Harry Maguire, fyrirliði enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United og varnarmaður enska landsliðsins, var handtekinn af grísku lögreglunni sumarið 2020. Í ágúst sama ár var hann fundinn sekur í þremur ákæruliðum. Þar á meðal að ráðast á lögreglumann og að reyna múta dómstólum á eyjunni Syros.
Hinn þrítugi Maguire fékk 21. mánaðar skilorðsbundinn dóm. Lögmenn hans mótmæltu dómnum og var hann að endingu talinn saklaus uns sekt væri sönnuð.
The retrial will take place three and a half years after he was arrested.
— BBC Sport (@BBCSport) June 21, 2023
Maguire var í fjölskyldufrí í Grikklandi þegar atvikið átti sér stað. Heimildir grískra fjölmiðla sega Maguire hafa lent upp á kant við einstakling fyrir utan bar og svo veist að lögreglu þegar hún mætti á svæðið.
Leikmaðurinn segist hafa óttast um líf sitt eftir að hann hafi reynt að koma í veg fyrir að menn væru að áreita systur hans. Þá sagði hann lögregluna hafa kýlt sig með kylfum í lappirnar sem og þeir hafi sagst ætla að enda feril hans.
BBC, breska ríkisútvarpið, greinir frá því að réttað verði í málinu að nýju í febrúar. Þarf Maguire ekki að vera viðstaddur réttarhöldin. Upphaflega átti málið að fara fram síðar í júnímánuði en lögmenn leikmannsins óskuðu eftir því að það yrði frestað.