Margrét Þórhildur hætt að reykja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2023 15:43 Hér má sjá drottninguna með sígarettu árið 1999. EPA/Joergen Jessen Margrét Þórhildur Danadrottning er hætt að reykja. Það mega heita nokkuð stór tíðindi en drottningin hefur löngum verið mikil reykingamanneskja, eða frá því hún var 17 ára gömul. Greint er frá þessu á vef BT og haft eftir Lene Balleby, talskonu dönsku krúnunnar, að drottningin hafi ekki reykt síðan í febrúar, í aðdraganda þess að hún gekkst undir aðgerð á baki. Drottningin hefur reykt frá því hún var 17 ára gömul, en samkvæmt BT hefur hún haldið sig við filterslausar Karelia sígarettur síðustu fimm áratugina. Reykti í Reykjavík Margrét Þórhildur er, eða var, með þekktari reykingamanneskjum heims. Þegar hún kom í heimsókn til Íslands árið 2013 í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar handritasafnara var henni boðinn öskubakki, þar sem hún skoðaði menningarhúsið Hörpu. Það var þáverandi forstjóri Hörpu, Halldór Guðmundsson, sem bauð henni bakkann, ef ske kynni að hún vildi fá sér að reykja eftir formlega dagskrá. Drottningin lét ekki segja sér það tvisvar og fékk sér smók. Í tilefni af þessari sömu heimsókn árið 2013 fór drottningin í kvöldverðarboð til þáverandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Af því tilefni teiknaði Ingþór Ingólfsson, grafískur hönnuður, meðfylgjandi mynd sem hann teiknaði þegar hann frétti að til stæði að hennar hátign myndi sitja við kvöldverðarboð forsetans. Ingþór Ingólfsson, grafískur hönnuður, sendi Vísi þessa mynd í aðdraganda heimsóknar Margrétar Þórhildar á sínum tíma.INGÞÓR INGÞÓRSSON Danmörk Kóngafólk Áfengi og tóbak Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Sjá meira
Greint er frá þessu á vef BT og haft eftir Lene Balleby, talskonu dönsku krúnunnar, að drottningin hafi ekki reykt síðan í febrúar, í aðdraganda þess að hún gekkst undir aðgerð á baki. Drottningin hefur reykt frá því hún var 17 ára gömul, en samkvæmt BT hefur hún haldið sig við filterslausar Karelia sígarettur síðustu fimm áratugina. Reykti í Reykjavík Margrét Þórhildur er, eða var, með þekktari reykingamanneskjum heims. Þegar hún kom í heimsókn til Íslands árið 2013 í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar handritasafnara var henni boðinn öskubakki, þar sem hún skoðaði menningarhúsið Hörpu. Það var þáverandi forstjóri Hörpu, Halldór Guðmundsson, sem bauð henni bakkann, ef ske kynni að hún vildi fá sér að reykja eftir formlega dagskrá. Drottningin lét ekki segja sér það tvisvar og fékk sér smók. Í tilefni af þessari sömu heimsókn árið 2013 fór drottningin í kvöldverðarboð til þáverandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Af því tilefni teiknaði Ingþór Ingólfsson, grafískur hönnuður, meðfylgjandi mynd sem hann teiknaði þegar hann frétti að til stæði að hennar hátign myndi sitja við kvöldverðarboð forsetans. Ingþór Ingólfsson, grafískur hönnuður, sendi Vísi þessa mynd í aðdraganda heimsóknar Margrétar Þórhildar á sínum tíma.INGÞÓR INGÞÓRSSON
Danmörk Kóngafólk Áfengi og tóbak Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Sjá meira