Meistararnir byrja titilvörnina gegn Jóa Berg og félögum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júní 2023 09:01 Vincent Kompany er þjálfari Jóa Berg hjá Burnley, en einnig fyrrverandi leikmaður Manchester City og goðsögn hjá félaginu. Michael Regan/Getty Images Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í sínum fyrsta leik í endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili. Greint var frá leikjaniðurröðun næsta tímabils nú fyrir skemmstu og Burnley tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City í opnunarleik tímabilsins. Fótboltaþyrstir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar eru yfirleitt varla búnir að jafna sig á sigrum og töpum síðasta tímabils þegar þeir eru farnir að huga að næsta tímabili og þeir bíða oft spenntir eftir því að sjá hvernig leikjum verður raðað niður. Leikjaniðurröðunin var birt nú fyrir skemmstu og hér fyrir neðan verður stiklað á stóru og lesendum bent á einhverja stórleiki næsta tímabils. Titilvörnin hefst í Burnley Jóhann Berg og félagar í Burnley fá það öfundsverða verkefni að verða fyrsta liðið til að mæta Englandsmeisturum Manchester City í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar föstudagskvöldið 11. ágúst næstkomandi. Vincent Kompany, goðsögn í sögu Manchester City, er þjálfari Burnley. 🚨 OFFICIAL 🚨Here is the opening set of Premier League fixtures for the 23/24 season 🙌 pic.twitter.com/0Il3ql7fBc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 15, 2023 Stærsti leikur fyrstu umferðarinnar er þó líklega viðureign Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge þar sem nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea, Mauricio Pochettino, stýrir liðinu í fyrsta sinn í deildinni. Stærstu liðin á minnsta vellinum Saga Luton Town hefur vakið verðskuldaða athygli knattspyrnuáhugamanna og liðið er komið aftur í ensku úrvalsdeildina. Það er þó völlur liðsins sem hefur vakið hvað mesta athygli, en hann tekur aðeins rétt rúmlega tíu þúsund manns í sæti. Stórlið Englands þurfa því að sætta sig við að fá fáa miða á útileiki gegn Luton, en liðið tekur á móti Tottenham 7. október, Liverpool 4. nóvember, Arsenal 5. desember, Manchester City 9. desember, Chelsea 30. desember og Manchester United 17. febrúar. Einn af inngöngum á Kenilworth Road, heimavöll Luton Town.Joe Giddens/PA Images via Getty Images Stóru nágrannaslagirnir Þá hafa einnig margir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar mikinn áhuga á því að vita hvenær stærstu nágrannaslagir deildarinnar fara fram. Hér verður farið yfir stærstu Lundúnaslagina, Manchester-slagina og slag Liverpool við Manchester-liðin. Leikjaniðurröðun ensku úrvalsdeildarinnar má svo sjá á heimasíðu deildarinnar með því að smella hér. Arsenal - Tottenham 23. september Chelsea - Arsenal 21. október Manchester United - Manchester City 28. október Tottenham - Chelsea 4. nóvember Manchester City - Liverpool 25. nóvember Liverpool - Manchester United 16. desember Chelsea - Tottenham 24. febrúar Manchester City - Manchester United 2. mars Liverpool - Manchester City 9. mars Arsenal - Chelsea 16. mars Manchester United - Liverpool 6. apríl Tottenham - Arsenal 27. apríl Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira
Fótboltaþyrstir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar eru yfirleitt varla búnir að jafna sig á sigrum og töpum síðasta tímabils þegar þeir eru farnir að huga að næsta tímabili og þeir bíða oft spenntir eftir því að sjá hvernig leikjum verður raðað niður. Leikjaniðurröðunin var birt nú fyrir skemmstu og hér fyrir neðan verður stiklað á stóru og lesendum bent á einhverja stórleiki næsta tímabils. Titilvörnin hefst í Burnley Jóhann Berg og félagar í Burnley fá það öfundsverða verkefni að verða fyrsta liðið til að mæta Englandsmeisturum Manchester City í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar föstudagskvöldið 11. ágúst næstkomandi. Vincent Kompany, goðsögn í sögu Manchester City, er þjálfari Burnley. 🚨 OFFICIAL 🚨Here is the opening set of Premier League fixtures for the 23/24 season 🙌 pic.twitter.com/0Il3ql7fBc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 15, 2023 Stærsti leikur fyrstu umferðarinnar er þó líklega viðureign Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge þar sem nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea, Mauricio Pochettino, stýrir liðinu í fyrsta sinn í deildinni. Stærstu liðin á minnsta vellinum Saga Luton Town hefur vakið verðskuldaða athygli knattspyrnuáhugamanna og liðið er komið aftur í ensku úrvalsdeildina. Það er þó völlur liðsins sem hefur vakið hvað mesta athygli, en hann tekur aðeins rétt rúmlega tíu þúsund manns í sæti. Stórlið Englands þurfa því að sætta sig við að fá fáa miða á útileiki gegn Luton, en liðið tekur á móti Tottenham 7. október, Liverpool 4. nóvember, Arsenal 5. desember, Manchester City 9. desember, Chelsea 30. desember og Manchester United 17. febrúar. Einn af inngöngum á Kenilworth Road, heimavöll Luton Town.Joe Giddens/PA Images via Getty Images Stóru nágrannaslagirnir Þá hafa einnig margir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar mikinn áhuga á því að vita hvenær stærstu nágrannaslagir deildarinnar fara fram. Hér verður farið yfir stærstu Lundúnaslagina, Manchester-slagina og slag Liverpool við Manchester-liðin. Leikjaniðurröðun ensku úrvalsdeildarinnar má svo sjá á heimasíðu deildarinnar með því að smella hér. Arsenal - Tottenham 23. september Chelsea - Arsenal 21. október Manchester United - Manchester City 28. október Tottenham - Chelsea 4. nóvember Manchester City - Liverpool 25. nóvember Liverpool - Manchester United 16. desember Chelsea - Tottenham 24. febrúar Manchester City - Manchester United 2. mars Liverpool - Manchester City 9. mars Arsenal - Chelsea 16. mars Manchester United - Liverpool 6. apríl Tottenham - Arsenal 27. apríl
Arsenal - Tottenham 23. september Chelsea - Arsenal 21. október Manchester United - Manchester City 28. október Tottenham - Chelsea 4. nóvember Manchester City - Liverpool 25. nóvember Liverpool - Manchester United 16. desember Chelsea - Tottenham 24. febrúar Manchester City - Manchester United 2. mars Liverpool - Manchester City 9. mars Arsenal - Chelsea 16. mars Manchester United - Liverpool 6. apríl Tottenham - Arsenal 27. apríl
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira