Bensínstöðin sem ferðamenn míga við verður færð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júní 2023 08:46 Bensínstöðin umdeilda verður flutt. Íbúarnir kvarta yfir hlandlykt og óþrifnaði. Skjáskot/Google Maps Sveitarfélagið Múlaþings hefur ákveðið að færa bensínstöð N1 á Djúpavogi út fyrir íbúabyggðina. Ferðamenn kasta af sér vatni við stöðina íbúum til ama og fyrirtækin á svæðinu vilja ekki kosta salernisaðstöðu. Á mánudag samþykkti umhverfis og framkvæmdaráð Múlaþings tillögu heimastjórnar Djúpavogs að færa stöðina. Var hún samþykkt samhljóða í ráðinu. „Forsendur fyrir staðsetningu á eldsneytisdælum á Djúpavogi hafa gjörbreyst samhliða stóraukinni umferð í tengslum við ferðaþjónustu og þungaflutninga. Hvort tveggja hefur neikvæð áhrif á lífsgæði íbúa og ásýnd svæðisins,“ segir í tillögunni. Verði þegar hafist við að breyta gildandi aðalskipulagi með það fyrir augum að bensínstöðinni verði fundinn staður fjær íbúabyggð. Íbúar við fimm hús í Djúpavogi, við göturnar Búland og Steina, höfðu farið fram á að starfsleyfi bensínstöðvarinnar yrði fellt úr gildi. Því erindi vísað umhverfis og framkvæmdaráð til Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Fyrirtæki vildu ekki setja upp klósett Eins og kom fram í frétt Vísis frá því í maí síðastliðnum eru íbúar afar ósáttir við óþrifnað og hlandlykt sem fylgir bensínstöðinni, sem er sjálfsafgreiðslustöð. Hún stendur við helsta verslunarkjarna þorpsins þar sem Samkaup, Landsbankinn, ÁTVR og Íslandspóstur eru með aðstöðu. Heimastjórn óskaði eftir að þessi fyrirtæki tækju sig saman og settu upp salernisaðstöðu. Sveitarfélagið gæti ekki sjálft gert það á einkalóð. Enginn vilji reyndist hins vegar vera fyrir því hjá fyrirtækjunum. Báru sum þeirra það fyrir sig að þau væru aðeins leigjendur en ekki eigendur hússins. Myndavélar dugðu ekki til Mál bensínstöðvarinnar hefur verið til umræðu hjá sveitarstjórn í meira en ár. En stöðin var á sínum tíma byggð án grenndarkynningar eða samráðs við íbúa í nágrenninu. „Það er búið að reyna að gera allt. Það er búið að girða og setja upp myndavélar. Fólki er nákvæmlega sama því það veit að það er enginn sem situr við skjáinn og starir á það,“ sagði Oddný Anna Björnsdóttir, fulltrúi í heimastjórn Djúpavogs í Múlaþingi við Vísi í maí. Ferðamenn búist við að finna salerni við bensínstöðina en þegar henni væri ekki til að dreifa gera þeir þarfir sínar undir berum himni. Múlaþing Umhverfismál Verslun Skipulag Bensín og olía Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Á mánudag samþykkti umhverfis og framkvæmdaráð Múlaþings tillögu heimastjórnar Djúpavogs að færa stöðina. Var hún samþykkt samhljóða í ráðinu. „Forsendur fyrir staðsetningu á eldsneytisdælum á Djúpavogi hafa gjörbreyst samhliða stóraukinni umferð í tengslum við ferðaþjónustu og þungaflutninga. Hvort tveggja hefur neikvæð áhrif á lífsgæði íbúa og ásýnd svæðisins,“ segir í tillögunni. Verði þegar hafist við að breyta gildandi aðalskipulagi með það fyrir augum að bensínstöðinni verði fundinn staður fjær íbúabyggð. Íbúar við fimm hús í Djúpavogi, við göturnar Búland og Steina, höfðu farið fram á að starfsleyfi bensínstöðvarinnar yrði fellt úr gildi. Því erindi vísað umhverfis og framkvæmdaráð til Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Fyrirtæki vildu ekki setja upp klósett Eins og kom fram í frétt Vísis frá því í maí síðastliðnum eru íbúar afar ósáttir við óþrifnað og hlandlykt sem fylgir bensínstöðinni, sem er sjálfsafgreiðslustöð. Hún stendur við helsta verslunarkjarna þorpsins þar sem Samkaup, Landsbankinn, ÁTVR og Íslandspóstur eru með aðstöðu. Heimastjórn óskaði eftir að þessi fyrirtæki tækju sig saman og settu upp salernisaðstöðu. Sveitarfélagið gæti ekki sjálft gert það á einkalóð. Enginn vilji reyndist hins vegar vera fyrir því hjá fyrirtækjunum. Báru sum þeirra það fyrir sig að þau væru aðeins leigjendur en ekki eigendur hússins. Myndavélar dugðu ekki til Mál bensínstöðvarinnar hefur verið til umræðu hjá sveitarstjórn í meira en ár. En stöðin var á sínum tíma byggð án grenndarkynningar eða samráðs við íbúa í nágrenninu. „Það er búið að reyna að gera allt. Það er búið að girða og setja upp myndavélar. Fólki er nákvæmlega sama því það veit að það er enginn sem situr við skjáinn og starir á það,“ sagði Oddný Anna Björnsdóttir, fulltrúi í heimastjórn Djúpavogs í Múlaþingi við Vísi í maí. Ferðamenn búist við að finna salerni við bensínstöðina en þegar henni væri ekki til að dreifa gera þeir þarfir sínar undir berum himni.
Múlaþing Umhverfismál Verslun Skipulag Bensín og olía Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira