Hvað svo? Fékk ekki að mæta í jarðarför föður síns en eignaðist nýja fjölskyldu Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. júní 2023 08:01 Sævar Þór Jónsson lögmaður er einn þeirra sem hefur stigið fram og opinberað ýmislegt varðandi heimilislífið í æsku, sem fjölskyldur reyna oftar en ekki að fela fyrir öðrum. Þá hefur Sævar sagt frá því að honum hafi verið nauðgað átta ára gamall. Í dag veltum við því fyrir okkur hvað getur mögulega gerst þegar fólk hefur opinberað ljótar sögur eða frásagnir í fjölmiðlum en í tilviki Sævars, missti hann í raun fjölskyldu sína. Vísir/Vilhelm „Það er eiginlega helst að frétta að stuttu eftir það viðtal lést faðir minn. Ég var reyndar ekki látinn vita af því af fjölskyldunni minni og fékk ekki að fara í jarðaförina hans. Á móti kemur að margt annað gott hefur svo sem gerst líka. Ég til dæmis kynntist óvænt fullorðinni frænku sem ég vissi ekki að ég ætti,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður í samtali þar sem við veltum aðeins fyrir okkur spurningunni Hvað svo? Því hvað svo? Hvað gerist þegar að fólk hefur opinberað ljót leyndarmál? Komið fram í viðtölum og sagt frá því sem fjölskyldur tala ekki um eða gera ekki upp sín á milli? Eða gefa út bók og segja söguna þar? Í tilviki Sævars á allt ofangreint við. Því árið 2019 opinberaði hann í viðtali við Morgunblaðið að hann hefði lent í mjög alvarlegri kynferðislegri misnotkun sem barn, þar sem tveir menn nauðguðu honum í vöruskemmu. Sævar var þá átta ára. Árið 2021 gaf Sævar út bókina Barnið í garðinum þar sem hann gerir upp æskuna. „Ég hlífi engum. Ég hlífi ekki sjálfum mér, ég hlífi ekki fólkinu mínu og ég bara segi hlutina eins og þeir eru,“ sagði Sævar í viðtali í Íslandi í dag vorið 2021. En í bókinni segir hann meðal annars frá erfiðum heimilisaðstæðum, drykkju, neyslu og framhjáhaldi. Í kjölfarið missti Sævar sambandið við sitt nánustu. „Ég sakna mömmu rosalega mikið,“ segir Sævar í samtali þar sem ætlunin er að rýna aðeins í það hvað gerist eða getur gerst hjá einstaklingum sem koma fram með sínar sögur í fjölmiðlum. Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að taka dæmi um hvað getur gerst hjá einstaklingum í kjölfar þess að þeir stíga fram í fjölmiðlum með sínar sögur. Fjölskyldan Sævar er ekki einn um það að opinbera ýmiss fjölskyldumál í fjölmiðlum eða með bókaskrifum. Frásögn Sævars byggir auðvitað á hans hlið sögunnar, hans sjónarhorni og upplifun. „Fjölskyldan lokaði í raun á mig áður en bókin kom út. Því úr bókinni höfðu verið birtir kaflar. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er mín saga, eins og ég upplifði hana. En mér hefði þá frekar fundist að við fjölskyldan hefðum átt að setjast niður og ræða um það sem þau væru svona ósátt við,“ segir Sævar. Meðal þess sem opinberaðist í bókinni Barnið í garðinum er drykkja á heimili Sævars en í viðtali við meðferðarfulltrúa SÁÁ fyrir stuttu, kemur meðal annars fram að það getur verið himinn og haf á milli þess hvernig elstu systkini upplifa drykkjuvanda á heimili eða þau yngri. Í tilviki Sævars er hann töluvert yngri en systkini sín og aðspurður segir hann það eflaust eiga sinn hlut í máli hversu mikil reiðin er. En hefur þú séð eftir því að hafa komið fram með söguna? Já, ég hef alveg farið í gegnum það. Fór í gegnum það fram og til baka. Hvort ég hefði betur átt að sleppa þessu. Frekar átt að þegja. En ég fann bara mjög sterka þörf hjá mér fyrir því að ég ætti að segja söguna og fylgdi þeirri sannfæringu eftir. Ég held að á endanum sé ekkert annað sem maður getur gert, en að standa á sínu og fylgja því sem okkar eigið hjarta segir.“ Þegar faðir Sævars lést var það móðursystir hans sem kom skilaboðunum til hans um fráfallið. „Hún gerði það í gegnum mágkonu mína, sem hringdi ekki beint í mig,“ segir Sævar til að undirstrika hvernig staðan í fjölskyldunni hefur verið. Það sem hann hefur tekið mest nærri sér er að hafa misst sambandið við móður sína. „Ég elska mömmu rosalega mikið. Og sakna hennar. Þegar verið var að gera upp arfinn eftir pabba bað ég lögmanninn minn um að koma þeim skilaboðum til mömmu í gegnum lögmanninn hennar, að ég elskaði hana mjög mikið,“ segir Sævar og bætir við: „Ég fékk síðan þau skilaboð til baka að mamma elskaði mig líka mjög mikið og bæði fyrir mér daglega. Það þótti mér vænt um. En þarna er gott dæmi um hvernig tveir lögmenn sem tengjast málinu ekki neitt, eru milligöngumenn um að láta vita af því að við elskum hvort annað.“ Sævar segir slík tilfelli reyndar ekki óalgeng. Ég þekki þetta reyndar sjálfur úr lögmennskunni. Það sem gerist oft í málum þar sem fjölskyldur deila, er að tilfinningarnar eru svo rosalega miklar að það sem er í rauninni vandinn sjálfur, eða rót vandans, kemst ekkert að. Málin snúast til dæmis sjaldnast um peninga. Heldur tilfinningar. Jafnvel afbrýðisemi úr æsku eða einhver önnur gömul óuppgerð tilfinningamál. Það er ekki ólíklegt að þegar að maður er til dæmis að vinna í skiptamálum þar sem verið er að gera upp dánarbú en ættingjar deila, að við sem erum lögmenn fáum ævisöguna frá öllum. Sem þó kemur skiptingu dánarbúsins ekkert við.“ En talandi um lögmennskuna. Að vera meinaður aðgangur að jarðaför foreldris; Er það löglegt? „Samkvæmt lögum í víðum skilningi eiga allir rétt á að mæta í jarðaför foreldra sinna. Hins vegar er það þannig að þegar að maður veit að fólkið vill mann ekki þar, þá langar manni ekki að fara. Þannig var það í mínu tilviki.“ Málamiðlunin var sú að Sævar fékk að halda einkaathöfn þar sem faðir hans var kvaddur. „Séra Sigurður Árni Þórðarson fyrrverandi prestur í Hallgrímskirkju kom með þessa hugmynd. Og ég var honum mjög þakklátur. Því að sonur okkar heitir í höfuðið á pabba og mér fannst mikilvægt að hann fengi tækifæri til að kveðja hann,“ segir Sævar. En hvernig er staðan í dag, talið þið enn ekki saman? „Nei. Ég er því alveg undir það búin að það sama gerist þegar mamma fellur frá. Sem mér þykir miður. En í mínum huga er það bara þannig að nú er hún orðin háöldruð kona og ég er bara sáttur við að henni líði sem best og að hlutirnir verði þá eins og fjölskyldunni finnst þægilegast. Þótt ég sakni hennar.“ Sævar segir þó það undarlega hafa gerst að eftir að bókin kom út og misklíð fjölskyldunnar hafði raungerst, kom upp að honum kona þegar hann var í ræktinni. „Ég vissi ekkert hver þetta var. En það sem kom í ljós er að hún er frænka mín, ættuð frá Færeyjum. Í gegnum mikla rannsóknarvinnu og DNA próf hafði konan komist að því að afi minn var pabbi hennar, hann hafði þá barnað konu sem okkur var ekki kunnugt um,“ segir Sævar sem upplifir stöðuna svolítið þannig að hann hafi allt í einu og eiginlega óvart, eignast nýja fjölskyldu. „Það bjargaði mér að kynnast þessari frænku minni enda eigum við svo margt sameiginlegt og ég finn mikla tengingu við hana. Sem ég hef þráð í kjölfar þess að missa tenginguna við aðra fjölskyldumeðlimi.“ Sævar segist alveg búast við því að honum verði ekki sagt frá fráfalli móður hans né honum leyft að koma í jarðaförina hennar, rétt eins og var þegar faðir hans féll frá. Hann segir sína reynslu af því að hafa stigið fram í fjölmiðlum hafa kennt sér að það sé ekkert sjálfsagt í lífinu, en það sé svo stutt að það sé hvað mikilvægast að lifa því sem heiðarlegast og í sátt við sjálfan sig. Hver og einn verði að gera upp við sig hvort viðkomandi vilji stíga fram og segja sína sögu.Vísir/Vilhelm Kynferðisbrotið Annað dæmi sem hægt er að nefna er hvað gerist í kjölfar þess að fólk segir frá kynferðisbroti. Hvað segir þú? Í mínu tilviki er það þannig að hluti fjölskyldunnar minnar vill ekki horfast í augu við að þetta hafi gerst. Sem mér finnst furðulegt og hef meira að segja velt fyrir mér hvort ein skýringin sé sú að einhver annar í fjölskyldunni sé að fela sambærilegt gamalt leyndarmál. Því ef svo er, getur verið skiljanlegt að bregðast illa við að ég sé að gera svona mál upp. En auðvitað er svona frásögn ekki uppspuni.“ Þá segir hann umhverfið líka hafa sýnt af sér tvær ólíkar hliðar. „Annars vegar heyrði ég í alveg ótrúlega mörgu fólki. Úr ýmsum áttum, sumt þjóðþekkt fólk. Sem hafði samband við mig og hafði mikla þörf á því að segja mér sína sögu. Ég vandaði mig við að hlusta en spurði oft: Og hvað ætlar þú svo að gera við þetta? Þá kom oftar en ekki þögn eða bara svarið Ekkert,“ segir Sævar. „Það þarf reyndar hver og einn að gera það upp við sig hvort hann eða hún segir frá. Það er ekki mitt að segja fólki að segja frá. Þetta er líka erfið sjálfsvinna að fara í gegnum. Ég til dæmis veit hver einn af mínum gerendum er og það tók mig mjög langan tíma að takast á við það.“ Þá hefur Sævar sagt frá því í viðtölum að lögmannastéttin hafi brugðist neikvæðara við en hann átti von á. „Sumir sem ég hef borið mikla virðingu fyrir hafa kannski litið á mig og sagt Æi Sævar, var þetta nú nauðsynlegt? Var þetta ekki bara óþarfi? Á meðan aðrir hafa hrósað mér og stutt,“ segir Sævar. Þó er ljóst í samtali við Sævar að hann virðist ekkert efast um að það hafi verið rétt hjá honum að segja frá brotinu. „Það felst í því mikil sjálfsvinna að gera svona alvarleg áföll upp, enda breytti þetta mér mikið og ég varð aldrei sama barn eftir að þetta gerðist. Þetta veit ég reyndar að margir í fjölskyldunni hafi áttað sig á. Ég breyttist sem barn og þarna var loksins komin skýring. Þannig að í fjölskyldunni minni hefur það verið beggja blands, sumir styðja mig á meðan aðrir hrista hausinn eða trúa því ekki,“ segir Sævar og tiltekur eitt dæmi um viðbrögð: „Eftir að ég sagði frá þessu fyrst í viðtali við Moggann kom mamma til mín. Með þau skilaboð frá pabba að honum fyndist nú algjör óþarfi að vera að bera svona mál á torg. Þetta er viðhorf margra. En það er heilun þolandans sem skiptir meira máli og mikilvægt að hver og einn fái að ákveða það sjálfur hvort viðkomandi vill stíga fram og segja frá eða ekki. Mitt val var að segja frá og ég sé ekki eftir því.“ Einkalífið En hvað með að opinbera hluti sem snúa að einkalífinu? Sævar var til dæmis lengi að opinbera samkynhneigð sína, er giftur í dag og á ættleiddan son. Sævar hefur líka talað opinskátt um að hafa hætt að drekka og farið í meðferð. „Já við ræddum þetta einmitt við son okkar um páskana. Hvernig honum liði með þetta allt saman því að hann er 13 ára. Við spurðum hann til dæmis hvernig honum liði að eiga tvo pabba, að vera ættleiddur, að vita að mamma hans hefði verið veik og dáið,“ segir Sævar og skýrir út að sonur hans og Lárusar Sigurðar Lárussonar, lögmanns og samstarfsmanns, sé áfallabarn. Í dag virðist það löngu liðin tíð að ætla sér nokkurn feluleik með samkynhneigðina. „Enda var það þannig eftir margra ára samband okkar Lárusar þá vorum við staddir upp í bústað þegar vinkona mín kom óvænt við, sá þá auðvitað Lárus og spurði: Eruð þið saman? Ég sagði Já og þar með var það bara komið út,“ segir Sævar og brosir. Um ættleiðinguna segir svo frá í viðtali við Sævar og Lárus árið 2016 á Vísi: „Klukkan átta þann 19. desember förum við á vistheimilið að hitta hann í fyrsta skipti. Þá er hann að borða morgunmat og það var yndislegt að sjá hann. Við sátum með honum og svo fór hann í leikskólann. Við fórum í fylgd að sækja hann á leikskólann. Svona var þetta til 22. desember. Við hittum hann á morgnana, fylgdum honum í leikskólann og vorum svo með honum á vistheimilinu og svæfðum hann,“ segir Sævar frá.„En svo leið að jólum og þá kom ekki til greina að hann væri á vistheimilinu. Fyrstu jólin okkar saman kom hann sem lítil jólagjöf heim til okkar,“ segir Sævar. Um drykkjuvandann, neyslu og meðferð segir Sævar. „Ég myndi mæla með því við alla sem eru með fíknisjúkdóm að fara í meðferð. Það er svo mikil og góð vinna sem fer fram þar, eiginlega alveg nauðsynleg að mínu mati. Hins vegar myndi ég alltaf segja að það sé fólki til góðs að fara í meiri sjálfsvinnu. Því í hana þurfum við eiginlega öll að fara, annars erum við orðin edrú en allt er óbreytt í hugarfarinu okkar. Ég hef sjálfur farið í gríðarlega mikla og góða sjálfsvinnu og það hefur skilað mér hingað. Að gefa út bókina eða koma fram í viðtölum og segja frá er hluti af minni vegferð til að gera upp mál.“ Þannig að þú myndir alltaf segja að það hafi verið rétt hjá þér að stíga fram? Já, þetta er mín saga. En ég segi líka aftur að hver og einn verður að gera það upp við sjálfan sig hvort fólk vill opinbera hlutina eða ekki. Því þeim geta fylgt afleiðingar eins og hefur verið hjá mér. Það sem þessi reynsla hefur í raun kennt mér er að það er ekkert sjálfsagt í lífinu. Lífið er samt það stutt að ég tel mikilvægt að við reynum að lifa því eins heiðarlega og hægt er hvað okkur sjálf varðar, það er að segja að vera heiðarleg við okkur sjálf um hvað við erum.“ Fjölskyldumál Geðheilbrigði Ofbeldi gegn börnum Góðu ráðin Tengdar fréttir Áfallasaga: Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast „Já mig grunar að þetta hafi verið viljaverk. Afbrýðisemin var svo mikil að hann hafði oft sagt við mig að hann gæti ekki hugsað sér að einhver annar fengi mig eða að einhver annar karlmaður fengi að ala upp son hans,“ segir María Kristín Þorleifsdóttir þegar hún minnist bílslyssins 9. október 1997 þar sem tveggja og hálfs árs sonur hennar og barnsfaðir létu lífið og sjálf slasaðist hún mjög alvarlega. 11. júní 2023 08:01 Hamingjusamir hommar að lifa drauminn sinn á Kanarí Þeir hafa verið saman í tólf ár, eru ástfangnir upp fyrir haus og að lifa drauminn sinn á Kanarí. Annar heitir Ragnar Jakob Kristinsson, fæddur árið 1964 en hinn Sigurður Hólmar Karlsson, fæddur árið 1961. 28. maí 2023 08:00 Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“ „Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa. 14. maí 2023 08:01 Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Því hvað svo? Hvað gerist þegar að fólk hefur opinberað ljót leyndarmál? Komið fram í viðtölum og sagt frá því sem fjölskyldur tala ekki um eða gera ekki upp sín á milli? Eða gefa út bók og segja söguna þar? Í tilviki Sævars á allt ofangreint við. Því árið 2019 opinberaði hann í viðtali við Morgunblaðið að hann hefði lent í mjög alvarlegri kynferðislegri misnotkun sem barn, þar sem tveir menn nauðguðu honum í vöruskemmu. Sævar var þá átta ára. Árið 2021 gaf Sævar út bókina Barnið í garðinum þar sem hann gerir upp æskuna. „Ég hlífi engum. Ég hlífi ekki sjálfum mér, ég hlífi ekki fólkinu mínu og ég bara segi hlutina eins og þeir eru,“ sagði Sævar í viðtali í Íslandi í dag vorið 2021. En í bókinni segir hann meðal annars frá erfiðum heimilisaðstæðum, drykkju, neyslu og framhjáhaldi. Í kjölfarið missti Sævar sambandið við sitt nánustu. „Ég sakna mömmu rosalega mikið,“ segir Sævar í samtali þar sem ætlunin er að rýna aðeins í það hvað gerist eða getur gerst hjá einstaklingum sem koma fram með sínar sögur í fjölmiðlum. Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að taka dæmi um hvað getur gerst hjá einstaklingum í kjölfar þess að þeir stíga fram í fjölmiðlum með sínar sögur. Fjölskyldan Sævar er ekki einn um það að opinbera ýmiss fjölskyldumál í fjölmiðlum eða með bókaskrifum. Frásögn Sævars byggir auðvitað á hans hlið sögunnar, hans sjónarhorni og upplifun. „Fjölskyldan lokaði í raun á mig áður en bókin kom út. Því úr bókinni höfðu verið birtir kaflar. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er mín saga, eins og ég upplifði hana. En mér hefði þá frekar fundist að við fjölskyldan hefðum átt að setjast niður og ræða um það sem þau væru svona ósátt við,“ segir Sævar. Meðal þess sem opinberaðist í bókinni Barnið í garðinum er drykkja á heimili Sævars en í viðtali við meðferðarfulltrúa SÁÁ fyrir stuttu, kemur meðal annars fram að það getur verið himinn og haf á milli þess hvernig elstu systkini upplifa drykkjuvanda á heimili eða þau yngri. Í tilviki Sævars er hann töluvert yngri en systkini sín og aðspurður segir hann það eflaust eiga sinn hlut í máli hversu mikil reiðin er. En hefur þú séð eftir því að hafa komið fram með söguna? Já, ég hef alveg farið í gegnum það. Fór í gegnum það fram og til baka. Hvort ég hefði betur átt að sleppa þessu. Frekar átt að þegja. En ég fann bara mjög sterka þörf hjá mér fyrir því að ég ætti að segja söguna og fylgdi þeirri sannfæringu eftir. Ég held að á endanum sé ekkert annað sem maður getur gert, en að standa á sínu og fylgja því sem okkar eigið hjarta segir.“ Þegar faðir Sævars lést var það móðursystir hans sem kom skilaboðunum til hans um fráfallið. „Hún gerði það í gegnum mágkonu mína, sem hringdi ekki beint í mig,“ segir Sævar til að undirstrika hvernig staðan í fjölskyldunni hefur verið. Það sem hann hefur tekið mest nærri sér er að hafa misst sambandið við móður sína. „Ég elska mömmu rosalega mikið. Og sakna hennar. Þegar verið var að gera upp arfinn eftir pabba bað ég lögmanninn minn um að koma þeim skilaboðum til mömmu í gegnum lögmanninn hennar, að ég elskaði hana mjög mikið,“ segir Sævar og bætir við: „Ég fékk síðan þau skilaboð til baka að mamma elskaði mig líka mjög mikið og bæði fyrir mér daglega. Það þótti mér vænt um. En þarna er gott dæmi um hvernig tveir lögmenn sem tengjast málinu ekki neitt, eru milligöngumenn um að láta vita af því að við elskum hvort annað.“ Sævar segir slík tilfelli reyndar ekki óalgeng. Ég þekki þetta reyndar sjálfur úr lögmennskunni. Það sem gerist oft í málum þar sem fjölskyldur deila, er að tilfinningarnar eru svo rosalega miklar að það sem er í rauninni vandinn sjálfur, eða rót vandans, kemst ekkert að. Málin snúast til dæmis sjaldnast um peninga. Heldur tilfinningar. Jafnvel afbrýðisemi úr æsku eða einhver önnur gömul óuppgerð tilfinningamál. Það er ekki ólíklegt að þegar að maður er til dæmis að vinna í skiptamálum þar sem verið er að gera upp dánarbú en ættingjar deila, að við sem erum lögmenn fáum ævisöguna frá öllum. Sem þó kemur skiptingu dánarbúsins ekkert við.“ En talandi um lögmennskuna. Að vera meinaður aðgangur að jarðaför foreldris; Er það löglegt? „Samkvæmt lögum í víðum skilningi eiga allir rétt á að mæta í jarðaför foreldra sinna. Hins vegar er það þannig að þegar að maður veit að fólkið vill mann ekki þar, þá langar manni ekki að fara. Þannig var það í mínu tilviki.“ Málamiðlunin var sú að Sævar fékk að halda einkaathöfn þar sem faðir hans var kvaddur. „Séra Sigurður Árni Þórðarson fyrrverandi prestur í Hallgrímskirkju kom með þessa hugmynd. Og ég var honum mjög þakklátur. Því að sonur okkar heitir í höfuðið á pabba og mér fannst mikilvægt að hann fengi tækifæri til að kveðja hann,“ segir Sævar. En hvernig er staðan í dag, talið þið enn ekki saman? „Nei. Ég er því alveg undir það búin að það sama gerist þegar mamma fellur frá. Sem mér þykir miður. En í mínum huga er það bara þannig að nú er hún orðin háöldruð kona og ég er bara sáttur við að henni líði sem best og að hlutirnir verði þá eins og fjölskyldunni finnst þægilegast. Þótt ég sakni hennar.“ Sævar segir þó það undarlega hafa gerst að eftir að bókin kom út og misklíð fjölskyldunnar hafði raungerst, kom upp að honum kona þegar hann var í ræktinni. „Ég vissi ekkert hver þetta var. En það sem kom í ljós er að hún er frænka mín, ættuð frá Færeyjum. Í gegnum mikla rannsóknarvinnu og DNA próf hafði konan komist að því að afi minn var pabbi hennar, hann hafði þá barnað konu sem okkur var ekki kunnugt um,“ segir Sævar sem upplifir stöðuna svolítið þannig að hann hafi allt í einu og eiginlega óvart, eignast nýja fjölskyldu. „Það bjargaði mér að kynnast þessari frænku minni enda eigum við svo margt sameiginlegt og ég finn mikla tengingu við hana. Sem ég hef þráð í kjölfar þess að missa tenginguna við aðra fjölskyldumeðlimi.“ Sævar segist alveg búast við því að honum verði ekki sagt frá fráfalli móður hans né honum leyft að koma í jarðaförina hennar, rétt eins og var þegar faðir hans féll frá. Hann segir sína reynslu af því að hafa stigið fram í fjölmiðlum hafa kennt sér að það sé ekkert sjálfsagt í lífinu, en það sé svo stutt að það sé hvað mikilvægast að lifa því sem heiðarlegast og í sátt við sjálfan sig. Hver og einn verði að gera upp við sig hvort viðkomandi vilji stíga fram og segja sína sögu.Vísir/Vilhelm Kynferðisbrotið Annað dæmi sem hægt er að nefna er hvað gerist í kjölfar þess að fólk segir frá kynferðisbroti. Hvað segir þú? Í mínu tilviki er það þannig að hluti fjölskyldunnar minnar vill ekki horfast í augu við að þetta hafi gerst. Sem mér finnst furðulegt og hef meira að segja velt fyrir mér hvort ein skýringin sé sú að einhver annar í fjölskyldunni sé að fela sambærilegt gamalt leyndarmál. Því ef svo er, getur verið skiljanlegt að bregðast illa við að ég sé að gera svona mál upp. En auðvitað er svona frásögn ekki uppspuni.“ Þá segir hann umhverfið líka hafa sýnt af sér tvær ólíkar hliðar. „Annars vegar heyrði ég í alveg ótrúlega mörgu fólki. Úr ýmsum áttum, sumt þjóðþekkt fólk. Sem hafði samband við mig og hafði mikla þörf á því að segja mér sína sögu. Ég vandaði mig við að hlusta en spurði oft: Og hvað ætlar þú svo að gera við þetta? Þá kom oftar en ekki þögn eða bara svarið Ekkert,“ segir Sævar. „Það þarf reyndar hver og einn að gera það upp við sig hvort hann eða hún segir frá. Það er ekki mitt að segja fólki að segja frá. Þetta er líka erfið sjálfsvinna að fara í gegnum. Ég til dæmis veit hver einn af mínum gerendum er og það tók mig mjög langan tíma að takast á við það.“ Þá hefur Sævar sagt frá því í viðtölum að lögmannastéttin hafi brugðist neikvæðara við en hann átti von á. „Sumir sem ég hef borið mikla virðingu fyrir hafa kannski litið á mig og sagt Æi Sævar, var þetta nú nauðsynlegt? Var þetta ekki bara óþarfi? Á meðan aðrir hafa hrósað mér og stutt,“ segir Sævar. Þó er ljóst í samtali við Sævar að hann virðist ekkert efast um að það hafi verið rétt hjá honum að segja frá brotinu. „Það felst í því mikil sjálfsvinna að gera svona alvarleg áföll upp, enda breytti þetta mér mikið og ég varð aldrei sama barn eftir að þetta gerðist. Þetta veit ég reyndar að margir í fjölskyldunni hafi áttað sig á. Ég breyttist sem barn og þarna var loksins komin skýring. Þannig að í fjölskyldunni minni hefur það verið beggja blands, sumir styðja mig á meðan aðrir hrista hausinn eða trúa því ekki,“ segir Sævar og tiltekur eitt dæmi um viðbrögð: „Eftir að ég sagði frá þessu fyrst í viðtali við Moggann kom mamma til mín. Með þau skilaboð frá pabba að honum fyndist nú algjör óþarfi að vera að bera svona mál á torg. Þetta er viðhorf margra. En það er heilun þolandans sem skiptir meira máli og mikilvægt að hver og einn fái að ákveða það sjálfur hvort viðkomandi vill stíga fram og segja frá eða ekki. Mitt val var að segja frá og ég sé ekki eftir því.“ Einkalífið En hvað með að opinbera hluti sem snúa að einkalífinu? Sævar var til dæmis lengi að opinbera samkynhneigð sína, er giftur í dag og á ættleiddan son. Sævar hefur líka talað opinskátt um að hafa hætt að drekka og farið í meðferð. „Já við ræddum þetta einmitt við son okkar um páskana. Hvernig honum liði með þetta allt saman því að hann er 13 ára. Við spurðum hann til dæmis hvernig honum liði að eiga tvo pabba, að vera ættleiddur, að vita að mamma hans hefði verið veik og dáið,“ segir Sævar og skýrir út að sonur hans og Lárusar Sigurðar Lárussonar, lögmanns og samstarfsmanns, sé áfallabarn. Í dag virðist það löngu liðin tíð að ætla sér nokkurn feluleik með samkynhneigðina. „Enda var það þannig eftir margra ára samband okkar Lárusar þá vorum við staddir upp í bústað þegar vinkona mín kom óvænt við, sá þá auðvitað Lárus og spurði: Eruð þið saman? Ég sagði Já og þar með var það bara komið út,“ segir Sævar og brosir. Um ættleiðinguna segir svo frá í viðtali við Sævar og Lárus árið 2016 á Vísi: „Klukkan átta þann 19. desember förum við á vistheimilið að hitta hann í fyrsta skipti. Þá er hann að borða morgunmat og það var yndislegt að sjá hann. Við sátum með honum og svo fór hann í leikskólann. Við fórum í fylgd að sækja hann á leikskólann. Svona var þetta til 22. desember. Við hittum hann á morgnana, fylgdum honum í leikskólann og vorum svo með honum á vistheimilinu og svæfðum hann,“ segir Sævar frá.„En svo leið að jólum og þá kom ekki til greina að hann væri á vistheimilinu. Fyrstu jólin okkar saman kom hann sem lítil jólagjöf heim til okkar,“ segir Sævar. Um drykkjuvandann, neyslu og meðferð segir Sævar. „Ég myndi mæla með því við alla sem eru með fíknisjúkdóm að fara í meðferð. Það er svo mikil og góð vinna sem fer fram þar, eiginlega alveg nauðsynleg að mínu mati. Hins vegar myndi ég alltaf segja að það sé fólki til góðs að fara í meiri sjálfsvinnu. Því í hana þurfum við eiginlega öll að fara, annars erum við orðin edrú en allt er óbreytt í hugarfarinu okkar. Ég hef sjálfur farið í gríðarlega mikla og góða sjálfsvinnu og það hefur skilað mér hingað. Að gefa út bókina eða koma fram í viðtölum og segja frá er hluti af minni vegferð til að gera upp mál.“ Þannig að þú myndir alltaf segja að það hafi verið rétt hjá þér að stíga fram? Já, þetta er mín saga. En ég segi líka aftur að hver og einn verður að gera það upp við sjálfan sig hvort fólk vill opinbera hlutina eða ekki. Því þeim geta fylgt afleiðingar eins og hefur verið hjá mér. Það sem þessi reynsla hefur í raun kennt mér er að það er ekkert sjálfsagt í lífinu. Lífið er samt það stutt að ég tel mikilvægt að við reynum að lifa því eins heiðarlega og hægt er hvað okkur sjálf varðar, það er að segja að vera heiðarleg við okkur sjálf um hvað við erum.“
Fjölskyldumál Geðheilbrigði Ofbeldi gegn börnum Góðu ráðin Tengdar fréttir Áfallasaga: Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast „Já mig grunar að þetta hafi verið viljaverk. Afbrýðisemin var svo mikil að hann hafði oft sagt við mig að hann gæti ekki hugsað sér að einhver annar fengi mig eða að einhver annar karlmaður fengi að ala upp son hans,“ segir María Kristín Þorleifsdóttir þegar hún minnist bílslyssins 9. október 1997 þar sem tveggja og hálfs árs sonur hennar og barnsfaðir létu lífið og sjálf slasaðist hún mjög alvarlega. 11. júní 2023 08:01 Hamingjusamir hommar að lifa drauminn sinn á Kanarí Þeir hafa verið saman í tólf ár, eru ástfangnir upp fyrir haus og að lifa drauminn sinn á Kanarí. Annar heitir Ragnar Jakob Kristinsson, fæddur árið 1964 en hinn Sigurður Hólmar Karlsson, fæddur árið 1961. 28. maí 2023 08:00 Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“ „Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa. 14. maí 2023 08:01 Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Áfallasaga: Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast „Já mig grunar að þetta hafi verið viljaverk. Afbrýðisemin var svo mikil að hann hafði oft sagt við mig að hann gæti ekki hugsað sér að einhver annar fengi mig eða að einhver annar karlmaður fengi að ala upp son hans,“ segir María Kristín Þorleifsdóttir þegar hún minnist bílslyssins 9. október 1997 þar sem tveggja og hálfs árs sonur hennar og barnsfaðir létu lífið og sjálf slasaðist hún mjög alvarlega. 11. júní 2023 08:01
Hamingjusamir hommar að lifa drauminn sinn á Kanarí Þeir hafa verið saman í tólf ár, eru ástfangnir upp fyrir haus og að lifa drauminn sinn á Kanarí. Annar heitir Ragnar Jakob Kristinsson, fæddur árið 1964 en hinn Sigurður Hólmar Karlsson, fæddur árið 1961. 28. maí 2023 08:00
Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01
Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“ „Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa. 14. maí 2023 08:01
Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01