Innlent

Gervi­greind, verð­bólga og úkraínskur kjúk­lingur í Sprengi­sandi

Ritstjórn skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Hafsteinn Einarsson, lektor við Háskóla Íslands, og Páll Rafnar Þorsteinsson, verkefnastjóri hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, spjalla um gervigreind.

Ólafur Margeirsson, hagfræðingur, um hagstjórn, vaxtahækkanir og verðbólguna.

Guðrún Hafsteinsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir um höfnun á framlengingu á tollaundaþágu á úkraínskt alifuglakjöt.

Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, um stöðuna í Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×