líkt og núverandi sendiráð Rússlands í Canberra. „En við reiknum ekki með að Rússland sé í stöðu til ræða alþjóðalög, litið til ítrekaðra og óskammfeilinna brota þeirra á þeim í tengslum við innrásina í Úkraínu,“ segir Albanese. Ástralía Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir að löggjöfin feli sér sviptingu á rétti rússneskra stjórnvalda til leigu á umræddri lóð. Báðar deildir ástralska þingsins samþykktu löggjöfina innan við tveimur tímum eftir að málið var lagt fram . Ríkisstjórn landsins ákvað að leggja málið fram eftir að rússnesk yfirvöld höfðu haft betur í máli fyrir í alríkisdómstól í síðasta mánuði sem kom í veg fyrir útburði Rússa af lóðinni þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu ár. Borgaryfirvöld í Canberra höfðu áður sagt upp leigusamningi vegna tafa á framkvæmdum frá því að lóðarleigusamningurinn var gerður árið 2008. Samkvæmt þeim samningi höfðu rússnesk stjórnvöld skuldbundið sig til að ljúka framkvæmdum á þremur árum, en framkvæmdum er einungis að hluta lokið og enn langt í land. Albanese segir að ástralskar öryggisstofnanir hafi ráðlagt stjórnvöldum að það þjóni þjóðaröryggi að vera ekki með rússneska viðveru svo nálægt þinghúsinu. Sendiráðið sem hefur verið í byggingu er við hlið ástralska þinghússins, en núverandi sendiráð Rússlands er að finna í hverfinu Griffith, mun fjær þinghúsinu. Albanese leggur áherslu á að sendiráð Ástralíu í Moskvu verði áfram starfrækt líkt og núverandi sendiráð Rússlands í Canberra. „En við reiknum ekki með að Rússland sé í stöðu til ræða alþjóðalög, litið til ítrekaðra og óskammfeilinna brota þeirra á þeim í tengslum við innrásina í Úkraínu,“ segir Albanese.
Ástralía Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira