Beal til liðs við Durant og Booker | Hvað verður um Chris Paul? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2023 08:30 Bradley Beal er genginn til liðs við Phoenix Suns. AP/Nick Wass Fyrstu stóru félagaskipti sumarsins í NBA-deildinni í körfubolta áttu sér stað á sunnudagskvöld. Þá var staðfest að Bradley Beal væri á leiðinni til Phoenix Suns frá Washington Wizards. Hinn 29 ára gamli Beal hefur spilað fyrir Wizards síðan hann kom í deildina árið 2012. Árin 2018, 2019 og 2021 var hann valinn í stjörnulið NBA-deildarinnar. Hann hefur verið þónokkuð frá vegna meiðsla og spilaði til að mynda aðeins 50 af 82 leikjum Wizards á síðustu leiktíð. Hann skoraði þó að meðaltali 23 stig í leik ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 4 fráköst. Wizards enduðu í 12. sæti Austurdeildar með 35 sigra og 47 töp. Phoenix Suns á hinn bóginn endaði í 4. sæti Vesturdeildar með 45 sigra og 37 töp. Liðið fór alla leið í undanúrslit Vestursins en tapaði þar fyrir verðandi meisturum í Denver Nuggets. Full ESPN story on the Suns finalizing a trade to land Washington s Bradley Beal in a blockbuster trade: https://t.co/iHqrOQaeDB— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 18, 2023 Suns fór mikinn á leikmannamarkaðnum á síðustu leiktíð þegar félagið sótti Kevin Durant frá Brooklyn Nets. Það er ljóst að félagið ætlar að gera atlögu að titlinum og hefur það nú ákveðið að sækja Beal. Þríeykið Durant, Beal og Devin Booker ætti að gera Suns til alls líklegt á komandi tímabili. Suns þurfti að láta eitthvað frá sér til að landa Beal og fer gamla brýnið Chris Paul til Washington ásamt Landry Shamet og fjöldanum öllum af valréttum. Ekki er þó vitað hvort Paul stoppi lengi í Washington en talið er að þriðja liðið gæti komið inn í samninginn og sótt Paul. Bæði Los Angeles Clippers og Los Angeles Lakers eru nefnd í því samhengi. Part of the reason for holding up full completion on the Wizards-Suns trade will be to allow Washington to field offers from third teams that would give Chris Paul a chance to land with a contender, sources tell ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 18, 2023 Reikna má með að fleiri stór nöfn skipti um lið í NBA-deildinni á komandi vikum. Körfubolti NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Beal hefur spilað fyrir Wizards síðan hann kom í deildina árið 2012. Árin 2018, 2019 og 2021 var hann valinn í stjörnulið NBA-deildarinnar. Hann hefur verið þónokkuð frá vegna meiðsla og spilaði til að mynda aðeins 50 af 82 leikjum Wizards á síðustu leiktíð. Hann skoraði þó að meðaltali 23 stig í leik ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 4 fráköst. Wizards enduðu í 12. sæti Austurdeildar með 35 sigra og 47 töp. Phoenix Suns á hinn bóginn endaði í 4. sæti Vesturdeildar með 45 sigra og 37 töp. Liðið fór alla leið í undanúrslit Vestursins en tapaði þar fyrir verðandi meisturum í Denver Nuggets. Full ESPN story on the Suns finalizing a trade to land Washington s Bradley Beal in a blockbuster trade: https://t.co/iHqrOQaeDB— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 18, 2023 Suns fór mikinn á leikmannamarkaðnum á síðustu leiktíð þegar félagið sótti Kevin Durant frá Brooklyn Nets. Það er ljóst að félagið ætlar að gera atlögu að titlinum og hefur það nú ákveðið að sækja Beal. Þríeykið Durant, Beal og Devin Booker ætti að gera Suns til alls líklegt á komandi tímabili. Suns þurfti að láta eitthvað frá sér til að landa Beal og fer gamla brýnið Chris Paul til Washington ásamt Landry Shamet og fjöldanum öllum af valréttum. Ekki er þó vitað hvort Paul stoppi lengi í Washington en talið er að þriðja liðið gæti komið inn í samninginn og sótt Paul. Bæði Los Angeles Clippers og Los Angeles Lakers eru nefnd í því samhengi. Part of the reason for holding up full completion on the Wizards-Suns trade will be to allow Washington to field offers from third teams that would give Chris Paul a chance to land with a contender, sources tell ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 18, 2023 Reikna má með að fleiri stór nöfn skipti um lið í NBA-deildinni á komandi vikum.
Körfubolti NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum