Ámundi allur Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2023 11:31 Ámundi Ámundason, útgefandi og auglýsingastjóri, var einstaklega litríkur maður og setti sín spor á tíðarandann. vísir/ernir Ámundi Ámundason, sem kallaður var umboðsmaður Íslands löngu áður en Einar Bárðarson varð svo mikið sem hugmynd, andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk 14. júní. Ámundi var 78 ára að aldri þegar hann andaðist. Hann var af þeim sem hann þekktu ávallt og einfaldlega kallaður Ámi og var einstaklega litríkur persónuleiki og eftirminnilegur. Og setti sannarlega sitt mark á tíðarandann. Ámi var á árum áður þekktasti umboðsmaður og plötuútgefandi landsins. Hann var umboðsmaður Hljóma frá Keflavík, á velmektarárum þeirra og fór með hljómsveitina hringinn um landið. Þeir hafa sagt frá því að hafa verið á ríflegum skipstjóralaunum við þá spilamennsku og byggði til að mynda Rúnar heitinn Júlíusson sér hús í Keflavík fyrir afraksturinn. Ámundi var einstaklega afkastamikill á þessu sviði tónlistarinnar og skemmtanalífsins; stofnaði hljómplötufyrirtækið ÁÁ-records og komu alls fjörutíu titlar út undir þeim merkjum, þeirra á meðal Stuðmenn þegar þeir voru að hasla sér völl. Ámundi var þannig lykilmaður þegar Stuðmenn voru við upptökur í London árið 1974 og fjármagnaði að einhverju leyti ævintýri þeirra þar en þeir hafa reyndar sagt frá því að þar hafi þeir lifað við sult og seyru í London, sumir hverjir. Eftir mikil ævintýri í tónlistarbransanum og ýmsum uppákomum sem hann stóð fyrir í skemmtanalífi landsmanna sneri Ámi sér að auglýsingasölu. Hann var á árum áður afar handgenginn Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og leiðtoga krata á Íslandi til langs tíma. Ámundi gerðist auglýsingastjóri Alþýðublaðsins, alræmdur sem slíkur en sagðar hafa verið sögur af því að hann hafi hótað þeim sem voru tregir í taumi því að ef þeir keyptu ekki auglýsingu af sér kæmi hann með Jón Baldvin og blési til vinnustaðafundar á staðnum. Við þá hótun brustu yfirleitt varnir. Ámundi kom svo að auglýsingasölu fyrir Fréttablaðið og tengd blöð sem 365 gaf út; Birtu og DV. Leið Ámunda lá þaðan yfir í útgáfu þar sem hann nýtti hæfileika sína á sviði auglýsingasölu og þekkingar á dægurmenningu. Hann stofnaði útgáfufélagið Fótspor sem meðal annars út ýmis staðbundin bæjarblöð. Sú útgáfusaga endaði með því að fyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, Vefpressan, yfirtók þann rekstur. Fylgdu þeim vendingum nokkrar væringingar. „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ sagði Ámundi á einum tímapunkti þess máls í samtali við Vísi. Ámundi lætur eftir sig fjögur börn auk barnabarna. Andlát Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tónlist Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Ámundi var 78 ára að aldri þegar hann andaðist. Hann var af þeim sem hann þekktu ávallt og einfaldlega kallaður Ámi og var einstaklega litríkur persónuleiki og eftirminnilegur. Og setti sannarlega sitt mark á tíðarandann. Ámi var á árum áður þekktasti umboðsmaður og plötuútgefandi landsins. Hann var umboðsmaður Hljóma frá Keflavík, á velmektarárum þeirra og fór með hljómsveitina hringinn um landið. Þeir hafa sagt frá því að hafa verið á ríflegum skipstjóralaunum við þá spilamennsku og byggði til að mynda Rúnar heitinn Júlíusson sér hús í Keflavík fyrir afraksturinn. Ámundi var einstaklega afkastamikill á þessu sviði tónlistarinnar og skemmtanalífsins; stofnaði hljómplötufyrirtækið ÁÁ-records og komu alls fjörutíu titlar út undir þeim merkjum, þeirra á meðal Stuðmenn þegar þeir voru að hasla sér völl. Ámundi var þannig lykilmaður þegar Stuðmenn voru við upptökur í London árið 1974 og fjármagnaði að einhverju leyti ævintýri þeirra þar en þeir hafa reyndar sagt frá því að þar hafi þeir lifað við sult og seyru í London, sumir hverjir. Eftir mikil ævintýri í tónlistarbransanum og ýmsum uppákomum sem hann stóð fyrir í skemmtanalífi landsmanna sneri Ámi sér að auglýsingasölu. Hann var á árum áður afar handgenginn Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og leiðtoga krata á Íslandi til langs tíma. Ámundi gerðist auglýsingastjóri Alþýðublaðsins, alræmdur sem slíkur en sagðar hafa verið sögur af því að hann hafi hótað þeim sem voru tregir í taumi því að ef þeir keyptu ekki auglýsingu af sér kæmi hann með Jón Baldvin og blési til vinnustaðafundar á staðnum. Við þá hótun brustu yfirleitt varnir. Ámundi kom svo að auglýsingasölu fyrir Fréttablaðið og tengd blöð sem 365 gaf út; Birtu og DV. Leið Ámunda lá þaðan yfir í útgáfu þar sem hann nýtti hæfileika sína á sviði auglýsingasölu og þekkingar á dægurmenningu. Hann stofnaði útgáfufélagið Fótspor sem meðal annars út ýmis staðbundin bæjarblöð. Sú útgáfusaga endaði með því að fyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, Vefpressan, yfirtók þann rekstur. Fylgdu þeim vendingum nokkrar væringingar. „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ sagði Ámundi á einum tímapunkti þess máls í samtali við Vísi. Ámundi lætur eftir sig fjögur börn auk barnabarna.
Andlát Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tónlist Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira