Frakkar með fullt hús stiga í B-riðli eftir 1-0 sigur á Grikkjum Siggeir Ævarsson skrifar 19. júní 2023 21:30 Kylian Mbappe skoraði eina mark Frakklands úr vítaspyrnu í seinni hálfleik og setti franskt met í markaskorun í öllum keppnum með lands- og félagsliði. Vísir/Getty Frakkland er með fullt hús stiga í B-riði í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Grikkland. Frakkar hafa oft leikið betur en í kvöld en það kom ekki í veg fyrir að þeim tækist að landa sigri. Grikkir vörðust vel og létu Frakka hafa töluvert fyrir hlutunum í kvöld. Mavropanos hljóp þó mögulega full mikið kapp í kinn en hann fékk rautt spjald á 70. mínútu og kláruðu Grikkir leikinn manni færri. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu og var það markahrókurinn Mbappe sem skoraði. Var þetta 54. mark hans á tímabilinu, samanlagt með félags- og landsliði, sem er franskt met. @KMbappe becomes the top French scorer in a single season, for club and country combined.He surpasses Just Fontaine with his 54th strike #FiersdetreBleus pic.twitter.com/4g8VwOYn0E— French Team (@FrenchTeam) June 19, 2023 Frakkar hafa nú farið taplausir í gengum ellefu síðustu leiki sína í undankeppni EM, og unnið níu af þeim. Fyrir leikinn höfðu Grikkir unnið sjö af átta keppnisleikjum sínum, og verða að teljast nokkuð líklegir til að taka annað sætið í riðlinum, að því gefnu að Frakkland haldi áfram á sama skriði og taki efsta sætið. Það er þó ekki hægt að ganga að neinu vísu í þessum riðli, nema kannski að örlandið Gíbraltar endar alveg örugglega í neðsta sæti, en Írland lagði þá auðvelda 3-0 í kvöld þar sem leikmenn Gíbraltar sáu aldrei til sólar. Síðasta þjóðin í riðlinum er svo Holland, sem töpuðu fyrir Frökkum í fyrstu umferð 4-0 en lögðu svo Gíbraltar 3-0. Þeir eiga ekki leik næst fyrr en í september þar sem þeir mæta Grikkjum, sem gæti orðið algjör lykilleikur upp á framhaldið í riðlinum að gera. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Grikkir vörðust vel og létu Frakka hafa töluvert fyrir hlutunum í kvöld. Mavropanos hljóp þó mögulega full mikið kapp í kinn en hann fékk rautt spjald á 70. mínútu og kláruðu Grikkir leikinn manni færri. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu og var það markahrókurinn Mbappe sem skoraði. Var þetta 54. mark hans á tímabilinu, samanlagt með félags- og landsliði, sem er franskt met. @KMbappe becomes the top French scorer in a single season, for club and country combined.He surpasses Just Fontaine with his 54th strike #FiersdetreBleus pic.twitter.com/4g8VwOYn0E— French Team (@FrenchTeam) June 19, 2023 Frakkar hafa nú farið taplausir í gengum ellefu síðustu leiki sína í undankeppni EM, og unnið níu af þeim. Fyrir leikinn höfðu Grikkir unnið sjö af átta keppnisleikjum sínum, og verða að teljast nokkuð líklegir til að taka annað sætið í riðlinum, að því gefnu að Frakkland haldi áfram á sama skriði og taki efsta sætið. Það er þó ekki hægt að ganga að neinu vísu í þessum riðli, nema kannski að örlandið Gíbraltar endar alveg örugglega í neðsta sæti, en Írland lagði þá auðvelda 3-0 í kvöld þar sem leikmenn Gíbraltar sáu aldrei til sólar. Síðasta þjóðin í riðlinum er svo Holland, sem töpuðu fyrir Frökkum í fyrstu umferð 4-0 en lögðu svo Gíbraltar 3-0. Þeir eiga ekki leik næst fyrr en í september þar sem þeir mæta Grikkjum, sem gæti orðið algjör lykilleikur upp á framhaldið í riðlinum að gera.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira