Sport

McGregor sakaður um nauðgun | Neitar sök

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Conor McGregor á leik Miami Heat og Denver Nuggets.
Conor McGregor á leik Miami Heat og Denver Nuggets. Mike Ehrmann/Getty Images

Írski UFC-bardagakappinn Conor McGregor er sakaður um að hafa nauðgað konu inn á klósetti þegar hann var viðstaddur fjórða leik Denver Nuggets og Miami Heat í úrslitum NBA-deildarinnar. Conor neitar sök.

Hinn 34 ára gamli Conor var meðal annars hluti af hálfleiksskemmtun leiksins án sú skemmtun fór úr böndunum eins og Vísir hefur þegar greint frá.

Á fimmtudagskvöld greindi miðillinn TMZ Sport frá því að kona hefði sakað McGregor um að nauðga sér inn á klósetti Kaseya-hallarinnar, heimavelli Miami Heat. Félagið hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem það segist vita af ásökununum og sé að rannsaka málið. Þangað til niðurstaða fæst mun félagið annars ekkert tjá sig.

TMZ Sports hefur undir höndum bréfi frá lögfræðing konunnar. Þar segir að hún hafi orðið viðskila við vini sína og hafi verið leidd inn á klósett þar sem McGregor og öryggisvörður hans biðu. Hann hafi í kjölfarið kysst hana af miklum ákafa. Hún hafi slitið sig frá honum en hann hafi neytt hana til að stunda munnmök.

Einnig segir í bréfinu að hann hafi ýtt henni upp að vegg salernisins og reynt að nauðga henni. Hún gaf honum fjölmörg olnbogaskot og náði að sleppa.

Þegar The Athletic hafði samband við lögregluna á Miami sagðist hún vera að rannsaka málið. Talsmenn McGregor hafa gefið út að ekki sé sannleikskorn í bréfi konunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×