„Við erum ekki komin á markað til að stela einhverjum bílstjórum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2023 20:00 Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík. Vísir/Einar Hopp leigubílar hófu formlega innreið sína á markaðinn í vikunni en stóra prófraunin var um helgina enda mesta álagið í tengslum við skemmtanalífið um helgar. Framkvæmdastjórinn segir helgina hafa gengið vel þrátt fyrir að hafa alls ekki náð að anna eftirspurn. Um 66% þeirra sem reyndu að panta sér far um helgina fengu ekki ferðina sína. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir fyrstu helgina hafa verið annasama en lærdómsríka. „Bílstjórarnir ótrúlega fljótir að grípa hugbúnaðinn og notendurnir líka, sérstaklega notendurnir,“ sagði Sæunn. En fengu allir far sem vildu? „Nei, alls ekki. Við náðum aðeins að sinna sirka 34% þeirra sem óskuðu eftir ferð og bara í Hopp-appinu um helgina þannig að þetta er risastórt mál sem þarf að ræða því við erum að horfa á að 66% af notendum Hopp fengu ekki ferðina sína um helgina.“ Í heild bárust rúmlega þrettán hundruð beiðnir um far með Hopp. Sæunn segir létti að vera komin með tölur í hendurnar sem sýni svart á hvítu hver staðan er á markaðnum en að leiðinlegt sé að hafa ekki getað annað eftirspurn. „Þessi markaður er ekki í jafnvægi. Við þurfum fleiri bílstjóra, vegna þess að ef við hefðum haft fleiri bílstjóra þá hefðu fleiri getað fengið ferðina sína með Hopp-appinu,“ sagði Sæunn.Vísir sagði frá því í dag að Samgöngustofa hygðist ekki hlutast til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði en stjórnendur Hreyfils hafa bannað leigubílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. Sjá nánar: Munu ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp „Við erum ekki komin á markað til að stela einhverjum bílstjórum og það sem er kannski mikilvægast að taka fram er að leigubílstjórar eru bara sjálfstætt starfandi. Þetta eru bara lítil fyrirtæki og við erum að koma inn með nýja tekjuleið, tekjustofn og nýjan markað því við vitum hvernig notendurnir okkar haga sér. Þeir vilja hraðan og góðan hugbúnað og Hopp-appið er í rauninni alltaf að „besta“ ferðina með nýtingu þannig að sá sem keyrir með Hopp-appinu fær svo mikla nýtni.“ Óhætt er að segja að ekki allir hafi fagnað aukinni samkeppni með tilkomu Hopps á markað. „Þetta er ekkert einhver barátta á milli félaga. Það er bara pláss fyrir okkur öll enda segja tölurnar okkur það núna - en ekki tilfinningar - hvernig markaðurinn er.“ Bílar Samgöngur Leigubílar Neytendur Tækni Tengdar fréttir Mun ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp Samgöngustofa hlutast ekki til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði á meðan þær rúmast innan laga og reglna. Stofnunin mun því ekki bregðast við ákvörðun Hreyfils um að meina bílstjórum sínum um að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. 19. júní 2023 14:40 Spyr hvort Hreyfli sé heimilt að meina bílstjórum að skrá sig hjá Hopp Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segist ekki rangtúlka lög um leigubíla líkt og framkvæmdastjóri Hreyfils hefur haldið fram. Stöðvaskylda sem framkvæmdastjórinn vísi til hafi breyst og nú megi leigubílstjórar vera skráðir á fleiri en einni stöð og vera sjálfstætt starfandi. Hún spyr sig hvort Hreyfill megi í raun meina bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. 16. júní 2023 16:00 Bílstjórar Hreyfils megi ekki aka fyrir Hopp Framkvæmdastjóri Hreyfils segir að fyrirtækið samþykki ekki að leigubílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar líkt og Hopp á sama tíma. Hann segir framkvæmdastjóra Hopp rangtúlka lög um leigubíla. 15. júní 2023 14:42 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir fyrstu helgina hafa verið annasama en lærdómsríka. „Bílstjórarnir ótrúlega fljótir að grípa hugbúnaðinn og notendurnir líka, sérstaklega notendurnir,“ sagði Sæunn. En fengu allir far sem vildu? „Nei, alls ekki. Við náðum aðeins að sinna sirka 34% þeirra sem óskuðu eftir ferð og bara í Hopp-appinu um helgina þannig að þetta er risastórt mál sem þarf að ræða því við erum að horfa á að 66% af notendum Hopp fengu ekki ferðina sína um helgina.“ Í heild bárust rúmlega þrettán hundruð beiðnir um far með Hopp. Sæunn segir létti að vera komin með tölur í hendurnar sem sýni svart á hvítu hver staðan er á markaðnum en að leiðinlegt sé að hafa ekki getað annað eftirspurn. „Þessi markaður er ekki í jafnvægi. Við þurfum fleiri bílstjóra, vegna þess að ef við hefðum haft fleiri bílstjóra þá hefðu fleiri getað fengið ferðina sína með Hopp-appinu,“ sagði Sæunn.Vísir sagði frá því í dag að Samgöngustofa hygðist ekki hlutast til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði en stjórnendur Hreyfils hafa bannað leigubílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. Sjá nánar: Munu ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp „Við erum ekki komin á markað til að stela einhverjum bílstjórum og það sem er kannski mikilvægast að taka fram er að leigubílstjórar eru bara sjálfstætt starfandi. Þetta eru bara lítil fyrirtæki og við erum að koma inn með nýja tekjuleið, tekjustofn og nýjan markað því við vitum hvernig notendurnir okkar haga sér. Þeir vilja hraðan og góðan hugbúnað og Hopp-appið er í rauninni alltaf að „besta“ ferðina með nýtingu þannig að sá sem keyrir með Hopp-appinu fær svo mikla nýtni.“ Óhætt er að segja að ekki allir hafi fagnað aukinni samkeppni með tilkomu Hopps á markað. „Þetta er ekkert einhver barátta á milli félaga. Það er bara pláss fyrir okkur öll enda segja tölurnar okkur það núna - en ekki tilfinningar - hvernig markaðurinn er.“
Bílar Samgöngur Leigubílar Neytendur Tækni Tengdar fréttir Mun ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp Samgöngustofa hlutast ekki til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði á meðan þær rúmast innan laga og reglna. Stofnunin mun því ekki bregðast við ákvörðun Hreyfils um að meina bílstjórum sínum um að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. 19. júní 2023 14:40 Spyr hvort Hreyfli sé heimilt að meina bílstjórum að skrá sig hjá Hopp Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segist ekki rangtúlka lög um leigubíla líkt og framkvæmdastjóri Hreyfils hefur haldið fram. Stöðvaskylda sem framkvæmdastjórinn vísi til hafi breyst og nú megi leigubílstjórar vera skráðir á fleiri en einni stöð og vera sjálfstætt starfandi. Hún spyr sig hvort Hreyfill megi í raun meina bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. 16. júní 2023 16:00 Bílstjórar Hreyfils megi ekki aka fyrir Hopp Framkvæmdastjóri Hreyfils segir að fyrirtækið samþykki ekki að leigubílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar líkt og Hopp á sama tíma. Hann segir framkvæmdastjóra Hopp rangtúlka lög um leigubíla. 15. júní 2023 14:42 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Mun ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp Samgöngustofa hlutast ekki til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði á meðan þær rúmast innan laga og reglna. Stofnunin mun því ekki bregðast við ákvörðun Hreyfils um að meina bílstjórum sínum um að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. 19. júní 2023 14:40
Spyr hvort Hreyfli sé heimilt að meina bílstjórum að skrá sig hjá Hopp Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segist ekki rangtúlka lög um leigubíla líkt og framkvæmdastjóri Hreyfils hefur haldið fram. Stöðvaskylda sem framkvæmdastjórinn vísi til hafi breyst og nú megi leigubílstjórar vera skráðir á fleiri en einni stöð og vera sjálfstætt starfandi. Hún spyr sig hvort Hreyfill megi í raun meina bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. 16. júní 2023 16:00
Bílstjórar Hreyfils megi ekki aka fyrir Hopp Framkvæmdastjóri Hreyfils segir að fyrirtækið samþykki ekki að leigubílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar líkt og Hopp á sama tíma. Hann segir framkvæmdastjóra Hopp rangtúlka lög um leigubíla. 15. júní 2023 14:42