Best að líta á sparnaðarreikninga eins og bland í poka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júní 2023 11:01 Már segir að líkt og ef um verðbréfaviðskipti væri að ræða sé best að dreifa sparnaði sínum á sem fjölbreyttustu reikninga. Vísir/Egill Lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir erfitt að svara því hvort best sé að velja sér óverðtryggða eða verðtryggða sparnaðarreikninga á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Hann segir best að vera með eins fjölbreytta sparnaðarreikninga og hægt er, líkt og um bland í poka væri að ræða. Íslenskir bankar bjóða nú upp á töluverðan fjölda af sparnaðarreikningum og getur verið erfitt að festa reiður á það hvaða reikning sé best að stofna til á hverjum tíma, ekki síst á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Hægt er að velja á milli óverðtryggðra og verðtryggðra reikninga og óbundinna og bundinna á misháum vöxtum. „Þetta er hin hliðin á spurningunni um það hvort betra sé að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán,“ segir Már Wolfgang Mixa í samtali við Vísi spurður að því hvaða sparnaðarreikningur sé bestur í núverandi aðstæðum. Hann segir að árin fram að 2018 hafi verið hagstæðara að taka verðtryggð lán hafi verið litið til kostnað lána en ekki hve hratt þau eru greidd niður. Varla hafi farið framhjá neinum að mun hagstæðara hafi verið að vera með óverðtryggð lán síðustu ár sem hafi verið líkt og himnasending fyrir þá sem hafi verið með þau á föstum vöxtum. „Almennt hef ég mælt með því við fólk þegar það er að taka húsnæðislán að þessu sé skipt um það bil til helminga, það sé fyrsta viðmiðið og svo eru allskyns aðstæður sem geta komið upp, sumir vilja greiða lánið hægt og bítandi niður og er sama hvort þeir skuldi svipað í húsinu eftir fimm ár á meðan aðrir vilja greiða þau niður.“ Spurður hverskonar sparnaðarreikning fólk ætti þá að velja sér á þessum síðustu og verstu tímum segir Már: „Fólk ætti almennt að vera með bland í poka. Hafa eitthvað af þessu verðtryggt, eitthvað óverðtryggt og síðan bundna reikninga sem miðast við aðstæður hverju sinni. Þú getur fest reikninga í eitt til tvö ár og þá er peningurinn bundinn, sem er auðvitað ókostur en á móti kemur að þú ert að fá aðeins hærri vexti,“ segir Már „Ef vaxtastig hækkar þá er auðvitað súrt að vera með þetta á bundnum reikningi með fasta prósentu en ef vaxtastig lækkar þá ferðu í hina áttina og þetta fer í þveröfuga átt.“ Best að dreifa sparnaðinum Kjarni málsins sé að hafa eins marga fjölbreytta sparnaðarreikninga og kostur sé á. Spurður hvort að best sé þá að dreifa tiltekinni upphæð um hver mánaðarmót segir Már: „Það er best að dreifa upphæðinni sem þú ætlar að spara miðað við væntar þarfir. Ef þú til dæmis ert ekki að nota peninginn í segjum 12-24 mánuði, þá að öllu jöfnu er rétt að setja að minnsta kosti einhvern hluta á bundinn reikning.“ Og ef að verðbólgan myndi skyndilega rjúka niður? „Þá er gott að hafa sparnaðinn á bundnum reikningi. Ef hún rýkur upp, þá er það bara eins og það er,“ segir Már hlæjandi. Neytendur Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Íslenskir bankar bjóða nú upp á töluverðan fjölda af sparnaðarreikningum og getur verið erfitt að festa reiður á það hvaða reikning sé best að stofna til á hverjum tíma, ekki síst á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Hægt er að velja á milli óverðtryggðra og verðtryggðra reikninga og óbundinna og bundinna á misháum vöxtum. „Þetta er hin hliðin á spurningunni um það hvort betra sé að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán,“ segir Már Wolfgang Mixa í samtali við Vísi spurður að því hvaða sparnaðarreikningur sé bestur í núverandi aðstæðum. Hann segir að árin fram að 2018 hafi verið hagstæðara að taka verðtryggð lán hafi verið litið til kostnað lána en ekki hve hratt þau eru greidd niður. Varla hafi farið framhjá neinum að mun hagstæðara hafi verið að vera með óverðtryggð lán síðustu ár sem hafi verið líkt og himnasending fyrir þá sem hafi verið með þau á föstum vöxtum. „Almennt hef ég mælt með því við fólk þegar það er að taka húsnæðislán að þessu sé skipt um það bil til helminga, það sé fyrsta viðmiðið og svo eru allskyns aðstæður sem geta komið upp, sumir vilja greiða lánið hægt og bítandi niður og er sama hvort þeir skuldi svipað í húsinu eftir fimm ár á meðan aðrir vilja greiða þau niður.“ Spurður hverskonar sparnaðarreikning fólk ætti þá að velja sér á þessum síðustu og verstu tímum segir Már: „Fólk ætti almennt að vera með bland í poka. Hafa eitthvað af þessu verðtryggt, eitthvað óverðtryggt og síðan bundna reikninga sem miðast við aðstæður hverju sinni. Þú getur fest reikninga í eitt til tvö ár og þá er peningurinn bundinn, sem er auðvitað ókostur en á móti kemur að þú ert að fá aðeins hærri vexti,“ segir Már „Ef vaxtastig hækkar þá er auðvitað súrt að vera með þetta á bundnum reikningi með fasta prósentu en ef vaxtastig lækkar þá ferðu í hina áttina og þetta fer í þveröfuga átt.“ Best að dreifa sparnaðinum Kjarni málsins sé að hafa eins marga fjölbreytta sparnaðarreikninga og kostur sé á. Spurður hvort að best sé þá að dreifa tiltekinni upphæð um hver mánaðarmót segir Már: „Það er best að dreifa upphæðinni sem þú ætlar að spara miðað við væntar þarfir. Ef þú til dæmis ert ekki að nota peninginn í segjum 12-24 mánuði, þá að öllu jöfnu er rétt að setja að minnsta kosti einhvern hluta á bundinn reikning.“ Og ef að verðbólgan myndi skyndilega rjúka niður? „Þá er gott að hafa sparnaðinn á bundnum reikningi. Ef hún rýkur upp, þá er það bara eins og það er,“ segir Már hlæjandi.
Neytendur Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira