Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Heimir Már Pétursson skrifar 16. júní 2023 19:20 Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- og orkumálaráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku. Ráða þurfi bót á allt of þunglamalegu kerfi fyrir leyfisveitingum til virkjana. Stöð 2/Steingrímur Dúi Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. Flestir héldu að Hvammsvirkjun væri komin á beinu brautina eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti virkjunina fyrir sitt leyti í fyrradag. Það kom því mörgum á óvart þegar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjanaleyfið úr gildi í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orkumála- og loftslagsráðherra fundaði strax í morgun um stöðuna með fulltrúum Orkustofnunar og Umhverfisstofnunar. Fulltrúar þeirra skoði nú hvað hafi farið úrskeiðis. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur falið Orkustofnun og Umhverfisstofnun að skoða hvað fór úrskeiðis við umsóknarferlið um starfsleyfi fyrir Hvammsvirkjun.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Þegar kemur að grænni orku almennt, sama hvaða græna orka það er sem við erum búin að taka ákvörðun um, getum við ekki beðið. Við þurfum að fara að sækja græna orku. Ef ekki, þá þurfa menn að horfast í augu við að ná ekki loftslagsmarkmiðunum,“ segir Guðlaugur Þór. Tíðindalítið hefur verið í virkjanamálum á Íslandi mörg undanfarin ár þrátt fyrir aukna eftirspurn eftir raforku. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar sagði á ársfundi fyrirtækisins í mars að „raforkukerfið væri uppselt og ástæða til að hafa áhyggjur af orkuöryggi fyrir heimili og smærri fyrirtæki. Nauðsynlegt væri að bregðast við hið fyrsta." „Aðalatriðið er þetta; að aðgerðaleysi okkar síðustu tíu til tuttugu árin er náttúrlega að koma niður á okkur. Það er augljóst að það kerfi sem við erum búin að búa til er ekki að virka sem skyldi,“ segir umhverfisráðherra. Þar vísar hann til þeirra ferla sem mótaðir hafa verið um ferlið allt frá ákvörðun um virkjanakosti til umsókna um virkjanaleyfi, kæruleiðir og svo framvegis. Lítið hefur gerst í stórum virkjanamálum frá því Fljótsdalsstöð var tekin í gagnið árið 2007, þótt síðar hafi Búðarhálsstöð, Þeistareykjastöð og stækkun Búrfellsvirkjunar komið til sögunnar, sú síðast nefnda fyrir fimm árum. Umhverfisráðherra segir kerfið of þunglamalegt og boðar frumvörp á Alþingi í haust. Hefðu bæði Landsvirkjun og Orkustofnun getað gert betur í umsóknarferlinu? „Ég ætla ekki að leggja mat á það. Aðalatriði málsins er þetta; núna er verkefnið að ég hef beðið um að fá greiningu á því hver staðan er. Hvað fór þarna úrskeiðis og sömuleiðis hvernig við getum bætt úr því,“ segir Guðlaugur Þór. Þær niðurstöður ættu að liggja fyrir fljótlega. Landsvirkjun ætlaði að hefja undirbúningsframkvæmdir fyrir Hvammsvirkjun í næsta mánuði og eiginlega virkjanaframkvæmdir á næsta ári. Ráðherra segir þær framkvæmdir ekki mega dragast mikið. „Þetta snýst um að veita ekki afslátt á þeim kröfum sem við viljum vera með kröfur á. Það snýr auðvitað að náttúruverndinni og umhverfismálum. En það er engra hagur að svona ferli dragist áfram í mörg, mörg ár,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Landsvirkjun Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Markmið stjórnvalda og virkjana-framkvæmdir fylgjast ekki að Eini virkjanakosturinn sem Landsvirkjun var komin með á framkvæmdastig er í algerri óvissu eftir að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í gær. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir stjórnvöld hafa brugðist í orkumálum. Allt of margar hindranir væru í kerfinu. 16. júní 2023 11:44 Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Orkustofnun hafi átt að fara í mun nánari athugun Úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun. 15. júní 2023 19:35 Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08 Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Flestir héldu að Hvammsvirkjun væri komin á beinu brautina eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti virkjunina fyrir sitt leyti í fyrradag. Það kom því mörgum á óvart þegar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjanaleyfið úr gildi í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orkumála- og loftslagsráðherra fundaði strax í morgun um stöðuna með fulltrúum Orkustofnunar og Umhverfisstofnunar. Fulltrúar þeirra skoði nú hvað hafi farið úrskeiðis. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur falið Orkustofnun og Umhverfisstofnun að skoða hvað fór úrskeiðis við umsóknarferlið um starfsleyfi fyrir Hvammsvirkjun.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Þegar kemur að grænni orku almennt, sama hvaða græna orka það er sem við erum búin að taka ákvörðun um, getum við ekki beðið. Við þurfum að fara að sækja græna orku. Ef ekki, þá þurfa menn að horfast í augu við að ná ekki loftslagsmarkmiðunum,“ segir Guðlaugur Þór. Tíðindalítið hefur verið í virkjanamálum á Íslandi mörg undanfarin ár þrátt fyrir aukna eftirspurn eftir raforku. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar sagði á ársfundi fyrirtækisins í mars að „raforkukerfið væri uppselt og ástæða til að hafa áhyggjur af orkuöryggi fyrir heimili og smærri fyrirtæki. Nauðsynlegt væri að bregðast við hið fyrsta." „Aðalatriðið er þetta; að aðgerðaleysi okkar síðustu tíu til tuttugu árin er náttúrlega að koma niður á okkur. Það er augljóst að það kerfi sem við erum búin að búa til er ekki að virka sem skyldi,“ segir umhverfisráðherra. Þar vísar hann til þeirra ferla sem mótaðir hafa verið um ferlið allt frá ákvörðun um virkjanakosti til umsókna um virkjanaleyfi, kæruleiðir og svo framvegis. Lítið hefur gerst í stórum virkjanamálum frá því Fljótsdalsstöð var tekin í gagnið árið 2007, þótt síðar hafi Búðarhálsstöð, Þeistareykjastöð og stækkun Búrfellsvirkjunar komið til sögunnar, sú síðast nefnda fyrir fimm árum. Umhverfisráðherra segir kerfið of þunglamalegt og boðar frumvörp á Alþingi í haust. Hefðu bæði Landsvirkjun og Orkustofnun getað gert betur í umsóknarferlinu? „Ég ætla ekki að leggja mat á það. Aðalatriði málsins er þetta; núna er verkefnið að ég hef beðið um að fá greiningu á því hver staðan er. Hvað fór þarna úrskeiðis og sömuleiðis hvernig við getum bætt úr því,“ segir Guðlaugur Þór. Þær niðurstöður ættu að liggja fyrir fljótlega. Landsvirkjun ætlaði að hefja undirbúningsframkvæmdir fyrir Hvammsvirkjun í næsta mánuði og eiginlega virkjanaframkvæmdir á næsta ári. Ráðherra segir þær framkvæmdir ekki mega dragast mikið. „Þetta snýst um að veita ekki afslátt á þeim kröfum sem við viljum vera með kröfur á. Það snýr auðvitað að náttúruverndinni og umhverfismálum. En það er engra hagur að svona ferli dragist áfram í mörg, mörg ár,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Landsvirkjun Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Markmið stjórnvalda og virkjana-framkvæmdir fylgjast ekki að Eini virkjanakosturinn sem Landsvirkjun var komin með á framkvæmdastig er í algerri óvissu eftir að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í gær. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir stjórnvöld hafa brugðist í orkumálum. Allt of margar hindranir væru í kerfinu. 16. júní 2023 11:44 Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Orkustofnun hafi átt að fara í mun nánari athugun Úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun. 15. júní 2023 19:35 Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08 Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Markmið stjórnvalda og virkjana-framkvæmdir fylgjast ekki að Eini virkjanakosturinn sem Landsvirkjun var komin með á framkvæmdastig er í algerri óvissu eftir að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í gær. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir stjórnvöld hafa brugðist í orkumálum. Allt of margar hindranir væru í kerfinu. 16. júní 2023 11:44
Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20
Orkustofnun hafi átt að fara í mun nánari athugun Úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun. 15. júní 2023 19:35
Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35