Útlit fyrir að 2023 muni toppa árin fyrir faraldur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2023 11:43 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir útlit fyrir að árið í ár verði stærra fyrir greinina en árin fyrir Covid. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna mikinn vöxt ferðaþjónustu frá því á síðasta ári. Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu á síðasta ári nam 7,8 prósentum, sem er hæsta hlutfall síðan árið 2018, þegar hann nam 8,2 prósentum og hafði þá aldrei verið hærri. Þá nam hlutdeild ferðaþjónustu í heildarvinnustundum 8,3 í fyrra, og hefur sömuleiðis ekki verið hærri síðan 2018, þegar hlutfallið var 9,8 prósent. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir viðspyrnu ferðaþjónustunnar sterka. Góð teikn séu á lofti nánast hvar sem litið er. „Til dæmis á neyslu ferðamanna á landinu, sem er sú mesta sem við höfum séð, á breytilegu verðlagi. Og það á ári þar sem við erum með færri ferðamenn en áður, sem segir okkur það að verðmætin sem hver ferðamaður er að skilja eftir eru meiri en áður. Sem er líka það sem við viljum sjá,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Útlit sé fyrir að árið í ár verði stærra en árin fyrir faraldur. „Það náttúrulega eru ansi margar breytur sem þarf að rannsaka betur til þess að við áttum okkur betur og getum spáð betur um framíðina, en það lítur út fyrir það að þessi þróun muni halda áfram.“ En er Ísland þá að nálgast hámarksafkastagetu í ferðaþjónustu? „Allar spurningar um það hvað við getum tekið á móti mörgum eru mjög afstæðar.“ Þar skipti meðal annars máli hvar ferðamennirnir halda sig, hvort þeir séu allir nálægt höfuðborgarsvæðinu eða dreifist um landið. Vel hafi gengið að byggja upp innviði og stefnan sé ekki að fylla landið af ferðamönnum þar til þolmörkum verði náð. „Markmiðið núna hlýtur að vera að ná stöðugleika í sjálfbærri atvinnugrein sem gefur af sér gríðarlegar fjárhæðir inn í þjóðarbúið og byggir upp samfélagið fyrir okkur öll. Það er markmiðið,“ segir Jóhannes. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu á síðasta ári nam 7,8 prósentum, sem er hæsta hlutfall síðan árið 2018, þegar hann nam 8,2 prósentum og hafði þá aldrei verið hærri. Þá nam hlutdeild ferðaþjónustu í heildarvinnustundum 8,3 í fyrra, og hefur sömuleiðis ekki verið hærri síðan 2018, þegar hlutfallið var 9,8 prósent. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir viðspyrnu ferðaþjónustunnar sterka. Góð teikn séu á lofti nánast hvar sem litið er. „Til dæmis á neyslu ferðamanna á landinu, sem er sú mesta sem við höfum séð, á breytilegu verðlagi. Og það á ári þar sem við erum með færri ferðamenn en áður, sem segir okkur það að verðmætin sem hver ferðamaður er að skilja eftir eru meiri en áður. Sem er líka það sem við viljum sjá,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Útlit sé fyrir að árið í ár verði stærra en árin fyrir faraldur. „Það náttúrulega eru ansi margar breytur sem þarf að rannsaka betur til þess að við áttum okkur betur og getum spáð betur um framíðina, en það lítur út fyrir það að þessi þróun muni halda áfram.“ En er Ísland þá að nálgast hámarksafkastagetu í ferðaþjónustu? „Allar spurningar um það hvað við getum tekið á móti mörgum eru mjög afstæðar.“ Þar skipti meðal annars máli hvar ferðamennirnir halda sig, hvort þeir séu allir nálægt höfuðborgarsvæðinu eða dreifist um landið. Vel hafi gengið að byggja upp innviði og stefnan sé ekki að fylla landið af ferðamönnum þar til þolmörkum verði náð. „Markmiðið núna hlýtur að vera að ná stöðugleika í sjálfbærri atvinnugrein sem gefur af sér gríðarlegar fjárhæðir inn í þjóðarbúið og byggir upp samfélagið fyrir okkur öll. Það er markmiðið,“ segir Jóhannes.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06