Ámundi allur Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2023 11:31 Ámundi Ámundason, útgefandi og auglýsingastjóri, var einstaklega litríkur maður og setti sín spor á tíðarandann. vísir/ernir Ámundi Ámundason, sem kallaður var umboðsmaður Íslands löngu áður en Einar Bárðarson varð svo mikið sem hugmynd, andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk 14. júní. Ámundi var 78 ára að aldri þegar hann andaðist. Hann var af þeim sem hann þekktu ávallt og einfaldlega kallaður Ámi og var einstaklega litríkur persónuleiki og eftirminnilegur. Og setti sannarlega sitt mark á tíðarandann. Ámi var á árum áður þekktasti umboðsmaður og plötuútgefandi landsins. Hann var umboðsmaður Hljóma frá Keflavík, á velmektarárum þeirra og fór með hljómsveitina hringinn um landið. Þeir hafa sagt frá því að hafa verið á ríflegum skipstjóralaunum við þá spilamennsku og byggði til að mynda Rúnar heitinn Júlíusson sér hús í Keflavík fyrir afraksturinn. Ámundi var einstaklega afkastamikill á þessu sviði tónlistarinnar og skemmtanalífsins; stofnaði hljómplötufyrirtækið ÁÁ-records og komu alls fjörutíu titlar út undir þeim merkjum, þeirra á meðal Stuðmenn þegar þeir voru að hasla sér völl. Ámundi var þannig lykilmaður þegar Stuðmenn voru við upptökur í London árið 1974 og fjármagnaði að einhverju leyti ævintýri þeirra þar en þeir hafa reyndar sagt frá því að þar hafi þeir lifað við sult og seyru í London, sumir hverjir. Eftir mikil ævintýri í tónlistarbransanum og ýmsum uppákomum sem hann stóð fyrir í skemmtanalífi landsmanna sneri Ámi sér að auglýsingasölu. Hann var á árum áður afar handgenginn Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og leiðtoga krata á Íslandi til langs tíma. Ámundi gerðist auglýsingastjóri Alþýðublaðsins, alræmdur sem slíkur en sagðar hafa verið sögur af því að hann hafi hótað þeim sem voru tregir í taumi því að ef þeir keyptu ekki auglýsingu af sér kæmi hann með Jón Baldvin og blési til vinnustaðafundar á staðnum. Við þá hótun brustu yfirleitt varnir. Ámundi kom svo að auglýsingasölu fyrir Fréttablaðið og tengd blöð sem 365 gaf út; Birtu og DV. Leið Ámunda lá þaðan yfir í útgáfu þar sem hann nýtti hæfileika sína á sviði auglýsingasölu og þekkingar á dægurmenningu. Hann stofnaði útgáfufélagið Fótspor sem meðal annars út ýmis staðbundin bæjarblöð. Sú útgáfusaga endaði með því að fyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, Vefpressan, yfirtók þann rekstur. Fylgdu þeim vendingum nokkrar væringingar. „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ sagði Ámundi á einum tímapunkti þess máls í samtali við Vísi. Ámundi lætur eftir sig fjögur börn auk barnabarna. Andlát Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tónlist Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ámundi var 78 ára að aldri þegar hann andaðist. Hann var af þeim sem hann þekktu ávallt og einfaldlega kallaður Ámi og var einstaklega litríkur persónuleiki og eftirminnilegur. Og setti sannarlega sitt mark á tíðarandann. Ámi var á árum áður þekktasti umboðsmaður og plötuútgefandi landsins. Hann var umboðsmaður Hljóma frá Keflavík, á velmektarárum þeirra og fór með hljómsveitina hringinn um landið. Þeir hafa sagt frá því að hafa verið á ríflegum skipstjóralaunum við þá spilamennsku og byggði til að mynda Rúnar heitinn Júlíusson sér hús í Keflavík fyrir afraksturinn. Ámundi var einstaklega afkastamikill á þessu sviði tónlistarinnar og skemmtanalífsins; stofnaði hljómplötufyrirtækið ÁÁ-records og komu alls fjörutíu titlar út undir þeim merkjum, þeirra á meðal Stuðmenn þegar þeir voru að hasla sér völl. Ámundi var þannig lykilmaður þegar Stuðmenn voru við upptökur í London árið 1974 og fjármagnaði að einhverju leyti ævintýri þeirra þar en þeir hafa reyndar sagt frá því að þar hafi þeir lifað við sult og seyru í London, sumir hverjir. Eftir mikil ævintýri í tónlistarbransanum og ýmsum uppákomum sem hann stóð fyrir í skemmtanalífi landsmanna sneri Ámi sér að auglýsingasölu. Hann var á árum áður afar handgenginn Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og leiðtoga krata á Íslandi til langs tíma. Ámundi gerðist auglýsingastjóri Alþýðublaðsins, alræmdur sem slíkur en sagðar hafa verið sögur af því að hann hafi hótað þeim sem voru tregir í taumi því að ef þeir keyptu ekki auglýsingu af sér kæmi hann með Jón Baldvin og blési til vinnustaðafundar á staðnum. Við þá hótun brustu yfirleitt varnir. Ámundi kom svo að auglýsingasölu fyrir Fréttablaðið og tengd blöð sem 365 gaf út; Birtu og DV. Leið Ámunda lá þaðan yfir í útgáfu þar sem hann nýtti hæfileika sína á sviði auglýsingasölu og þekkingar á dægurmenningu. Hann stofnaði útgáfufélagið Fótspor sem meðal annars út ýmis staðbundin bæjarblöð. Sú útgáfusaga endaði með því að fyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, Vefpressan, yfirtók þann rekstur. Fylgdu þeim vendingum nokkrar væringingar. „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ sagði Ámundi á einum tímapunkti þess máls í samtali við Vísi. Ámundi lætur eftir sig fjögur börn auk barnabarna.
Andlát Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tónlist Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira