Stal líkum barna sem fæddust andvana Samúel Karl Ólason skrifar 15. júní 2023 14:46 Denise Lodge, sem er til vinstri, er ein þeirra sem hafa verið ákærð vegna stulds og sölu líkamsparta og líka í Massachusets, Pennsylvaníu Minnesota og Arkansas í Bandaríkjunum. AP/Steven Porter Alríkissaksóknarar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum segja umsjónarmann líkhúss læknadeildar Harvard skólans hafa selt líkamsparta líka sem gefin voru skólanum. Hann er sakaður um að hafa leyft kaupendum að koma í líkhúsið og velja sér líkamsparta til að kaupa en kaupendur hans og aðrir hafa verið ákærðir vegna málsins. Hinn 55 ára gamli Cedric Lodge, Denise Lodge eiginkona hans og þrír aðrir hafa verið ákærð vegna sölunnar. Einn maður til viðbótar hefur verið ákærður í öðru tengdu máli og sá sjöundi var ákærður fyrir nokkru í Arkansas. Fólkið er sagt hafa komið að landlægri glæpastarfsemi sem gekk út á að stela líkum í Harvard og Little Rock í Arkansas og selja þau, samkvæmt frétt New York Times. Brotin munu hafa staðið yfir frá 2018 til 2022. Saksóknarar segja Lodge hafa stolið líkamshlutum sem búið var að nota við kennslu, áður en þeir voru brenndir, og senda þá til annarra sem seldu þá svo. Lodge er einnig sagður hafa hleypt kaupendum sínum inn í líkhúsið svo þeir gætu valið líkamsparta. Á meðal þess sem Lodge stal voru höfuð, heilar, húð og bein. Lodge var ákærður í gær en deildarforseti læknadeildar Harvard sendi þá út frá sér yfirlýsingu um málið þar sem hann sagði umsjónarmanninn vera sakaðan um viðbjóðslegt framferði. Fyrirsögn yfirlýsingarinnar var: „Viðurstyggileg svik“ Bað um leður úr húð Ein þeirra sem keypti af Lodge heitir Katrina Maclean (44) en hún rekur verslun í Salem í Massachusets, sem heitir Kat‘s Creepy Creations og selur hún óhugnanlegar dúkkur, bein og annað. Um sumarið 2021 sendi hún húð af manneskju til eins af þeim ákærðu og bað hann um að vinna leður úr húðinni. Annar þeirra sem var ákærður í gær er einnig sakaður um að hafa keypt líkamshluta af konu frá Little Rock í Arkansas. Sú kona heitir Candace Chapman Scott og vann í líkhúsi og líkbrennslu í Little Rock. Hún er sökuð um að hafa stolið líkum og líkamshlutum þaðan og selt. Meðal annars stal hún líkum tveggja barna sem fæddust andvana, sem áttu að vera brennd og askan send aftur til fjölskyldu þeirra. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Hinn 55 ára gamli Cedric Lodge, Denise Lodge eiginkona hans og þrír aðrir hafa verið ákærð vegna sölunnar. Einn maður til viðbótar hefur verið ákærður í öðru tengdu máli og sá sjöundi var ákærður fyrir nokkru í Arkansas. Fólkið er sagt hafa komið að landlægri glæpastarfsemi sem gekk út á að stela líkum í Harvard og Little Rock í Arkansas og selja þau, samkvæmt frétt New York Times. Brotin munu hafa staðið yfir frá 2018 til 2022. Saksóknarar segja Lodge hafa stolið líkamshlutum sem búið var að nota við kennslu, áður en þeir voru brenndir, og senda þá til annarra sem seldu þá svo. Lodge er einnig sagður hafa hleypt kaupendum sínum inn í líkhúsið svo þeir gætu valið líkamsparta. Á meðal þess sem Lodge stal voru höfuð, heilar, húð og bein. Lodge var ákærður í gær en deildarforseti læknadeildar Harvard sendi þá út frá sér yfirlýsingu um málið þar sem hann sagði umsjónarmanninn vera sakaðan um viðbjóðslegt framferði. Fyrirsögn yfirlýsingarinnar var: „Viðurstyggileg svik“ Bað um leður úr húð Ein þeirra sem keypti af Lodge heitir Katrina Maclean (44) en hún rekur verslun í Salem í Massachusets, sem heitir Kat‘s Creepy Creations og selur hún óhugnanlegar dúkkur, bein og annað. Um sumarið 2021 sendi hún húð af manneskju til eins af þeim ákærðu og bað hann um að vinna leður úr húðinni. Annar þeirra sem var ákærður í gær er einnig sakaður um að hafa keypt líkamshluta af konu frá Little Rock í Arkansas. Sú kona heitir Candace Chapman Scott og vann í líkhúsi og líkbrennslu í Little Rock. Hún er sökuð um að hafa stolið líkum og líkamshlutum þaðan og selt. Meðal annars stal hún líkum tveggja barna sem fæddust andvana, sem áttu að vera brennd og askan send aftur til fjölskyldu þeirra.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira