Gundogan búinn að ákveða sig | Newcastle að næla í Tonali Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2023 18:46 Gundogan og Tonali virðast báðir ætla að leita á nýajr slóðir í sumar. Vísir/Getty Ilkay Gundogan mun ganga til liðs við Barcelona þegar samningur hans rennur út í sumar. Þá hefur Newcastle lagt fram tilboð í miðjumanninn Sandro Tonali hjá AC Milan. Framtíð Ilkay Gundogan hefur verið í óvissu síðustu vikur og mánuði en samningur hans hjá Englands- og Evrópumeisturum Manchester City rennur út í sumar. Gundogan hefur ítrekað verið orðaður við Spánarmeistara Barcelona en Pep Guardiola hefur lýst því yfir að hann vilji fyrir alla muni halda Þjóðverjanum í Manchesterborg. Nú greinir íþróttafréttmaðurinn Fabrizio Romano frá því að Gundogan sé búinn að skrifa undir við Barcelona og hefur skellt sínum víðsfræga frasa „Here we go!“ við færslu sína á Twitter en Romano þykir afar trúverðugur í félagaskiptabransanum. Ilkay Gündogan to Barcelona, here we go! Final approval arrived on club side to register him as new signing, green light from the player. It s done deal, signed few minutes ago. #FCBGündogan has agreed a two year deal valid until June 2025 with option for further year. pic.twitter.com/Gr467hNBms— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Samkvæmt Romano hefur Gundogan skrifað undir tveggja ára samning við Barcelona en hann var fyrirliði Manchester City á síðasta tímabili og er hvalreki fyrir Xavi og lærisveina hans. Þá greina enskir fjölmiðlar frá því að Newcastle hafi lagt fram 55 milljón punda tilboð í Sandro Tonali miðjumann AC Milan. Tonali er tuttugu og þriggja ára gamall miðjumaður sem var í lykilhlutverki hjá AC Milan á nýliðnu tímabili. Tonali hefur leikið fjórtán landsleiki fyrir ítalska landsliðið og hefur komið við sögu hjá ítalska liðinu í undankeppni Evrópumótsins nú í vor. Tonali er fyrsta val knattspyrnustjórans Eddie Howe til að styrkja miðsvæðið hjá Newcastle en viðræður félagsins við ítalska stórveldið hafa staðið yfir síðasta sólarhringinn. Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Framtíð Ilkay Gundogan hefur verið í óvissu síðustu vikur og mánuði en samningur hans hjá Englands- og Evrópumeisturum Manchester City rennur út í sumar. Gundogan hefur ítrekað verið orðaður við Spánarmeistara Barcelona en Pep Guardiola hefur lýst því yfir að hann vilji fyrir alla muni halda Þjóðverjanum í Manchesterborg. Nú greinir íþróttafréttmaðurinn Fabrizio Romano frá því að Gundogan sé búinn að skrifa undir við Barcelona og hefur skellt sínum víðsfræga frasa „Here we go!“ við færslu sína á Twitter en Romano þykir afar trúverðugur í félagaskiptabransanum. Ilkay Gündogan to Barcelona, here we go! Final approval arrived on club side to register him as new signing, green light from the player. It s done deal, signed few minutes ago. #FCBGündogan has agreed a two year deal valid until June 2025 with option for further year. pic.twitter.com/Gr467hNBms— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Samkvæmt Romano hefur Gundogan skrifað undir tveggja ára samning við Barcelona en hann var fyrirliði Manchester City á síðasta tímabili og er hvalreki fyrir Xavi og lærisveina hans. Þá greina enskir fjölmiðlar frá því að Newcastle hafi lagt fram 55 milljón punda tilboð í Sandro Tonali miðjumann AC Milan. Tonali er tuttugu og þriggja ára gamall miðjumaður sem var í lykilhlutverki hjá AC Milan á nýliðnu tímabili. Tonali hefur leikið fjórtán landsleiki fyrir ítalska landsliðið og hefur komið við sögu hjá ítalska liðinu í undankeppni Evrópumótsins nú í vor. Tonali er fyrsta val knattspyrnustjórans Eddie Howe til að styrkja miðsvæðið hjá Newcastle en viðræður félagsins við ítalska stórveldið hafa staðið yfir síðasta sólarhringinn.
Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira