Vill „tafarlaust viðskiptabann“ á félagsskipti til Sádi-Arabíu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2023 15:00 Gary Neville er einn þeirra sem veltir fyrir sér ósvöruðum spurningum um fjölda félagsskipta til Sádi-Arabíu. James Gill - Danehouse/Getty Images Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, vill að enska úrvalsdeildin komi í veg fyrir að liðin í deildinni selji leikmenn til Sádi-Arabíu þangað til að hægt er að ganga úr skugga um að heilindum deildarinnar sé ekki stofnað í hættu. Mörg af stærstu nöfnum knattspyrnuheimsins hafa verið orðuð við félög í sádiarabísku deildinni. Nú þegar hafa leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og N'Golo Kante gengið til liðs við lið þar í landi og á tímabili var Lionel Messi orðaður við deildina. Vissulega eru þetta leikmenn sem eru að nálgast seinni hluta ferilsins, en nú eru menn á besta aldri farnir að birtast í umræðunni um að elta seðilinn til Sádi-Arabíu. Ruben Neves, leikmaður Wolves, Thomas Partey, leikmaður Arsenal, og Chelsea mennirnir Hakim Ziyech, Kalidou Koulibaly og Edouard Mendy þykja líklegir til að yfirgefa ensku úrvalsdeildina á komandi dögum og ganga til liðs við félag í Sádi-Arabíu. Í síðasta mánuði keypti PIF, opinber fjárfestingarsjóður Sádi-Arabíu, fjögur stærstu knattspyrnulið landsins: Al-Ahli, Al-Ittihad, Al-Hilal og Al-Nassr. PIF er einnig eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United og óvíst er hvort sjóðurinn eigi stóran hlut í Clearlake Capital, eignarfélagi Chelsea. Eftir að hafa nánast gengið berserksgang í undanförnum tveimur félagsskiptagluggum og keypt ógrynni af leikmönnum stendur Chelsea nú í ströngu við að losa leikmenn frá félaginu, marga þeirra til sádiarabískra félaga í eigu PIF. Eðlilega vekur athæfi sem þetta upp ýmsar spurningar og Gary Neville er einn þeirra sem efast um ágæti þess að losa leikmenn í bunkum til moldríkra félaga sem mögulega eiga hlut í þínu eigin eignarfélagi. „Enska úrvalsdeildin ætti að setja tafarlaust viðskiptabann á félagsskipti til Sádi-Arabíu til að tryggja það að ekki sé verið að skaða heilindi leiksins,“ sagði Neville í samtali við BBC Sport. „Það ætti að gera skoðun á því hvort þessi viðskipti séu við hæfi. Ef þau standast þá skoðun ætti svo að sjálfsögðu að opna fyrir félagsskiptin á ný.“ „En á þessari stundu tel ég hins vegar að stöðva ætti félagsskiptin þar til búið er að skoða eignarhaldið hjá Chelsea og hvort félagið sé að hagnast á félagsskiptum á óviðeigandi hátt.“ Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Mörg af stærstu nöfnum knattspyrnuheimsins hafa verið orðuð við félög í sádiarabísku deildinni. Nú þegar hafa leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og N'Golo Kante gengið til liðs við lið þar í landi og á tímabili var Lionel Messi orðaður við deildina. Vissulega eru þetta leikmenn sem eru að nálgast seinni hluta ferilsins, en nú eru menn á besta aldri farnir að birtast í umræðunni um að elta seðilinn til Sádi-Arabíu. Ruben Neves, leikmaður Wolves, Thomas Partey, leikmaður Arsenal, og Chelsea mennirnir Hakim Ziyech, Kalidou Koulibaly og Edouard Mendy þykja líklegir til að yfirgefa ensku úrvalsdeildina á komandi dögum og ganga til liðs við félag í Sádi-Arabíu. Í síðasta mánuði keypti PIF, opinber fjárfestingarsjóður Sádi-Arabíu, fjögur stærstu knattspyrnulið landsins: Al-Ahli, Al-Ittihad, Al-Hilal og Al-Nassr. PIF er einnig eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United og óvíst er hvort sjóðurinn eigi stóran hlut í Clearlake Capital, eignarfélagi Chelsea. Eftir að hafa nánast gengið berserksgang í undanförnum tveimur félagsskiptagluggum og keypt ógrynni af leikmönnum stendur Chelsea nú í ströngu við að losa leikmenn frá félaginu, marga þeirra til sádiarabískra félaga í eigu PIF. Eðlilega vekur athæfi sem þetta upp ýmsar spurningar og Gary Neville er einn þeirra sem efast um ágæti þess að losa leikmenn í bunkum til moldríkra félaga sem mögulega eiga hlut í þínu eigin eignarfélagi. „Enska úrvalsdeildin ætti að setja tafarlaust viðskiptabann á félagsskipti til Sádi-Arabíu til að tryggja það að ekki sé verið að skaða heilindi leiksins,“ sagði Neville í samtali við BBC Sport. „Það ætti að gera skoðun á því hvort þessi viðskipti séu við hæfi. Ef þau standast þá skoðun ætti svo að sjálfsögðu að opna fyrir félagsskiptin á ný.“ „En á þessari stundu tel ég hins vegar að stöðva ætti félagsskiptin þar til búið er að skoða eignarhaldið hjá Chelsea og hvort félagið sé að hagnast á félagsskiptum á óviðeigandi hátt.“
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira