Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint út frá flugvellinum á Melgerðismelum. Þær Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands á Akureyri, og Helga Kristjánsdóttir, formaður Vélflugfélags Akureyrar, lýstu dagskrá flugdagsins og flughátíðarinnar Fly In.
„Við höldum flugdag til að fagna flugi og leyfa fólki að kynnast flugi frá allskonar hliðum. Þyrlur, flugvélar, svifflugur, fis. Allt sem þú getur nefnt í rauninni, “ segir Steinunn.

Listflugsveit, þyrla Landhelgisgæslunnar og kafbátarleitarflugvél bandaríska hersins eru meðal atriða á dagskránni, sem hefst klukkan 14.
Í miðju viðtalinu á Stöð 2 birtust skyndilega þrjár reykspúandi flugvélar listflugsveitarinnar í lágflugi á miklum hraða eins og sjá má hér: