Einkunnir Íslands: Guðlaugur Victor aftur bestur Íþróttadeild skrifar 20. júní 2023 21:08 Guðlaugur Victor Pálsson verst hér gegn Rafael Leao leikmanni Portúgal. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir stórgóða frammistöðu þurfti íslenska karlalandsliðið í fótbolta að sætta sig við tap fyrir Portúgal, 0-1, í undankeppni EM 2024 í kvöld. Cristiano Ronaldo skoraði eina markið í kvöld, í sínum tvö hundraðasta landsleik. Markið var upphaflega dæmt af vegna rangstöðu en svo dæmt gilt eftir myndbandsskoðun. Íslendingar léku manni færri síðustu níu mínútur leiksins eftir að Willum Þór Willumsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Annan leikinn í röð var Guðlaugur Victor Pálsson besti leikmaður íslenska liðsins. Hann spilaði á miðjunni gegn Slóvakíu en í miðri vörninni í kvöld og var frábær. Margir aðrir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í kvöld þótt það hafi ekki dugað til þess að fá stig út úr leiknum. Einkunnagjöf Íslands: Byrjunarlið: Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 7 Varði vel og hélt boltanum eftir skalla Pepes eftir hornspyrnu í fyrri hálfleik. Varði stórkostlega frá Ronaldo þegar rangstaða var dæmd. Hefði mátt vera ákveðnari í marki Portúgals. Valgeir Lunddal Friðriksson, hægri bakvörður: 8 Aðeins hans annar „alvöru“ A-landsleikur og gerði frábærlega gegn Rafael Leao og Joao Cancelo. Getur verið einkar stoltur af frammistöðu sinni í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 9 (Maður leiksins) Leið einstaklega vel í miðverðinum. Var alltaf á réttum stað varnarlega og var með Ronaldo í vasanum á meðan jafnt var í liðum. Fékk besta færi Íslands á 23. mínútu. Aðdáunarverð frammistaða, annan leikinn í röð. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 9 Hann og Guðlaugur Victor frábærir í hjarta varnarinnar í dag. Portúgal komst lítt áleiðis gegn öflugri varnarlínu Íslands meðan jafnt var í liðum. Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Spilaði vinstri bakvörð í dag, naut sín vel framan af og átti nokkrar frábærar sendingar upp völlinn sem voru nálægt því að skapa usla. Varðist vel en spilaði leikmann Portúgals réttstæðan í sigurmarki leiksins. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 7 Frábær fram á 81. mínútu þegar hann fór í fáránlega tæklingu á gulu spjaldi. Það reyndist dýr ákvörðun. Hefur annars komið gríðarlega sterkur inn í íslenska liðið í leikjunum tveimur og stimplað sig inn í það. Hélt boltanum vel og var óhræddur með hann. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 8 Yfirvegaður og agaður. Leit út fyrir að hafa hreinlega ekki gert annað en að spila sem djúpur miðjumaður. Allt annað að sjá hann í þessari leikstöðu heldur en í 0-3 tapinu gegn Bosníu-Hersegóvínu. Fyrirtaks frammistaða. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður 8 Átti góðar fyrirgjafir í fyrri hálfleik. Vann vel með Arnóri Ingva á miðri miðjunni og lokaði svæðum af samviskusemi. Gerði vel þegar hann fékk boltann og reyndi að halda honum. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 8 Hættulegasti leikmaður íslenska liðsins. Alltaf ógnandi og fór illa með Diogo Dalot, hægri bakvörð Portúgals, sem fékk gult spjald. Spilaði einnig góða vörn og gerði vel í að pirra Portúgalana. Albert Guðmundsson, framherji: 7 Fékk ekki úr miklu að moða fremst á vellinum en dró sig aftar til að fá boltann. Skilaði góðri varnarvinnu. Var betri í fyrri hálfleik en þeim seinni. Alfreð Finnbogason, framherji: 6 Lagði upp færi fyrir Guðlaug Victor í fyrri hálfleik. Hafði annars úr litlu að moða. Gerði ágætlega en var lítt áberandi. Varamenn Ísak Bergmann Jóhannesson - Kom inn fyrir Arnór Ingva á 74. mínútu Ágætis barátta en komst ekki í mikinn takt við leikinn. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Sævar Atli Magnússon - Kom inn fyrir Alfreð á 74. mínútu Kom inn á í fremstu víglínu en var svo færður út á hægri kantinn eftir að Willum var rekinn út af. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alfons Sampsted - Kom inn fyrir Valgeir á 79. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Hákon Arnar Haraldsson - Kom inn fyrir Jón Dag á 79. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Fleiri fréttir Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Sjá meira
Cristiano Ronaldo skoraði eina markið í kvöld, í sínum tvö hundraðasta landsleik. Markið var upphaflega dæmt af vegna rangstöðu en svo dæmt gilt eftir myndbandsskoðun. Íslendingar léku manni færri síðustu níu mínútur leiksins eftir að Willum Þór Willumsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Annan leikinn í röð var Guðlaugur Victor Pálsson besti leikmaður íslenska liðsins. Hann spilaði á miðjunni gegn Slóvakíu en í miðri vörninni í kvöld og var frábær. Margir aðrir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í kvöld þótt það hafi ekki dugað til þess að fá stig út úr leiknum. Einkunnagjöf Íslands: Byrjunarlið: Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 7 Varði vel og hélt boltanum eftir skalla Pepes eftir hornspyrnu í fyrri hálfleik. Varði stórkostlega frá Ronaldo þegar rangstaða var dæmd. Hefði mátt vera ákveðnari í marki Portúgals. Valgeir Lunddal Friðriksson, hægri bakvörður: 8 Aðeins hans annar „alvöru“ A-landsleikur og gerði frábærlega gegn Rafael Leao og Joao Cancelo. Getur verið einkar stoltur af frammistöðu sinni í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 9 (Maður leiksins) Leið einstaklega vel í miðverðinum. Var alltaf á réttum stað varnarlega og var með Ronaldo í vasanum á meðan jafnt var í liðum. Fékk besta færi Íslands á 23. mínútu. Aðdáunarverð frammistaða, annan leikinn í röð. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 9 Hann og Guðlaugur Victor frábærir í hjarta varnarinnar í dag. Portúgal komst lítt áleiðis gegn öflugri varnarlínu Íslands meðan jafnt var í liðum. Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Spilaði vinstri bakvörð í dag, naut sín vel framan af og átti nokkrar frábærar sendingar upp völlinn sem voru nálægt því að skapa usla. Varðist vel en spilaði leikmann Portúgals réttstæðan í sigurmarki leiksins. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 7 Frábær fram á 81. mínútu þegar hann fór í fáránlega tæklingu á gulu spjaldi. Það reyndist dýr ákvörðun. Hefur annars komið gríðarlega sterkur inn í íslenska liðið í leikjunum tveimur og stimplað sig inn í það. Hélt boltanum vel og var óhræddur með hann. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 8 Yfirvegaður og agaður. Leit út fyrir að hafa hreinlega ekki gert annað en að spila sem djúpur miðjumaður. Allt annað að sjá hann í þessari leikstöðu heldur en í 0-3 tapinu gegn Bosníu-Hersegóvínu. Fyrirtaks frammistaða. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður 8 Átti góðar fyrirgjafir í fyrri hálfleik. Vann vel með Arnóri Ingva á miðri miðjunni og lokaði svæðum af samviskusemi. Gerði vel þegar hann fékk boltann og reyndi að halda honum. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 8 Hættulegasti leikmaður íslenska liðsins. Alltaf ógnandi og fór illa með Diogo Dalot, hægri bakvörð Portúgals, sem fékk gult spjald. Spilaði einnig góða vörn og gerði vel í að pirra Portúgalana. Albert Guðmundsson, framherji: 7 Fékk ekki úr miklu að moða fremst á vellinum en dró sig aftar til að fá boltann. Skilaði góðri varnarvinnu. Var betri í fyrri hálfleik en þeim seinni. Alfreð Finnbogason, framherji: 6 Lagði upp færi fyrir Guðlaug Victor í fyrri hálfleik. Hafði annars úr litlu að moða. Gerði ágætlega en var lítt áberandi. Varamenn Ísak Bergmann Jóhannesson - Kom inn fyrir Arnór Ingva á 74. mínútu Ágætis barátta en komst ekki í mikinn takt við leikinn. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Sævar Atli Magnússon - Kom inn fyrir Alfreð á 74. mínútu Kom inn á í fremstu víglínu en var svo færður út á hægri kantinn eftir að Willum var rekinn út af. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alfons Sampsted - Kom inn fyrir Valgeir á 79. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Hákon Arnar Haraldsson - Kom inn fyrir Jón Dag á 79. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Fleiri fréttir Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti