Hæstiréttur tekur mál Brynjars fyrir Árni Sæberg skrifar 19. júní 2023 15:24 Brynjar fær að áfrýja sjö ára fangelsisdómi sínum. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur samþykkti á dögunum málskotsbeiðni Brynjar Joensen Creed, sem dæmdur var til sjö ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum í Landsrétti. Brynjar Creed var upphaflega dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Þá var hann dæmdur fyrir að hafa nauðgað fjórum ólögráða stúlkum á grunnskólaaldri, sumum oftar en einu sinni, og beitt þær, auk fimmtu stúlkunnar, ítrekuðu kynferðisofbeldi og -áreitni. Landsréttur þyngdi dóminn um eitt ár. Dómur Landsréttar sneri aðeins að tilteknum fjölda brota gegn ákveðnum brotaþolum. Lögregla lauk nýverið rannsókn á fjölda annarra meintra brota mannsins. Brynjar er grunaður um að hafa brotið gegn á þriðja tug stúlkna, undir 15 ára aldri, til viðbótar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er málið komið inn á borð héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari ákvað að áfrýja dómi héraðsdóms. Áfrýjunin sneri að því að Brynjar yrði jafnframt sakfelldur fyrir nauðgun í þeim tilfellum þegar hann hafi látið stúlkur framkvæma kynferðislegar athafnir í gegnum netið og þær sent af því myndbönd. Ný nálgun á nauðgunarákvæði Þannig reyndi á nauðgunarákvæði 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga með áður óþekktum hætti. Brynjar var því ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í krafti yfirburðastöðu sinnar, vegna aldurs- og þroskamunar, auk loforða um gjafir, fengið stúlkurnar til að stunda kynferðislegar athafnir, taka upp á myndband og senda sér. 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti. Landsréttur féllst á málatilbúnað saksóknara og þyngdi dóm Brynjars. Brynjar ósammála Í málskotsbeiðni sinni byggði Brynjar á því að málið hafi fordæmisgildi um hvort undir 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga geti heyrt sú háttsemi að fjarstaddur maður þvingi aðra til kynferðislegra athafna í einrúmi og með öðrum. Hann taldi niðurstöðu Landsréttar ranga og krafðist þess að hún yrði endurskoðuð. Beiðni sinni til stuðnings vísar hann til þess að í niðurstöðu héraðsdóms og minnihluta Landsréttar hafi háttsemin sem honum var gefið að sök í framangreindum ákæruliðum verið heimfærð til 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga á þeim grundvelli að um rafræn samskipti hafi verið að ræða og háttsemin geti því ekki átt undir 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Þá telur hann að rétturinn hafi vikið frá því sem almennt er lagt til grundvallar í lögskýringarfræðum að refsiheimildir beri að túlka þröngt. Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðnina segir að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu Brynjars og um önnur atriði að því leyti sem hún byggir á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar verði ekki endurskoðuð fyrir Hæstarétti. Hins vegar verði að virtum gögnum málsins að telja að úrlausn þess um heimfærslu háttsemi leyfisbeiðanda samkvæmt tilgreindum ákæruliðum til refsiákvæða og ákvörðun refsingar kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt. Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Sjá meira
Brynjar Creed var upphaflega dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Þá var hann dæmdur fyrir að hafa nauðgað fjórum ólögráða stúlkum á grunnskólaaldri, sumum oftar en einu sinni, og beitt þær, auk fimmtu stúlkunnar, ítrekuðu kynferðisofbeldi og -áreitni. Landsréttur þyngdi dóminn um eitt ár. Dómur Landsréttar sneri aðeins að tilteknum fjölda brota gegn ákveðnum brotaþolum. Lögregla lauk nýverið rannsókn á fjölda annarra meintra brota mannsins. Brynjar er grunaður um að hafa brotið gegn á þriðja tug stúlkna, undir 15 ára aldri, til viðbótar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er málið komið inn á borð héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari ákvað að áfrýja dómi héraðsdóms. Áfrýjunin sneri að því að Brynjar yrði jafnframt sakfelldur fyrir nauðgun í þeim tilfellum þegar hann hafi látið stúlkur framkvæma kynferðislegar athafnir í gegnum netið og þær sent af því myndbönd. Ný nálgun á nauðgunarákvæði Þannig reyndi á nauðgunarákvæði 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga með áður óþekktum hætti. Brynjar var því ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í krafti yfirburðastöðu sinnar, vegna aldurs- og þroskamunar, auk loforða um gjafir, fengið stúlkurnar til að stunda kynferðislegar athafnir, taka upp á myndband og senda sér. 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti. Landsréttur féllst á málatilbúnað saksóknara og þyngdi dóm Brynjars. Brynjar ósammála Í málskotsbeiðni sinni byggði Brynjar á því að málið hafi fordæmisgildi um hvort undir 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga geti heyrt sú háttsemi að fjarstaddur maður þvingi aðra til kynferðislegra athafna í einrúmi og með öðrum. Hann taldi niðurstöðu Landsréttar ranga og krafðist þess að hún yrði endurskoðuð. Beiðni sinni til stuðnings vísar hann til þess að í niðurstöðu héraðsdóms og minnihluta Landsréttar hafi háttsemin sem honum var gefið að sök í framangreindum ákæruliðum verið heimfærð til 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga á þeim grundvelli að um rafræn samskipti hafi verið að ræða og háttsemin geti því ekki átt undir 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Þá telur hann að rétturinn hafi vikið frá því sem almennt er lagt til grundvallar í lögskýringarfræðum að refsiheimildir beri að túlka þröngt. Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðnina segir að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu Brynjars og um önnur atriði að því leyti sem hún byggir á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar verði ekki endurskoðuð fyrir Hæstarétti. Hins vegar verði að virtum gögnum málsins að telja að úrlausn þess um heimfærslu háttsemi leyfisbeiðanda samkvæmt tilgreindum ákæruliðum til refsiákvæða og ákvörðun refsingar kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt.
1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.
Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Sjá meira