Körfubolti

Lou Willams leggur skóna formlega á hilluna

Siggeir Ævarsson skrifar
Lou Williams leggur skóna á hilluna eftir 17 ár í deildinni
Lou Williams leggur skóna á hilluna eftir 17 ár í deildinni Vísir/Getty

Bakvörðurinn knái og þrefaldur sjötti maður ársins, Lou Williams, er hættur í körfubolta. Hann lék alls 17 ár í NBA deildinni en var án liðs síðastliðið tímabil.

Williams hefur komið víða við á löngum ferli en hann spilaði alls fyrir sex lið á 17 árum í deildinni. Hann var valinn í nýliðavalinu 2005 af Philadelphia 76ers þar sem hann lék fyrstu sjö tímabil ferils síns. Hann átti síðan eftir að leika fyrir Atlanta Hawks, Los Angeles Lakers, Toronto Raptors, and Houston Rockets.

Williams var ansi liðtækur skorari, með 13,9 stig að meðaltali yfir ferilinn. Enginn leikmaður í sögu deildarinnar hefur skorað fleiri stig en hann komandi af bekknum né spilað fleiri leiki en hann án þess að vera í byrjunarliði.

Þessar öflugu innkomur hans af bekknum tryggðu honum titilinn „Sjötti maður ársins“ í þrígang, árið 2015, 2018 og 2019. Williams lék sitt síðasta tímabil í deildinni með Atlanta Hawks 2021-22 og héldu margir að hann myndi leggja skóna á hilluna það vorið.

Hann var þó ekki á þeim buxunum og tjáði fjölmiðlum að hann hyggðist vera virkur á listanum yfir leikmenn með lausa samninga næsta tímabil, en endaði á að vera án liðs allt tímabilið. Williams tilkynnti um þessi tímamót sjálfur á Instagram nú fyrir stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×