Ronaldo svarar Åge: „Ég er vanur þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júní 2023 11:30 Cristiano Ronaldo segist löngu vera orðinn vanur því að vera marinn eftir fótboltaleiki. Vísir/Vilhelm/Getty „Ég er vanur þessu,“ sagði portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins fyrir leik liðsins gegn Íslandi í undankeppni EM sem fram fer í dag þegar hann var spurður út í ummæli Åge Hareide um að íslenska liðið ætlaði sér að láta hann finna fyrir því í leiknum. Cristiano Ronaldo var mættur á blaðamannafund portúgalska liðsins með þjálfaranum Roberto Martinez í gær. Ronaldo var léttur í lundu á fundinum og grínaðist meðal annars í íslenskum fjölmiðlamönnum um hvaða leikmann hann vildi fá sem liðsfélaga hjá Al Nassr ef hann fengi að velja. Hann var þó ekki bara mættur til að grínast heldur einnig til að ræða um komandi leik Íslands og Portúgal í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Hann var meðal annars spurður út í ummæli Åge Hareide, þjálfara íslenska liðsins, um að hann myndi fá að finna fyrir því í leiknum. Verður fagnað eftir leik en fær að finna fyrir því á vellinum „Hann hefur átt magnaðan feril sem leikmaður,“ sagði Hareide á blaðamannafundi íslenska liðsins sem haldin var stuttu á undan þeim portúgalska. „Hann er búinn að vera að skora mörk og halda sér í standi í ótrúlega langan tíma. Ég man eftir honum þegar ég fór að heimsækja Ole Gunnar Solskjær til Manchester United þá var ungur Ronaldo að æfa og spila þar. Hvernig hann æfði og hvernig hann spilaði þarna fyrir að verða 25 árum síðan og það er magnað að hann hafi haldið svona lengi áfram. Við munum fagna honum eftir leikinn, en í leiknum sjálfum munum við skilja einhverja marbletti eftir á honum,“ bætti Hareide við. Orðinn vanur marblettum á löngum ferli Ronaldo var svo spurður út í þessi ummæli Hareides á blaðamannafundi portúgalska liðsins og sagðist hann vera vanur slíkri meðferð á löngum og farsælum ferli sínum. „Þetta er bara eðlilegt. Ég er vanur því. Marblettir á fótleggjum, andliti og hálsi. Þetta hefur alltaf verið svona á rúmlega 20 ára löngum ferli mínum og ég verð undirbúinn,“ sagði Ronaldo. „Það mikilvægasta er að Portúgal nái í góð úrslit og haldi draumnum áfram og á lífi. Við vitum að þetta verður erfiður leikur, en við munum spila vel.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Cristiano Ronaldo var mættur á blaðamannafund portúgalska liðsins með þjálfaranum Roberto Martinez í gær. Ronaldo var léttur í lundu á fundinum og grínaðist meðal annars í íslenskum fjölmiðlamönnum um hvaða leikmann hann vildi fá sem liðsfélaga hjá Al Nassr ef hann fengi að velja. Hann var þó ekki bara mættur til að grínast heldur einnig til að ræða um komandi leik Íslands og Portúgal í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Hann var meðal annars spurður út í ummæli Åge Hareide, þjálfara íslenska liðsins, um að hann myndi fá að finna fyrir því í leiknum. Verður fagnað eftir leik en fær að finna fyrir því á vellinum „Hann hefur átt magnaðan feril sem leikmaður,“ sagði Hareide á blaðamannafundi íslenska liðsins sem haldin var stuttu á undan þeim portúgalska. „Hann er búinn að vera að skora mörk og halda sér í standi í ótrúlega langan tíma. Ég man eftir honum þegar ég fór að heimsækja Ole Gunnar Solskjær til Manchester United þá var ungur Ronaldo að æfa og spila þar. Hvernig hann æfði og hvernig hann spilaði þarna fyrir að verða 25 árum síðan og það er magnað að hann hafi haldið svona lengi áfram. Við munum fagna honum eftir leikinn, en í leiknum sjálfum munum við skilja einhverja marbletti eftir á honum,“ bætti Hareide við. Orðinn vanur marblettum á löngum ferli Ronaldo var svo spurður út í þessi ummæli Hareides á blaðamannafundi portúgalska liðsins og sagðist hann vera vanur slíkri meðferð á löngum og farsælum ferli sínum. „Þetta er bara eðlilegt. Ég er vanur því. Marblettir á fótleggjum, andliti og hálsi. Þetta hefur alltaf verið svona á rúmlega 20 ára löngum ferli mínum og ég verð undirbúinn,“ sagði Ronaldo. „Það mikilvægasta er að Portúgal nái í góð úrslit og haldi draumnum áfram og á lífi. Við vitum að þetta verður erfiður leikur, en við munum spila vel.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira