Vinsælasta tónlistarkona heims hætt að halda tónleika? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. júní 2023 16:00 Miley Cyrus í góðum félagsskap Lil Nas X og Elton John. Sá síðarnefndi er um þessar mundir að halda kveðjutónleika fyrir aðdáendur sína víða um heim og heldur t.a.m. ferna tónleika í París undir lok mánaðarins. Miley Cyrus kann að hafa haldið sína kveðjutónleika nú þegar. Emma McIntyre/Getty Images Vinsælasta tónlistarkona heims ætlar ekki að halda neina tónleika á næstu misserum og kannski aldrei framar. Æ fleiri tónlistarmenn aflýsa nú tónleikum sínum vegna þess hversu mikið álag það er á andlega heilsu þeirra. Flowers hefur verið streymt meira en 1.000 milljón sinnum Þó svo að árið sé ekki nema tæplega hálfnað er óhætt að slá því föstu að lag Miley Cyrus, Flowers, er og verður vinsælasta lag ársins. Lagið kom út 12. janúar, á fyrsta sólarhringnum var því streymt tæplega 8 milljón sinnum á Spotify og í byrjun maí fóru streymin yfir 1.000 milljónir. Ekkert lag hefur náð milljarði streyma á svo skömmum tíma. Hefur enga ánægju af því að koma fram á tónleikum Aðdáendur Miley Cyrus hafa beðið spenntir fréttum af því hvort hún ætli að halda í tónleikaferðalag til að kynna nýju plötuna, Endless Summer, en nú er ljóst að af því verður ekki. Söngkonan hefur tilkynnt að hún ætli ekki að halda eina einustu tónleika á næstunni og hefur jafnvel gefið í skyn að hún ætli sér ekki að halda tónleika framar. Hún segist ekki fá nokkra ánægju út úr því að syngja fyrir framan tugþúsundir tónleikagesta, það myndist engin tengsl, þetta sé óeðlilegt, óöruggt og það sé mjög erfitt að gleðja 100.000 manns í einu. Og að af öllu þessu fólki sé hún sú mest einmana þarna uppi á sviðinu. Fleiri tónlistarmenn aflýsa tónleikahaldi Miley Cyrus er ekki sú eina sem hefur gefist upp á tónleikahaldi, vegna þess hversu andlega krefjandi það er. Svipað hafa fjölmargar ungar stjörnur gert á síðustu misserum og þar með sett hælana í jörðina gagnvart ómanneskjulegum þrýstingi sem umboðsmenn þeirra og útgáfufyrirtæki beita þau. Kannski þau ættu að taka söngkonuna Kate Bush sér til fyrirmyndar, hún fór í tónleikaferðalag árið 1979. Síðan liðu 35 ár þar til hún fór næst í tónleikaferðalag, árið 2014. Þá má ekki gleyma því að Bítlarnir steinhættu að halda tónleika árið 1966, sögðust bara ekkert hafa gaman af því lengur. Þeir héldu eina tónleika eftir það, það var á þaki Apple Records í Lundúnum 30. janúar 1969. Síðan ekki söguna meir. Tónlist Menning Hollywood Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Flowers hefur verið streymt meira en 1.000 milljón sinnum Þó svo að árið sé ekki nema tæplega hálfnað er óhætt að slá því föstu að lag Miley Cyrus, Flowers, er og verður vinsælasta lag ársins. Lagið kom út 12. janúar, á fyrsta sólarhringnum var því streymt tæplega 8 milljón sinnum á Spotify og í byrjun maí fóru streymin yfir 1.000 milljónir. Ekkert lag hefur náð milljarði streyma á svo skömmum tíma. Hefur enga ánægju af því að koma fram á tónleikum Aðdáendur Miley Cyrus hafa beðið spenntir fréttum af því hvort hún ætli að halda í tónleikaferðalag til að kynna nýju plötuna, Endless Summer, en nú er ljóst að af því verður ekki. Söngkonan hefur tilkynnt að hún ætli ekki að halda eina einustu tónleika á næstunni og hefur jafnvel gefið í skyn að hún ætli sér ekki að halda tónleika framar. Hún segist ekki fá nokkra ánægju út úr því að syngja fyrir framan tugþúsundir tónleikagesta, það myndist engin tengsl, þetta sé óeðlilegt, óöruggt og það sé mjög erfitt að gleðja 100.000 manns í einu. Og að af öllu þessu fólki sé hún sú mest einmana þarna uppi á sviðinu. Fleiri tónlistarmenn aflýsa tónleikahaldi Miley Cyrus er ekki sú eina sem hefur gefist upp á tónleikahaldi, vegna þess hversu andlega krefjandi það er. Svipað hafa fjölmargar ungar stjörnur gert á síðustu misserum og þar með sett hælana í jörðina gagnvart ómanneskjulegum þrýstingi sem umboðsmenn þeirra og útgáfufyrirtæki beita þau. Kannski þau ættu að taka söngkonuna Kate Bush sér til fyrirmyndar, hún fór í tónleikaferðalag árið 1979. Síðan liðu 35 ár þar til hún fór næst í tónleikaferðalag, árið 2014. Þá má ekki gleyma því að Bítlarnir steinhættu að halda tónleika árið 1966, sögðust bara ekkert hafa gaman af því lengur. Þeir héldu eina tónleika eftir það, það var á þaki Apple Records í Lundúnum 30. janúar 1969. Síðan ekki söguna meir.
Tónlist Menning Hollywood Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira